Hæpið að reka Pardew

Rökin fyrir því að Eggert og Björgólfur ráku Pardew þjálfara West Ham eru hæpin og gætu komið þeim í koll.

Pardew skilaði fínu tímabili í fyrra og byrjaði vel í ár. Þegar fjölmiðlasirkusinn fór af stað í kringum Argentínumennina tvo sem komu til West Ham datt liðið úr gír. Vikurnar sem tók að klára yfirtöku Eggerts og Björgólfs bættu heldur ekki úr skák.

Áhættan sem þeir félagar taka er að skili nýi framkvæmdastjórinn ekki stigum strax mun andúð stuðningsmannanna beinast að nýju eigendunum. (Maður trúir ekki öðru en að nýr framkvæmdastjóri sé þegar búinn að gefa munnlegt samþykki þótt ekki hafi verið skrifað undir).

Eggert þarf líka að læra að vera ábyrgur stjórnarformaður. Það gengur ekki að hann fórni í sífellu höndum upp í stúku þegar illa gengur á vellinum eins og hann gerði í leiknum á móti Everton. Stjórnarformaðurinn á að vera háttvísin og yfirvegunin uppmáluð, jafnvel þó hann hugsi þjálfaranum þegjandi þörfina.


mbl.is Pardew segist stoltur af störfum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með betri starfsferilsskrá?? þú vilt sem sé meinar að það sé bara alltaf best að reka þjálfarann sinn ef annar með betri starfsferilsskrá býðst.... lýsandi fyrir fólk sem kannski hefur ekki alveg besta skynbragðið á íþróttina.... það hvort hann hafi átt að sýna tilfinningar svona ætla ég ekki að segja til um ...... en ég er bara ansi langt frá því að vera vissu um að sven goran mundi ná einhverjum árangri með þetta lið.... þá held ég nú að það sé betra að ráða eins og þeir virðast vera að gera Alan Curbishley.... svo ef við förum bara út í það þá hefur Pardew bara alls ekki slæmt record ...... en já bottom line það er hæpið að það sé gott að reka þjálfarann sinn og ráða annan bara útaf recordinu...

P.S. er alls ekki viss um að það hafi verið rangt að segja upp Pardew þrátt fyrir það 

Yeboah (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 19:02

2 identicon

Já þvílikur og annar eins árangur með England .... en jájá ef þú lest greinina var ég ekkert að mikla árangurs Pardew sérstaklega bara svona að benda á að hann væri ekkert með slakt record og þá ekki heldur að draga úr Sven Goran, þó hann sé ekki í uppáhaldi kannski hjá mér. 

Aftur á móti er mín athugasemd sú að það ber ekki vott um mikið skynbragð á knattspyrnu að halda því fram að það sé sjálfgefið að gott sé að skipta um mann í brúnni eingöngu vegna þess að þeir hafi betri árangur á bakinu(og þá jafnvel hæpið)... en þar sem þú ert sammála hvað það varðar þá er ég alveg sáttur.... 

Til gamans má svo benda á að ransóknir sýna frammá að það skilar sér betur í fyrstu 4 leikjunum að skipta um mann í brúnni þegar illa gengur en verr þegar litið er til lengri tíma, og þá er að sjálfsögðu talað um meðaltal, eflaust hægt að finna einstök dæmi til varnar því að reka stjórann eins og t.d. Morinho eða þegar gullit var rekinn , enda einn sá slakasti þar á ferð (maðurinn sem vill spila sexy football )

En svo þó ég sjái ekki að það skipti einhverjum gífurlegu máli þá já vinn ég við fótbolta. 

yeboah (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 20:01

3 identicon

Alan Curbishley er búinn að semja við West Ham united og verður það tilkynnt innan skamms. Mér finnst þetta mjög sérkennilega skrifuð grein og bera vott um fáfræði. West Ham er ekki í góðum málum og stuðningsmenn vilja breytingar. Pards hefur náð frábærum árangri með West Ham en hann hefur misst stuðning leikmanna og það stóð alltaf til að hann færi ekki nema að til kraftaverka kæmi. Curbishley þekkir West Ham út og inn og hefur sannað sig hjá Charlton. Innan stjórnar West Ham eru menn sem vita hvað þeir eru að gera og eru nokkrir miklir stuðningsmenn liðsins þannig að eigum við ekki að treysta þeim fyrir þessu líka þar sem þeir eru að setja tugi milljarða í þetta.

B. (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 20:55

4 identicon

 ,,Innan stjórnar West Ham eru menn sem vita hvað þeir eru að gera og eru nokkrir miklir stuðningsmenn liðsins þannig að eigum við ekki að treysta þeim fyrir þessu líka þar sem þeir eru að setja tugi milljarða í þetta."

 Ég get nú leyft mér að efast um að þessir menn viti eitthvað meira um hvað þeir eru að gera eða haldi meira með sínu liði heldur enn stjórnarmenn annarra liða....samt falla nú einhver lið, ráða slaka þjálfara, kaupa ranga leikmenn og annað slíkt.

Bendi ég á að þó svo að tími Pardew hafi e.t.v. verið kominn afsakar það nú varla að þessir félagar sögðust styðja við bak hans fyrir u.þ.b 2vikum og reka hann svo núna... Þeir hefðu betur sleppt því að vera með einhverjar svona yfirlýsingar ef það var alltaf á dagskrá að reka manninn...

Alan er að mínu mati góður kostur og ef einhver ætti að geta náð árangri með þetta lið þá er hann einn af fáum... aftur á móti setur þetta gífurlega pressu á Íslendingana að ná þá árangri með þessum stjóraskiptum 

yeboah (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 21:32

5 identicon

Allt tal um að Pardew hafi náð einhverjum árangri með West Ham skipta bara ekki máli í dag.  Liðið er í fall sæti með 14 stig eftir 17 leiki.  Jafnframt er það ein sú mesta vitleysa sem ég hef heyrt þegar menn minnast á Argentínumennina og kenna þeim um leikur liðsins hafi hrunið eftir að þeir komu.  Það sem var búið að gerast þegar þeir komu var að West ham var búði að spila 3 leiki, vinna einn, gera einn jafntefli og tapa einum.  En þannig er ekki öll sagan sögð, þar sem liðin sem þeir voru einmitt búinn að ná stigum af voru einmitt liðin sem eru í dag fyrir neðan þá í töflunni.  Þannig bæði þeir sem segja það hér og síðan íþróttafréttaritarar á amk 365 hafa ekki unnið heimavinnuna sína þegar þeir segja þetta.  Í kjölfarið á þessum leikjum gerðu þeir síðan jafntefli við Aston Villa, sem einmitt voru á þeim tíma að reka David O´Leary.  Sjáið hvað það hefur gert fyrir Aston Villa, eru í 8. sæti.

West Ham er að fara inn í mikilvægasta kafla tímabilsins, jólin, þegar margir leikir eru spilaðir á stuttum tíma.  Það er ljóst að liðið er í rúst og hefur ekki skorað mark í 12 klukkustundir á útivelli. 

Guð forði West Ham frá því að taka Sven Göran, hann hefur ekki prófil fyrir West Ham.  Líklegast þykir að Alan Curbishley taki við félaginu og er þar kominn maður með sögu hjá félaginu.  Hann lék með West Ham á árum áður og tengdur félaginu.  Curb náði ótrúlegum árangri með handónýtt Charlton lið, sem sést best á árangri Charlton í ár.  Má reyndar ekki skrifa það allt á hann. 

Þeir Eggert og Björgólfur hafa sett mikla peninga í félagið og hafa því ekki efni á að fara niður, svo það var ljóst að það þurfti að bregðast við.  Ef nýr stjóri nær að stilla strengi liðsins er líklegt að fall kandítatar í ár verði Watford, Charlton og Sheffield United en ekki West Ham.  Ég ætla amk að vona að það verði ekki West Ham.

nono (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 22:03

6 identicon

Argentínumönnunum er ekki kennt um það er einfaldlega bent á að síðan að þeir komu hefur allt gengið á afturfótunum, svo geta menn bara dregið sínar ályktanir útfrá því. Það er kannski vitleysa að alhæfa að það sé að einhverju leyti þeim að kenna en að varpa þeirri spurningu fram er alls ekki vitleysa þar sem margt bendir til þess að sá andi sem virtist amk koma West Ham langt í fyrra virtist dáinn eftir fíaskóið í kringum þá tvo.

 Tal um að Pardew hafi staðið sig vel til þessa hjá félaginu gefur óneitanlega til kynna að hann hafi amk á vissum tímapunkti náð einhverju útúr liðinu og þá er hægt að spurja hvað hefur breyst frá þeim tíma og afhverju er þetta ekki að ganga lengur ? 

  og svo að lokum þá leit liðið bara betur út áður en þeir komu, og 1-1-1 úr fyrstu 3 leikjunum , held að West Ham menn mundu ekki neita álíka tölfræði núna ...4-2-11 :)  og já tapið var 1-2 tap á útivelli gegn Liverpool ... held svo að Boro og Wigan gætu lent í fallbaráttu basli

P.S. ég vona líka að West Ham haldi sér uppi 

yeboah (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband