Mánudagur, 8. júní 2009
Ríkisstjórnin pakkar í vörn
Engir ađrir kostir voru í bođi, eru skilabođ ríkisstjórnarinnar vegna Icesave-samningana. Ef viđ gefum okkur, orđrćđunnar vegna, ađ ţetta sé rétt, vaknar spurningin hvers vegna var samningurinn kynntur rétt áđur en stjórnin ćtlar ađ opinbera sparnađartillögur sínar upp á 20 milljarđa króna? Ţolinmćđi sem stjórnin átti inni hjá ţjóđinni hefur gufađ upp á örskoti. Eins og máliđ blasir viđ verđur ţađ olía á eldinn ţegar tilkynnt verđur hvernig niđurskurđi og skattahćkkunum verđur deilt út.
Fyrir kosningar, ţegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur var starfsstjórn, stigu ráđherrar varla feilspor. Nú er eins og ráđherraliđiđ sé í samkeppni um hverjir geti klúđrađ sem mestu á skemmstum tíma.
Skýringar á stöđu stjórnarinnar liggja ađ einhverju marki í risavöxnum vanda eftir hrun. Sóknarfćri nýrrar ríkisstjórnar lágu í ţví ađ fá almenning í liđ međ sér í langan leiđangur. En til ţess ađ virkja velvild almennings varđ ríkisstjórnin ađ bjóđa upp á áćtlun, pólitíska dagskrá. Ţađ gerđi hún hins vegar ekki. Ţegar í stjórnarmyndunarviđrćđum fóru margir dagar í súginn viđ ađ ţrćta um stóra einskynsnýta máliđ, stefnuna í Evrópumálum, og niđurstađan varđ myllusteinn um stjórnarhálsinn.
Ríkisstjórnin kynnti sig til leiks sem norrćna velferđarstjórn sem er merkimiđi gćrdagsins. Fyrstu vikunum var sólundađ í ađgerđarleysi. Ţegar ađgerđarleysiđ var orđiđ pínlegt kom Iceave-máliđ eins og skrattinn úr sauđarleggnum. Verkfćlni varđ ađ handvömm loksins ţegar stjórnin ćtlađi ađ láta til sín taka.
Vörnin sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur ratar í jafn snemma og raun ber vitni veit á uppgjöf. Ađeins er óvissa hvort uppgjöfin verđur löng hrygla eđa snögg aftaka.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.