Miðvikudagur, 10. júní 2009
Spjallað um spillingu
Bæjarstjórinn í Kópavogi vill viðræðunefnd þar sem rætt verður hvort ekki sé allt í sóma að veita tugum milljóna króna yfir langt árabil til fyrirtækis dóttur bæjarstjórans. Ef allt væri með felldu í íslensku samfélagi mætti líta á málið sem einkabrandara Kópavogsbúa. En óvart erum við í djúpum spillingarskít sem þýðir að ekki gilda nein vettlingatök þegar menn verða uppvísir að misnotkun almannafjár.
Gunnar I. er sekur eins og syndin og verður að víkja.
Leggur til að skipuð verði viðræðunefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gaurinn er algerlega siðlaus með öllu... þeir sem vinna með þessum manni eru samsekir.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 21:17
Ég las þessa skýrslu Deloitte og varð fyrir ákveðnum vonbrigðum. Það vekur athygli mína að fjölmiðlamenn virðist ekki skipta það nokkru máli að endurskoðunarfyrirtækið telji að um lög hafi hugsanlega verið brotin og vísar þá í ákveðin lög, sem síðar kemur í ljós að eiga ekki við um sveitarfélög. Þessi villa í skýrslunni benda nú ekki til þess að vel hafi verið að henni staðið og er álitshnekkir fyrir endurskoðunarfyrirtækið. Fleiri veilur koma fram í skýrslunni. Það læðist að manni sá grunur, að endurskoðunarfyrirtækið ætli sér verkefni fyrir sveitarfélagið næst þegar skipt verður um stjórn.
Hitt er annað mál að það er alltaf óheppilegt þegar tengsl eru innan fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við bæjarfélögin, við lykilmenn í stjórnkerfinu. Slíkt gefur alltaf tilefni til tortryggni.
Í Kópavogi eru einnig önnur mjög óheppileg tengsl, en í bæjarstjórn eru 3 bæjarstjórnarmenn einnig í lykilstöðum sem starfsmenn í sveitarfélaginu. Þeir hafa þannig eftirlit með sjálfum sér í bæjarstjórn. Tveir þessarra bæjarfulltrúa eru úr Samfylkingu og einn úr Sjálfstæðisflokki.
Sigurður Þorsteinsson, 10.6.2009 kl. 22:39
Gott að búa í Kópavogi?
Gott að búa á Íslandi?
Margrét Sigurðardóttir, 11.6.2009 kl. 00:06
Er samt ekki stóra frétt dagsins Eva Joly og hótanir hennar um að hætta afskiptum af rannsókninni á hruninu mikla? Hvernig skyldi standa á því? Eru bleiknefjar innan ríkisstjórnar að draga lappirnar? Hvað veldur þessum titringi? Hefur enginn áhuga á því? Getur það verið að tengsl Samfylkingar inn í stórveldi viðskiptanna séu svona sterk, Jón Ásgeir einhver?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.