Fimmtudagur, 11. júní 2009
Illa gerðir Íslendingar
Hégómi, undirferli, aulaháttur og svik eru samofin útrásinni. Íslenskri kaupsýslumenn eru fjarska margir illa gerðir einstaklingar og yfirleitt verri sem þeir eru efnaðri. Ein deild kaupsýslumanna, Félag íslenskra stórkaupmanna, snaraði út fyrir heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag til að krefjast hraðferðar inn í Evrópusambandið.
Í þriðju línu er bein lygi: Breið samstaða er á Alþingi um aðildarviðræður við ESB, segir þar. Rétt er að einn flokkur þingmanna, Samfylkingin, hefur verulegan áhuga á inngöngu, aðrir minni en þorri þingheims hefur engan áhuga á aðild að Evrópusambandinu og endurspeglar þar þjóðarvilja.
Ómerkingarnar sem skrifuðu auglýsinguna koma upp um sitt rétta eðli þegar þeir skrifa að nú þurfi Persónulega sannfæringu og drengskap. Sá sem vill heita drengskaparmaður heldur orð sín. Þingmenn sem kosnir voru út á stefnuskrá um að Íslandi væri betur borgið utan ESB en innan verða lítilmenni ef þeir ganga bak orða sinna.
Útrásin og hrunið voru í boði íslenskra kaupsýslumanna. Eigum við í ofanálag að leyfa þeim að framselja um varanlega framtíð fullveldi þjóðarinnar og forræði eigin mála?
Athugasemdir
Öllu skal fórnað svo ballið getið haldið áfram hjá ákveðnum fámennum hópi einstaklinga hér á landi, nú fullveldi og lýðræði landsmanna.
Hjörtur J. Guðmundsson, 11.6.2009 kl. 09:04
Gott innlegg. Hvar finnum við nýja og heiðarlega Íslendinga sem geta rekið og stjórnað íslensku atvinnulífi? Eigum við að færa öll stærstu fyrirtæki yfir til ríkisins?
Hvaðan koma þessi ótuktans gildi sem hafa eitrað allt og alla sem eru í atvinnurekstri? Má maður spyrja hvort skólar landsins eigi einhvern þátt í þessu eða kemur þetta bara með kranavatninu?
Andri Geir Arinbjarnarson, 11.6.2009 kl. 10:39
Ef velja þyrfti á milli hagsmuna útflytjenda eða innflytjenda þarf ekki hugsa sig lengi um. Útflytjendur skapa gjaldeyri, hinir eyða honum.
Hjörtur J. Guðmundsson, 11.6.2009 kl. 10:39
Vel skrifuð og þörf orð!
Baldur Gautur Baldursson, 11.6.2009 kl. 13:26
þetta er nú meira helvítis kellingatuðið í ykkur.
Páll Blöndal, 11.6.2009 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.