Afneitar Sjónvarpið Helförinni?

Alvarlegir gallar voru á frétt Sjónvarpsins í kvöld um Helfararráðstefnuna í Teheran í Íran sem stjórnvöld þarlend boðuðu gagngert til að afneita Helför Þjóðverja gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni.

Sjónvarpið meðhöndlaði fréttina eins og það væru áhöld um Helförina sem sögulega staðreynd. Á eftir umfjöllun um ráðstefnuna í Teheran sagði fréttamaðurinn ,,einnig var ráðsstefna í Berlín..." eins og viðurkenndir fræðimenn og viðurkennd söguleg þekking væri í einhverjum skilningi hliðstæða uppákomunnar í Teheran.

Fréttamaðurinn gaf afneitunarráðstefnunni virðuleikablæ með því að segja hana sótta af 70 fulltrúum frá 30 þjóðlöndum. Langt myndskeið sýndi franska bókmenntafræðiprófessorinn Robert Faurisson halda ræðu. Í Sjónvarpsfréttinni var þess í engu getið að hann er margdæmdur fyrir afneitun Helfararinnar, eins og kemur t.d. fram á fréttavef Der Spiegel.

Fyrir utan tilburði til að gera afneitun Helfararinnar hátt undir höfði fúskaði fréttamaðurinn með seinni heimsstyrjöldina, sagði hana hafa staðið frá 1933 - 1945, en hún stóð yfir 1939 til 1945.

Eina sem bjargaði Sjónvarpinu frá stórfelldu hneyksli var skýr og afdráttarlaus inngangur Elínar Hirst, sem var fréttaþulur, um að ráðstefnan í Teheran væri til að afneita þjóðarmorði á gyðingum í seinni heimsstyrjöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú að Elín hafi samið innganginn sjálf? Eða eru bara allir sjálfstæðismenn góðir. Sá sem samdi fréttina samdi auðvitað hinn skýra og afdráttarlausa inngang líka, þetta áttu að vita.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 22:36

2 identicon

Ég er sammála þér um þessa frétt. Mér fannst hún gróf móðgun við þær milljónir sem létu lífið í Helförinni. Það er hins vegar almennt mjög fróðlegt að sjá mismun á fréttum hér heima eða skoða fréttir erlendra fréttastofa, gildir þá einu hvort við lítum í austur eða vestur. Stundum fæ ég á tilfinninguna að ekki sé verið að fjalla um sama hlutinn.

Theodór Birgisson

Theodór Birgisson (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 23:43

3 identicon

mismunurinn á fréttum hér heima eða  fréttum erlendra fréttastofa er svo mikill að stundum efa ég að um sömu frétt sé að ræða,hvernig stendur á þessu? reyndar er ég allveg hætt að trúa fréttamennskunni hér heima og horfi því mikið til erlendra fréttastöðva. 

Sigríður (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 00:15

4 identicon

Þú ert þá líklega að tala um gæðaefni eins og Fox News og svona sem birtir hlutlausar og góðar fréttir? ?    Held að íslenskir sem og erlendir fjölmiðlar séu bara misgóðir og þú getur alveg fundið bæði vel unnar og slæmar fréttir á báðum stöðvum.     grasið er nefninlega ekki alltaf grænna... þó það geti vel verið það einstaka sinnum

yeboah (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 00:54

5 identicon

meinti stöðum ekki stöðvum hérna í næstsíðustu setningunni

yeboah (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 00:55

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég skil ekki af hverju þetta taboo. Ég hef engar forsendur til að efast um þessi meinta helför hafi átt sér stað, því miður. En hvað er að því að því að fjalla þetta mál eins og önnur frá öllum hliðum? Það er andstætt frjálsri hugsun  að lögbinda "sannleik". Nasistar og aðrir einræðissinnar eru yfirlýstir andstæðingar frjálsrar hugsunar. Páll Vilhjálmsson virðist vera sporgöngumaður þeirra að þessu leyti.

Sigurður Þórðarson, 12.12.2006 kl. 09:24

7 identicon

afneitar sjónvarpið helförinni, haha. Ég spyr þá, "afneita þú tjáningarfrelsinu?" Tjáningarfrelsi er ss bara e-ð sem þú og þeir sem hafa sömu áhugamál og skoðanir og þú megið hafa?

"Fyrir utan tilburði til að gera afneitun Helfararinnar hátt undir höfði fúskaði fréttamaðurinn með seinni heimsstyrjöldina, sagði hana hafa staðið frá 1933 - 1945, en hún stóð yfir 1939 til 1945."

málefnanlegt hjá þér, við sem þekkjum sögunna vitum það að Nasistar tóku við völdum í Þýskalandi 1933. Var það ekki stærsti aðdragandi seinni heimstyrjaldarinnar.

Leifur (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 11:03

8 identicon

Ég hef nú smá vott af skilningi með þeim þar semvestrænar þjóðir eins og Ísrael afneita stundum að hafa gert þeim eitthvað sem er nokkuð öruggt að þeir gerðu. Mér finnst það líka vera fáránlegt að banna fólki að afneita helförinni, hvað ef fólk vill meina að einhverjir ákveðnir hlutar af henni séu öðruvísi en við höfum haldið, er það líka bannað?

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 11:11

9 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Helförinn er söguleg staðreynd, því miður. 

En það er kannski hluti vandans að sagan er ekki alltaf skrifuð sannleikanum samkvæmt, og því er kanski eðlilegt að einhverjir séu tilbúnir til að reyna hrekja þessa staðreynd sem fólk upplifði á sínum tíma og lifði til að segja frá.

Eiður Ragnarsson, 12.12.2006 kl. 11:31

10 Smámynd: Snorri Bergz

Ég horfði á þessa frétt. Vissulega hefði mátt vinna hana betur, en gallinn er, að íslensk stjórnvöld hafa aldei viljað formlega séð láta ræði þessi mál hér, ólíkt því sem gerist t.d. í Skandinavíu, enda óþægilegt fyrir suma. Kannski var hér bara um þekkingarskort að ræða, ekki vísvitandi dónaskap? Enda fréttamenn sjónvarpsins, amk á síðustu misserum, ekki verið þekktir fyrir mikla þekkingu á sögu, hvað þá erlendri sögu. Þegar ég skilaði eitt ritgerð um  Ísland og helförina, hváði prófessorinn, sem er einn sá virtasti á þessu sviði í heiminum og svaraði: "Hvað vita Íslendingar um helförina"? Ég er farinn að hallast að því, að þessi spurning, sem féll ekki í frjóan jarðveg hjá mér þá, hafi átt við lög að mæla. Það sést t.d. best á bókakosti á Lbs. Hbs. um helförina og tengd mál. Ég fletti þessu upp fyrir nokkru og komst þá að því, að þetta stærsta fræðasafn landsins á c.a. þriðjung af því efni sem ég á persónulega...og þá taldi ég með allskonar bækur, sem fjalla aðeins óbeint eða að hluta til um helförina og skyld mál. Vandamálið held ég því að sé þekkingarskortur, ekki endilega afneitun á helförinni. Það myndi hin ágæta kona Katrín Pálsdóttir aldrei gera.

Snorri Bergz, 12.12.2006 kl. 12:02

11 identicon

Eflaust hefur fréttamaður gert ráð fyrir því að almennt væri fólk ekki að efast um að helförin hafi átt sér stað og því ekki verið að eyða tíma í að fara í þá sauma.
Persónulega finnst mér alvarlegra að vestrænar þjóðir skuli vera með í lögum ákvæði um hvaða skoðun fólki beri hafa um þessi mál.  Gersamlega til skammar.

ish (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 16:26

12 identicon

Ég heyrði þessa frétt lauslega og mér heyrðist fréttamaður segja að morðin á gyðingum hefðu farið fram á tímabilinu 1933 til 1945, ekki að heimstyrjöldin sjálf hefði verið á þeim tíma. Ofsóknir Nasista á gyðingum voru byrjaðar áður en heimstyrjöldin hófst. Hitt er svo það að þó ég efist ekki augnablik um að helförin hafi átt sér stað þá finnst mér að öðrum sé heimilt að halda fram öðrum skoðunum sínum. Ef okkur hinum tekst ekki að halda uppi rökum gegn þeim þá eru okkar skoðanir ekki byggðar á traustum grunni. Ef fara á út í að banna mönnum að hafa aðrar skoðani þá eru margar aðrar skoðanir sem ég vildi einnig sjá bannaðar s.s. að Vinstri grænir séu góður flokkur eða að fótbolti sé skemmtileg íþrótt. Punturinn minn er sá að ef banna á skoðanir hvar á þá að stoppa.

gbirg (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband