Sviplausir samfylkingarsauðir

Blóðið rennur í þingmönnum Vinstri grænna og þeir láta vita þegar þeim er misboðið. Þingmenn Samfylkingarinnar eru aftur á móti sviplaus sauðahjörð. Geðleysi þingmanna Samfylkingar rímar við að þeir hafa ekkert til málanna að leggja. Samfylkingin hefur það eitt á stefnuskrá sinni að láta Evrópusambandið sjá um málin stór og smá.
mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

xD eiga að biðjast afsökunnar á þessu klúðri!..eða þegja!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.6.2009 kl. 20:23

2 identicon

Vil bara halda þér við efnið, auðvitað verðum við meðal evrópuþjóða og tökum upp alvöru gjaldmiðil !

Er ekki erfitt að sjá alltaf það versta í öðru fólki, en halda alltaf að maður sjálfur sé séní ?

JR (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 20:25

3 identicon

Já það er nokkuð til í þessu hjá þér Páll. Þegar óþægilegu málin koma upp eru Samfylkingin fljót að skríða ofan í holurnar sínar, forðast óþægilega umfjöllun. Við höfum séð þetta áður og er til skammar fyrir flokk sem vill láta taka sig alvarlega. Samfylkingin gegnur öll út á þetta, klækjastjórnmál! Eru í vari þegar illa árar en eru fyrstir til að berja sér á bringu þegar vel gengur.

Dr. Ó (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 21:10

4 identicon

Já já VG láta í vita af sér þegar þeim er misboðið, en sjáið bara til þeir samþyggja Icesave samninginn a.m.k. tryggja þeir að hann verður ekki felldur. Þeim líka betur að hafa völd þó þeir ráði ekki við það. Sjáið bara viðsnúning fjármálaráðherra (og fl.)

Biggi (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 21:27

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Skammist ykkar sjálfs.menn! Þið skilduð kkur hin eftir með þessa drullu og þennan icesaveskít! VAKNIÐ!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.6.2009 kl. 22:07

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það hefur vakið sérstaka athygli mína hversu margir fjölmiðlamenn falla í þann flokk sem Steingrímur Sigfússon kallaði elítuna, eða fjölmiðlaelítuna. Það á að gagna í ESB, en nánast án umfjöllunar. Menn eru dæmdir án umfjöllunar. Mér grunar tvær ástæður, miklar grynningar eða óstjórnleg leti að nýta heilann.

Sigurður Þorsteinsson, 9.6.2009 kl. 23:54

7 identicon

Anna, hverfur þetta mál við að einhver þagni? Aðrir en Samfylkingarfólkið sem tók þátt í þessu öllu saman leynt og ljóst.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 00:03

8 Smámynd: Jón Þór Helgason

Anna, þú hlýtur að vera stolt af Björgvini Sigurðssyni þegar bankarnir féllu? Ekki honum að kenna, hann var ekki í reykavík.

Hann var heima á Selfossi að taka slátur!!!

kv.

Jón Þór Helgason

Jón Þór Helgason, 11.6.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband