Lettland hjálenda ESB

Lettland gæti fengið tilsjónarmann skipaðan af Evrópusambandinu fari svo að Brusselvaldið ákveði að bjarga landinu frá gjaldþroti. Hinn kosturinn er að Lettar fái að leyfa gengi latsins að fljóta, þ.e. lækka um tugi prósenta, en ESB hefur verið tregt til að veita leyfið vegna fordæmisins. Gjaldmiðill Letta er tengdur evru og Lettar eru dæmi um smáþjóð í Evrópusambandinu sem er undir járnhæl stórþjóðanna.

Leiðari í Times í dag dregur upp dökka mynd af framtíðarhorfum Lettlands.

Íslendingar hafa fengið tilsjónarmenn skipaða frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Munurinn á okkur og Lettum er að útlendir tilsjónarmenn Íslands munu hverfa til síns heima eftir fáein misseri en þeir tilsjónarmenn sem verða sendir frá Brussel til Lettlands verða þar um langa framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Helgason

Sæll Páll

Sjáðu hvernig er farið með þessa littlu þjóð.  Þeir meiga ekki fella gjalmiðilinn þar sem þá kemur slæmt fordæmi til annara þjóða.  Þeir verða því að skera niður fjárlög ríkisins og á sama tíma auka hagvöxt!!

Þeir geta ekki notað útfluttinginn eins og við til að auka hagvöxt heldur fara verða þeir að treysta á framleiðniaukningu og erl fjárfestingu til þess.

Þeirra helstu auðlyndir eru skógrækt en þeir eru háðir öðrum við orkuöflum.

Eina leiðinn fyrir þá er að skera niður laun heima fyrir en einstaklingarnir eru skuldsettir miðað við tekjur sem voru fyrir 2 árum.  Ég var þarna árið 2006 og þá var verið að byggja íbúðir fyrir 40 þús á fermetran en þær voru seldar á 60-80 þús fermetran.  Lægst laun voru 20 þús á mán en það voru verkamenn útá landi.  Laun embættismanna voru oft í kringum 80-100 þús.

 Hætt er við að bankarnir þarna hrynji en þeir eru flestir Sænskir.   Hvað gerist þá fyrir Svía og síðan önnur lönd þegar austur Evrópa fellur í kjölfarið?

 Ég vil meina að þessir dagar í dag séu upphaf að endalokum EUR.  Það breytir littu þó að þeir nái að skera niður.  Hagkerfið er of veikt og útfluttingur getur bara aukist að magni til að hagkerið jafni sig. Nema þá að Evran falli og landið flytji mikið til USA eða landa utan EUR.

Jón Þór Helgason, 11.6.2009 kl. 00:20

2 identicon

Blessaður Páll. Þegar menn eru með allt niður um sig eftir áralangt sukk og svínarí þá er ekkert að því að fá utanaðkomandi ( sem tengist sukkinu að litlu leyti) til að hreinsa til. Ég treysti útlendingunum mun betur til þess en okkur Íslendingum og ég held að flestir Íslendingar séu sammála því...

Guðbjartur (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 08:17

3 Smámynd: Jón Þór Helgason

Sæll Guðbjartur og Páll

 Og ætlar samfylkinginn að finna aðila fyrir okkur sem hreynsar til?

Útlendingar hreynsa til með taka auðlyndir okkar og síðan hreynsa þeir til.

Hvað sagði Karl Bilt? Aðild Íslands styrkjir Evrópusambandið í kröfu sinni á tilkall á norðurslóð?  Þannig að þeir ætla að nota okkar samningsstöðu til að moka í þessa hýt sem EU er.

Heldur þú virkilega að það komi menn á hvítum hestum ESB og bjargi okkur?  Ef svo er skaltu skoða sögu Frakka í Afríku, Breta á nýlenduárum sínum og Þjóðverja í síðari heimstyrjöld. og Það í kreppu sem enginn sér fyrir endan?

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 11.6.2009 kl. 08:44

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Guðbjartur, þér er auðvitað frjálst að hafa slæmt sjálfsálit en vinsamlegast ekki blanda þjóðinni í það.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.6.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband