Þriðjudagur, 12. desember 2006
Helförin, fjölmiðlar og málfrelsi
Sumir virðast halda að málfrelsi þýði að vera laus undan gagnrýni. Viðbrögðin við pistli í gær sem gagnrýndi frétt Sjónvarpsins um ráðstefnuna í Teheran eru þess eðlis að ástæða er til að staldra við.
Gagnrýnin beindist að tilburðum til að leggja að jöfnu viðurkennd sannindi, að Helförin fór fram, og tilraunum til að segja ósatt: Að Helförin sé tilbúningur og hafi aldrei gerst.
Ímyndum okkur að ráðstefna væri boðuð í Íran þar sem leiddir væru fram einstaklingar sem segðu að jörðin væri flöt. Er líklegt að fjölmiðill eins og Sjónvarpið myndi segja frá ráðstefnunni og boðskap hennar í hlutlausum tón og gefa virðuleikablæ með því að segja að 70 einstaklingar frá 30 þjóðlöndum sætu þessa ráðstefnu? Er líklegt að Sjónvarpið myndi leggja að jöfnu ráðstefnu stjarnvísindamanna og málflutning um flata jörð?
Þær kröfur eru gerðar til vandaðra fréttamiðla eins og Sjónvarpsins að ekki séu lögð að jöfnu viðurkennd sannindi og uppspuni. Stundum er óglöggt hvar mál standa. Það er til dæmis umdeilt meðal fræðimanna hvort vetni sé raunhæft eldsneyti á bifreiðar. Í slíkum tilvikum er sjálfsagt að fá báðar hliðar málsins.
Fréttamennskan sem Sjónvarpið stundaði í fréttinni um Helfararráðstefnuna er stundum varin í nafni hlutleysis, fréttamiðillinn eigi ekki að taka afstöðu í deilumálum. En sé þessari reglu fylgt blint fá rakin ósannindi jafnt vægi og viðurkenndar staðreyndir, að því gefnu að einhver sé tilbúinn að halda ósannindum fram (og þar virðist aldrei skortur á). Í nafni hlutleysis er ekki hægt að afsala sér dómgreindinni.
Þá er það málfrelsið en sumar athugasemdir gera því skóna að gagnrýnin á sjónvarpsfréttina hafi verið atlaga að málfrelsi. Þar gætir þess misskilnings að málfrelsi veiti undanþágu frá gagnrýni. Málfrelsi felur í sér rétt til að hafa rangt fyrir sér. En í nafni málfrelsis verða ósannindi og sannindi aldrei lögð að jöfnu. Vilji einhver halda fram bábiljum þá er það velkomið. Sá hinn sami verður hins vegar að sætta sig við að vitleysan sé gagnrýnd.
Enn annar handleggur er löggjöf í sumum Evrópulöndum sem bannar að menn afneiti Helförinni opinberlega. Við höfum ekki slík lög á Íslandi og þarf ekki að fjölyrða um það.
Athugasemdir
Ég tek alveg tekið undir þetta. Og eins og ég segi, fréttaflutningur RUV, og hinna reyndar líka, er æði oft skrautlegur, svo ekki sé meira sagt, ekki síst þegar kemur að málefnum sem þessu. Stundum heldur maður, að RUV sé gengið af göflunum!
Snorri Bergz, 12.12.2006 kl. 18:51
Er nú ekki samt hið besta mál að sjónvarpið fjalli um þessa ráðstefnu.
Hún opnar huga heilbrygðs meðvitaðs fólks um það að það eru ekki allir
í heiminum sem eru með sömu skoðanir/afstöðu gangvart mála sem okkur hér þykja sjálfsögð...
Ég er semsakt að reyna að segja. Að þó gallar hafi verið á fréttinni þá sé umræðan engu að síður góð til þess að víkka sjóndeildahring jóns jónssonar.
Kv Guðmundur
Guðmundur (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 19:59
Að kalla útrýmingarbúðir Nasista Helför gyðinga er auðvitað ekki nema hálfur sannleikurinn. Síonistar og fylgismenn þeirra þaga rækilega yfir því að útrýmingin beindist að öðru fólki, samkynhneigðum, sígaunum, pólverjum og öðrum óæskilegum þegnum þriðjaríkisins. Mér sýnist og grunar að Páll sé einn þeirra.
Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 20:04
Að Páll sé Sionisti eða óæskilegur þegn þriðja ríkisins?? bæði álíka absúrd..hahahaha góð pæling samt ..hahahaha
yeboah (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 20:37
"Þær kröfur eru gerðar til vandaðra fréttamiðla eins og Sjónvarpsins að ekki séu lögð að jöfnu viðurkennd sannindi og uppspuni."
Áhugavert, ég hlakka til að sjá þann fréttatíma þar sem grundvöllur kristinnar trúar verður meðhöndlaður eftir ofangreindri forskrift.
Kveðja.
Ólafur Eiríksson (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 20:56
Páll. Um hvað ertu að tala? Afhverju skrifaru þetta bara ekki á venjulegu ritmáli?
Treður einhverjum stórum orðum út um allt til þess að virðast eitthvað gáfaður.
No offense :)
Jossi (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 23:04
Samhryggist þér, Páll minn, að þurfa að þola svona dónaskap (sem síðan er, gegn betri vitund, kallaður "No offense"!). Verri gerist það jafnvel og enn síður málefnalegt í athugasemdum við næstu vefgrein þína þarna á undan. En ég vil óska þér til hamingju með bloggsetrið þitt, sem fær mikla aðsókn. Þakka þér um leið margar góðar blaðagreinar þínar gegnum tíðina, og eigum við þó ekki ýkja mikla samleið í stjórnmálum. Au revois, monsieur.
Jón Valur Jensson, 12.12.2006 kl. 23:49
Sammála Jossa.
Sá ekki fréttina á RÚV, en finnst eftir lestur pistilsins að þetta sé réttlætismál og ég ætti að vera frekar heitur yfir þessu. Ég er samt ekki alveg viss um af hverju.
Erum við Páll dáltið heitir í hamsi vegna þess þess að RÚV fjallaði um ráðstefnuna en hefði ekki átt að nefna hana á nafn? Erum við reiðir vegna þess að ráðstefnan á ekki rétt á sér og RÚV tók það ekki sérstaklega fram? Erum við reiðir út í RÚV og/eða Íran.
Ég er allavega orðinn frekar pirraður á þessu. Er að hugsa um að vera ekki pirraður útí Írani samt. Held að það myndi flokkast undir fordóma eða eitthvað, svo það verður að vera RÚV. Þeir eiga það örugglega skilið.
Árni Valur (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 23:56
KSK: ég vissi ekki að það væru margar ráðstefnur til að afneita því, að Sígaunar, Pólverjar og aðrir hefðu látist í búðunum. Þú veist greinilega lítið um þetta mál, en ákveður samt að derra þig og flagga fávisku þinni.
"Síonistar" hafa einmitt verið virkir í því, að minnast á þátt Pólverja, sígauna, og annarra í helförinni. Ég hef t.d. fengið á sl. árum margar greinar, ráðstefnurit (Occasional papers), o.fl. einmitt um þetta. Og svo ekki sé minnst á fatlaða, "vangefna" (veit ekki um betra orð), samkynhneigða, osfrv. Sat m.a. slíka fyrirlestra og ráðstefnur, þegar ég var gestafræðimaður á Helfararsafninu í Washington, og "síonistar", þ.e. ísraelskir fræðimenn og Gyðingar, ræddu um minnihlutahópa, sem lentu einnig í búðunum. Þú fylgist greinilega ekki með umræðunni, en byggir málflutning þinn á áróðurspésum, sem hatursfullir aðilar hafa verið að dreifa með einum eða öðrum hætti.
Þú ert greinilega á sömu línu og Íranforseti. Við svona menn er mjög erfitt að ræða málefnalega; þá sem vita lítið en þenja gúlinn eins og þeir séu sérfræðingar. Skamm.
Snorri Bergz, 13.12.2006 kl. 10:00
Sæll Páll,
Mér þótti gaman að lesa færsluna þína og reynar flest commentin en ég verð hinsvegar að benda á að málfrelsið ver allar skoðanir ekki bara þær sem eru óæskilegar heldur einnig þær sem erui beinlínis rangar. Þrátt fyrir að það sé í dag heilagur sannleikur að jörðin sé í raun ekki flöt og fyrir því hafa verið færð vísindaleg rök, er enn í lagi að halda ráðstefnur um það að jörðin sé flöt.
Ég skil ekki hversvegna Rúv á að hæða eða gera þessa ráðstefnu meira ótrúverða en hún núþegar er, jafnvel þótt þessir ráðstefna sé jafnvel móðgun við einar mestu útrímingar af mannavöldum mannkynssögunar ( takið eftir að ég set einar mestu ... ekki mestu, áður en einhver brjálaður and-kommi fer að tala um Mao ).
Þessi ráðstefna er gerð til að sýna hversu "tvöfalt" vestrænt málfrelsi er, ég vill ekki sjá alla vestræna fjölmiðla hæða eða fordæma þessa ráðstefnu. Því það verður að vera pláss fyrir þessa skoðun líkt og aðrar óæskilegar skoðanir í fjölmiðlum, þær eru ógeðfeldar en sömuleiðis er það ógeðfelt að fjölmiðlar gangi fram og fordæmi fólk fyrir að hafa einfaldlega rangar eða viltausar skoðanir. Eðilegra er að fólk fái rými til að tjá þær en þurfi að ganga undir sömu gagnrýni og þurfi að krafan um að rök séu færð fyrir máli þeirra sé þær sömu og við öll önnur mál, sem í þessu tilviki er ekki hægt enda beinlínis rangt að halda því fram að helförin hafi ekki átt sér stað.
Atli Thor Fanndal (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 10:18
Árni Valur (eða Jón Valur, er þetta ekki prentvilla?) Ég styrki mínar skoðanir frá manni sem heitir Elías Jónsson og er gyðingur en er því miður ekki "síonisti". Hann segist ekki hafa gefið "síonistum" umboð til að harma eingöngu gyðingamorð, hann vill harma öll morð. Sennilega er hann fáviti eins og ég. "Síonistar" eru "guðs útvalda þjóð" eins og nasistarnir og svipað hættulegir enda stunda þeir líka "helför" gegn annari þjóð sem er ekki "guðs útvalin" og því réttdræp. Sérstakar áðstefnur til að afneita morðum á pólverjum sígaunum ofl. eru því óþarfar.
Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 13:39
Hárréttar athugasemdir hjá Páli. Ég botna ekki alveg í þeim doktorum sem verja þessi vinnubrögð Sjónvarpins. Lög sem banna afneitun helfararinnar eru gjörsamlega út í hött því fólk á rétt á að vera heimskt. Sjónvarpið á hins vegar ekki að setja svona vitleysu í þess háttar búning að um eðlilega samkomu hafi verið að ræða.
Björn Berg Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 14:23
Snorri stakk rækilega upp í Kristján Sig., en sá kann ekki að blygðast sín og ítrekar villu sína, þegar hann segir Síonista "stunda ... líka "helför" gegn annarri þjóð sem er ekki "guðs útvalin" og því réttdræp." Þvílíkt rugl að líkja átökum Ísraelsmanna og Palestínu-Araba við Helförina. Hvar eru gasklefarnir, hvar eru afkastamiklu aftökusveitirnar og fjöldagrafirnar, hvar eru tilraunastofurnar grimmilegu með rannsóknum á þoli og viðbrögðum fórnarlambanna, hvar eru "afurðir" hliðstæðar við þær sem nazistar nýttu sér úr líkömum manna (tanngulli og líkamspörtum), hvar eru þrælkunarbúðirnar þar sem menn eru barðir áfram og þrælað út til dauðs? Lestu þér almennilega til um grimmdaræði nazismans, Kristján Sig., þó ekki væri nema bók Leifs Möllers og Garðars Sverrissonar, Býr Íslendingur hér? áður en þú ferð að úttala þig hér aftur. Og minnztu þess, að ef það eru einhverjir í Miðausturlöndum, sem komast með tærnar þar sem nazistarnir höfðu hælana, þá eru það ekki Ísraelsmenn, heldur dauðasveitir súnníta og al-Qaídamanna í Írak. Það er hins vegar fullt af Aröbum í Ísrael, sem vilja og fá að vera borgarar þess lands. Ólíkt var hlutskipti Gyðinga í Þýzkalandi Hitlers og hernumdu löndunum.
PS. Svo á Kristján Sig. ekki að rugla Snorra saman við mig né Árna Val.
Jón Valur Jensson, 14.12.2006 kl. 03:07
Jón Valur eða Árni Valur brúnn eða rauður skiptir ekki máli í þessu sambandi, aðalatriðið eru menn fasistar eða ekki fasistar. Jón Valur er fasisti að mínum dómi og hana nú, þó hann hafi troðið sér í kuflinn af Jesú Jósefssyni sem var andhverfan af fasisma. ( það er um að gera að segja þetta á meðan málfrelsið varir ) Ég hef marglesið "Býr Íslendingur hér". Um grimmdaræði nasismans þarf ekki að ræða, en það þarf að ræða útrýmingarherferð Ísraelsmanna á Palestínsku þjóðinni undir vernd Bandaríkjastjórnar. Eða hver kom af stað þeirri útrýmingarherferð sem Jón Valur minntist á í Írak??
Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 15:42
Hver er þessi Kristján Sig. Kristjánsson? Þvílíkur kjáni! Þetta getur ekki verið Kastljósmaðurinn. Samt ætti þessi fýr að upplýsa betur hver hann er, svo að aðrir liggi ekki undir grun að ósekju.
Og ég orðinn "fasisti" að mati þessa merkikertis! -- Það hef ég aldrei verið, en að vísu komið við á næsta bæ, kommúnismanum, meðan ég var bráðungur og óþroskaður. Kannski þennan Kristján hafi dagað þar uppi -- og framlengi nú sitt andófs-kergjulíf (eins og þeir margir) með Ísraels- og Bandaríkjahatri? Alltjent höfum við sýnishornin hér í einhliða öfgatali hans. En ekki gekk honum rétt vel að hrekja röksemdir mínar. Þá er alltaf hægt að reyna kjaftforu leiðina, vera má hún hrífi -- er ekki gráupplagt, í stíl margra nafnlausra netverja, að freista þess að fæla menn frá umræðu með því að móðga þá? Nei, ekki hann mig, karl minn, ég tek ekki þátt í því með neinni uppgjöf að gefa óuppdregnum götustrákum þau sérréttindi að beita hér né annars staðar skoðanabælingu með ófélagslegu, ómenningarlegu framferði sínu.
"Eða hver kom af stað þeirri útrýmingarherferð sem Jón Valur minntist á í Írak??" Ekki veit ég hvort hún var meðal síðustu dagskipana Saddams, en svo mikið er víst, að engan þátt áttu Bandaríkjamenn í upphafi þeirra fjöldamorða. Þeir starfa nú í fullu umboði (nýendurnýjuðu) frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, með samþykki löglega kjörinnar ríkisstjórnar Íraks. Dettur KSK í alvöru í hug að kippa siðferðislegri ábyrgð af þeim súnnítum sem fremja þar fjöldamorð á trúbræðrum sínum sjítunum? Höfðu þeir ekki um eitthvað annað að velja?! Þeir súnnítar, sem skáru þar níu manna sjítafjölskyldu á háls í gærmorgun, þ.m.t. konur og börn, voru þeir einhver vélmenni fjarstýrð af örlögunum eða Bandaríkjunum? Come off it, kjáninn þinn. Hver maður er ábyrgur fyrir eigin verkum og ber sinn dóm með sér, einnig óbótamennirnir. Þau gerræðisverk eru nú orðin álíka mörg á einum mánuði eins og allir þeir Palestínu-Arabar (sjálfsmorðssprengjumenn meðtaldir) sem hafa fallið eða verið drepnir af Ísraelsmönnum á síðasta áratug. Svo ruglar Kristján þessi um "útrýmingarherferð Ísraelsmanna á palestínsku þjóðinni"! -- á sama tíma og hann vill ekki kannast við útrýmingu súnníta og al-Qaídamanna á sjítum!! Er nema von að manni blöskri? En þetta hafa menn haft upp úr stjórnlausu Bandaríkjahatrinu, sem hér hefur verið alið á af óvönduðum mönnum, sér í lagi nokkrum á Fréttastofu Rúvsins, auk pólitískra spraðubassa (þeir taki það til sín, sem eiga). Það hafa þeir nú áorkað, að minni spámenn eins og þessi KSK gera sig æ ofan í æ seka um skelfilegan vanþekkingarvaðal og fordóma-óráðshjal, unz þar er komið, að þeir eru lentir í öngstræti siðblindu. Taktu þér tak, Kristján Sigurður!
Jón Valur Jensson, 14.12.2006 kl. 21:31
ég er sammála þér um þetta. ég hef heyrt aðra fjölmiðla tala um þessa ráðstefnu í hæðnislegum tón og mér finnst það meira viðeigandi, hlutverk Íransforseta innsiglaði það alveg og þá er bara hægt að hlæja að þessum fíflum. Mjög fínt hjá þér að líkja þessu saman við ráðstefnu um að jörðin sé nú flöt, og ímynda þér hvernig rúv myndi taka á því af fullkomnu hlutleysi.
halkatla, 15.12.2006 kl. 14:56
mér finnst það ef að fólk afneitar helför gyðinga eða býr til afsakanir einsog "aðrir en gyðingar lentu líka í þessu", vera svipað og að limlesta sjálfan sig án nokkurrar ástæðu. Þetta á engin manneskja að gera sjálfri sér.
halkatla, 15.12.2006 kl. 14:59
Það er einkenni öfgamanna að þeir skipta um skít, stundum oft á æfinni, snemma eru þeir kommunistar síðan trúbófar og bæta fasisma við sem aukagrein. Þetta er raunar sama rörsýnin. Þetta fólk er ófært að setja sig inn í sýn annara hópa og rottar sig saman um eigin þröngsýni gjarna í sértrúarsöfnuðum.
"Helförin" er fyrst og fremst vestrænt grimmdaræði og og arabar hafa allt aðra sýn á hana heldur en við vesturlandabúar. Vesturlandabúar hafa að sama skapi aðra sýn á útrýminguna í Rúanda og í Kambódíu heldur en innfæddir. Svona lagað er of flókið fyrir fasista.
Engin minnist á mesta fjöldamorðingja heimsins, gyðinginn Benjamin Disraeli, sem var forsætisráðherra Bretlands árin 1874-1880, hann lét breska herinn þröngva hungursneyð uppá Indland og drap 27 milljón manns. Hann var nefnilega okkar skíthæll og þeir sem "drápust" voru hér um bil skepnur. ( Örugglega einhverjir hommar líka.)
Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 18:42
1. klausa KSK virðist prívatæfing hans í gífuryrðum. Hann verður víst að fá að þjóna lund sinni. En ef taka ber 3. setningu hans í þeirri merkingu, að fólk, sem skiptir einhvern tímann um skoðun og yfirgefur flokk eða hugmyndafræði, sé "ófært að setja sig inn í sýn annar[r]a hópa," þá blasa nú alls ekki við sjálfljós sannindi slíkrar staðhæfingar (sem er jafn-heimsk og flestar alhæfingar). Ég hélt, að einmitt slík skoðanabreyting gæti verið til marks um, að viðkomandi fólk kynni að vera sveigjanlegt og laust við þröngsýni.
""Helförin" er fyrst og fremst vestrænt grimmdaræði," fullyrðir KSK, en af hverju átti slíkt þjóðarmorð á Gyðingum sér þá ekki stað fyrir og eftir tíma Þriðja ríkisins? Helförin var fyrst og fremst grimmdaræði nazismans, hundheiðinnar stefnu, en ekkert "vestrænt" né jafnvel sér-þýzkt við hana. Slíkt hefur einmitt átt sér stað í alræðisríkjum eins og Sovétríkjunum, Tyrklandi Mustafa Kemals, Kína Maós og Kambódíu Rauðu khmeranna.
Ég hef ekkert á móti því, að minnzt sé grimmdarverka Breta á Indlandi eða t.d. Madagaskar, svo að það sé nú ljóst. En KSK er búinn að gefast upp við að verja hér upphaflega endemis-thesu sína, að Ísraelsmenn séu með "helför" í gangi gagnvart Palestínu-Aröbum; -- menn taki eftir því!
Jón Valur Jensson, 15.12.2006 kl. 20:09
Ég man eftir hundi fyrir vestan sem bjó svo afskekkt að hann varð að fara á nágrannabæjina til að gelta í bíla, þannig er farið fyrir Jóni Vali Jenssyni hann verður að fara á bloggsíður nágrannana til að gelta í vegfarendur af því að engum dettur í hug að koma við heima hjá honum svo afskekktur er maðurinn í skoðunum sínum. Helst er að finna trúarofstækismenn í Íran til jöfnunar eða Ameríku þar sem til er ma. félag sem heldur því fram að jörðin sé flöt þótt annað sé vísindalega sannað.
Jón Valur heldur td. því fram á síðu sinni að samkynhneigð sé "læknanleg"!!!! á að taka mark á svona fólki?
Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 00:27
Orðið í gæsalöppunum, "læknanleg", hvar stendur það í mínum málflutningi á mínum vefsíðum? Hvergi! KSK er jafn-illa lesinn í mínum skrifum eins og hann er lítt marktækur að fjalla um Ísrael og Miðausturlönd. Maðurinn stendur hér uppi sem sigraður glópur, en sér það ekki. Hann er ennfremur farinn að sérhæfa sig í mannorðsníði með þessu síðasta innleggi sínu í stað þess að gera minnstu tilraun til að hrekja rök mín, sem leysa upp málflutning hans lið fyrir lið. Dæmigerður er þessi lokapóstur KSK um síðustu fjörbrot rökþrota manns, og veifað skal þá röngu tré fremur en öngu. O tempora, o mores!
Jón Valur Jensson, 16.12.2006 kl. 00:40
"en verð ennfremur að bæta því við, að það eru engar bábiljur trúarofstækismanna, að hægt sé að "lækna" samkynhneigð meðferð sálfræðinga við henni virðist að meðaltali virka að fullu í um 28% tilvika, en í rúmlega 30% tilvika virkar hún eitthvað í áttina "
Þetta skrifar Jón Valur Jenssob aðfaranótt 3. jan. 2006 http://www.kirkju.net/index.php/jon/2006/10/25/p827#more827
Segjið svo að jörðin sé ekki flöt. Eða að Gyðingar hafi nokkurtíman búið í Þýskalandi.
Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 13:02
Ennfremur vil ég benda á skaup ársins 2006 um "lækningu sjúkra". Þessi tafla gerir ráðstefnuna í Theheran hávísindalega.
http://www.kirkju.net/index.php/jon/2006/03/09/p246
Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 13:22
Loks kemst ég frá önnum dags og kvelds og góðri hvíld í svefnheimum til að svara þeim Kristjáni, sem allsendis hafði gefizt upp á að svara málefnarökum mínum um það sem hér var í raun til umræðu. Í staðinn einbeitir hann sér að persónunni mér : vill sanna, að ég sé á borð við við þá, sem trúa á "flata jörð", og þannig geti honum loksins tekizt að hafa betur í þessari ritdeilu við mig, af því að með þessu hafi honum sem sagt auðnazt -- þrátt fyrir augljóst tap sitt í deilunni um málefnin sjálf -- að sýna ykkur hinum fram á, að það sé einfaldlega ekki hægt að "taka mark á svona fólki" sem Jóni Val Jenssyni.
En fullyrðingar hans um mig og mína afstöðu halda auðvitað engu vatni. Í pósti sínum 16.12. kl. 00:27 sagði hann orðrétt: "Jón Valur heldur td. því fram á síðu sinni að samkynhneigð sé "læknanleg"!!!!" -- Þegar ég benti á, að orðið "læknanleg" (um samkynhneigð) standi hvergi í mínum málflutningi á mínum vefsíðum (þótt KSK léti þetta líta út sem tilvitnun í mig), þá kemur hann nú með þessi nýju innlegg sín til að rembast við að sanna staðhæfingu sína. Og þetta var NB það eina, sem KSK fann til að rökstyðja mál sitt, þótt ég hafi skrifað fjölda greina um viðkomandi málefni á Kirkju.net, þ.á m. fullt af textum, þar sem ég upplýsi beinlínis, að ég líti ekki á samkynhneigð sem sjúkdóm! Ennfremur hef ég oft endurtekið þá staðreynd, að Biblían og kristnar frumheimildir tala aldrei um skhn. sem veiki eða sjúkdóm né heldur, in medical terms, um "lækningu" samkynhneigðar. Þetta geta menn jafnvel séð á báðum þeim vefslóðum sem hann var að vísa í ! --KSK virðist sem sé treysta á, að menn fletti þessu ekki upp sjálfir, heldur taki hann trúanlegan. En honum verður ekki kápan úr því klæðinu!
Þegar KSK vitnaði í næstsíðasta innleggi sínu í setningarhluta eftir mig, lét hann sér ekki þókknast að vitna í þá neðanmálsgrein, sem þar fylgdi (nr. [4] við þá vefgrein mína): "... Hér hefði í raun átt að feitletra tvö orð í setningu minni: "það eru engar bábiljur trúarofstækismanna, að hægt sé að "lækna" samkynhneigð -- meðferð sálfræðinga við henni virðist að meðaltali virka að fullu í um 28% tilvika, en í rúmlega 30% tilvika virkar hún eitthvað í áttina ..." - Eins og ég hef sagt skýrar annars staðar (svo sem í innleggi mínu (2. svari, kl. 23:22) 1. sept. sl. á Vísis-vefsíðu, einnig hér og hér), er hugmyndin, að samkynhneigð sé veiki, sem þurfi að lækna, alls ekki kristin hugmynd, og komin er hún frá öðrum stéttum en prestum: þ.e. fólki í heilbrigðisstéttum."
Þetta sama hef ég sagt í fleiri vefskrifum mínum á Kirkju.net, t.d. eftirfarandi HÉR 23.4. 2006 um einn deilu-mótherja minn: "sjálfur var það hann sem gaf sér þar ranga grundvallarforsendu (þ.e. að ég og þeir fræðimenn, sem tali um meðferð samkynhneigðra, hljótum að vera að ganga út frá því, að hún sé sjúkdómur)." Eins sagði ég HÉRNA, sama dag: "... það er alveg rétt hjá þér, að "meðferð er veitt við ýmsu," ekki bara sjúkdómum. Til eru þeir erfiðleikar í samskiptahæfni og samskiptum fólks (t.d. hjóna, sem annars eru alveg heilbrigð, ósjúk) eða raskanir (disorders) í starfhæfi eða háttum og almennri vellíðan manna, að viðkomandi kjósi að fara í meðferð vegna viðkomandi erfiðleika eða röskunar. Ég held þú fáir ekki þerapista almennt, hjónabandsráðgjafa né jafnvel geðlækna til að skrifa upp á það hjá þér, að allir, sem til þeirra koma í meðferð, séu annaðhvort sjúkir/veikir/lasnir, slasaðir eða haldnir fíkn. Og ég hef ekki haldið því fram, að samkynhneigðir séu sjúkir, þótt ég viti, að sumir þeirra hafa farið í meðferð og fengið bót á því, sem þeir vildu bæta hjá sér."
Getur þetta verið ljósara?
Jón Valur Jensson, 17.12.2006 kl. 03:05
Það er satt ég er búinn að gefast upp til sönnunnar vitna ég hér í Jón Val: 1.Orðið í gæsalöppunum, "læknanleg", hvar stendur það í mínum málflutningi á mínum vefsíðum? Hvergi!
2."en verð ennfremur að bæta því við, að það eru engar bábiljur trúarofstækismanna, að hægt sé að "lækna" samkynhneigð"
3.Hópmeðferð (skv. Jones og Yarhouse, s. 131):
Þáttt. x árangurs-% = fjöldi læknaðra; meðferðartegund; (birt.ár)
(leturbreiting mín)
Eins og lesendur geta séð greinilega (ef einhverjir eru) er hvergi í síðustu tveim tilvitnunum minnst á "lækningu" hvergi.
Eina skilyrðið sem maður þarf að uppfylla þessa sýn er að maður þarf að vera fífl og það er Jón Valur Jensson. Maður sem hefur notið Háskólamenntunnar á kostnað þjóðar sinnar og heldur því fram að samkynhneigð sé "læknanleg" og heldur því síðan fram að hafa aldrei sagt það er fífl, Reyndar nægjir að halda hinu fyrra fram til að vera fífl. Fífl eru mismunandi en alltaf aðhlátursefni. Baggalútur heldur úti vefsíðu þar sem þeir fíflast með góðum árangri stundum tekst þeim að gera aðra að fíflum en þeir eru sérstaklega í þessu til að vera fífl.
Ég mun ekki frekar reyna á gestrisni síðueiganda.
Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 12:29
Ánægjuleg er þessi lokatilkynning hins orðbráða KSK. En ég var að líta á þetta og sé vel mistök mín, sem hann tilgreinir í atriði nr. 3, þ.e. yfirskrift yfir lista í vefgrein eftir mig. Ég hef nú leiðrétt þá yfirskrift, svo að hún móðgi engan og misskiljist ekki lengur, og bætt við þessari nótu þar undir: "Viðauki 16.12. 2006: Hef lagað þarna eitt orð. Í stað orðanna: "fjöldi læknaðra" (sem ég notaði, þar sem ég hafði ekkert eðlilegt né þjált orð tiltækt, nógu stutt til að komast í yfirskrift listans) hef ég nú sett hið óvenjulega hugtak "fjöldi batafólks," en þótt það leiki mönnum ekki á tungu, er það skárra en ekkert. Með orðinu "læknaðra" var ekki í raun átt við læknisfræðilegt hugtak, heldur bót á því, sem til stóð að bæta. Sjá víða annars staðar orð mín, þar sem ég mæli gegn því að skilgreina samkynhneigð sem sjúkdóm, bendi á, að kristnar frumheimildir gera það ekki og tala heldur ekki um hana sem "læknanlega".
Ég ætla ekki að velta mér upp úr bræðikasti KSK þarna undir lokin, hef fullan skilning á því, að hann kunni að vera tapsár eftir umræðu okkar um helförina og nazismann, Ísraelmenn og Palestínu-Araba. En varðandi atriði nr. 2 (sem hann slítur úr samhengi) í þessu innleggi hans verð ég að benda á, að þar var áherzla mín á það (andstætt leiðarahöf. Mbl.) að fullyrðingar um samkynhneigð sem "læknanlega" (ergo sem "veiki") séu ekki upp komnar hjá neinum trúarofstækismönnum. Stenzt það? Já, því að sú fullyrðing er alls ekki hluti hins kristna, biblíulega arfs, heldur er upptakanna að þessu áliti að leita hjá vissum sálfræðingum og geðlæknum, sem komu samkynhneigð um alllangan tíma á sjúkdómalista. KSK er velkomið að vera ósammála þeim, ég skil hann vel, þótt hann sé auðvitað enginn sérfræðingur eða dómbær á þessi efni. Sjálfur hallast ég helzt að tví- eða margþættum orsökum samkynhneigðar, og eru "veikindi" (hvað þá "smit") ekki þeirra á meðal.
Jón Valur Jensson, 17.12.2006 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.