Áttræð Bond-stelpa ræður íslenskum skuldurum heilt

Honor Blackman var Bond-stúlka í Goldfinger og hefur eitt um áttrætt. Hún er í viðtali við Daily Telegraph í föstum dálki um frægð og fjármál og gjörla má lesa að hún hefur marga fjöruna sopið. Eitt ráð hennar á einkar vel við þann minnihluta íslenskra heimila sem er með allt niðrum sig í fjármálum.

Hún hefur þetta að segja: Ekki kenna bankanum um ef þú hefur tekið of stór lán. Maður ber ábyrgð á eigin fjármálum og þótt bankinn vilji ólmur lána verður maður sjálfur að meta hvað fjárhagurinn stendur undir stóru láni.

Hér er viðtalið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta erso sem rétt að því leyti sem það nær en hver ber ábyrgð á skuldum þegar logið er um forsendurnar? Bankarnir vissu allir með tölu að þeir færu á hausinn en ráðlögðu samt almenningi að taka lán í erlendri mynt!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Og þetta á líka við um fyrirtæki, og stjórnendur þeirra, sem eru á rassgatinu vegna yfirgengilegrar græðgi í "ódýrt" lánsfé!

Auðun Gíslason, 11.6.2009 kl. 20:35

3 identicon

Er rétt við berum sjálf ábyrgð á okkur og ef við kaupum hlut án þess að eiga fyrir honum og taka lá sem við getum ekki borgað þá sitjum við í súpunni.Hinsvegar verður að taka með í reikninginn gengisláninn þeir sem tóku þau og gengið hækkaði og hækkaði því fólki verður að hjálpa,það er eitthvað sem ekki var fyrirsjáanlegt.Geri greinarmun á neysluláni og húsnæðisláni verður að hjálpa fólki með þau en fólk sem keypti dýra Jeppa og flatsjái án þess að eiga fyrir því og taka lán er allt annað.Sá sem þetta ritar hefur aldrei nema einu sinni tekið lán fyrir bifreið eða öðrum lúxusvörum hefur frekar sleppt því og keyrt á gömlum bíl í stað þess að taka dýr lán.Var sagður ekki maður með mönnum að gera það ekki þrátt fyrir gylliboð frá bönkum.

sæi (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband