Mánudagur, 1. júní 2009
Krugman, kreppan og Framsókn
Rætur kreppunnar á Vesturlöndum liggja í stjórnartíð Ronalds Reagans í Bandaríkjunum í byrjun níunda áratugsins, samkvæmt nóbelsverðlaunahafanum Paul Krugman. Í pistli í New York Times rifjar Krugman upp breytingar sem Reagan stóð fyrir á fjármálalöggjöf er auðveldaði brask og ruddi úr vegi hindrunum og opinberu eftirliti sem fjármálastarfsemi var sett undir í kjölfar heimskreppunnar á fjórða áratugnum.
Frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins var skilgetið afkvæmi Reagans og Thatchers hinu megin við sundið. Ein málsgrein í pistlinum rifjar upp hlutdeild annarra stjórnmálaflokka í gullkálfadansinum. Krugman skrifar
But there was also a longer-term effect. Reagan-era legislative changes essentially ended New Deal restrictions on mortgage lending - restrictions that, in particular, limited the ability of families to buy homes without putting a significant amount of money down.
These restrictions were put in place in the 1930s by political leaders who had just experienced a terrible financial crisis, and were trying to prevent another. But by 1980 the memory of the Depression had faded. Government, declared Reagan, is the problem, not the solution; the magic of the marketplace must be set free. And so the precautionary rules were scrapped.
Hér á Íslandi bauð Framsóknarflokkurinn 90 prósent húsnæðislán og gerði að meginloforði í kosningabaráttunni 2003. Framsóknaflokkurinn er löngum þefvís á loforð sem gefa atkvæði og las rétt í spilin. Fólk var tilbúið að slá til og taka meiri lán en áður, í trausti þess að hækkandi eignaverð myndi réttlæta djarfar lántökur. Spilavítishugsunarhátturinn fékk snöggan endi í október 2008. Höfum við heyrt afsökunarbeiðni frá þeim sem héldu vitleysunni að fólki?
Athugasemdir
Reagan er vanmetinn. Hann gerði svo margt annað en að hræra í reglugerðapottum. Hann lyfti drunga og þunglyndi af þjóð sinni með jákvæðari nálgun og bjartsýni. Við finnum það sjálf á eigin skinni hversu hamlandi afl svartsýni er. Frumkvæðissorturinn er áþreifanlegur og ríkisforsjáin felst ekki síst í því að öllu er stillt upp við vegg hárra vaxta og óljósrar efnahagsstefnu. Hlutverk leiðtoga sem slær taktinn og blæs bjartsýni í brjóst þjóðarinnar er miklu mikilvægara en drunga-nálgun núverandi ráðamanna. Reagan kunni þetta....er einhver á sviðinu hjá okkur sem kann þetta ?
Haraldur Baldursson, 2.6.2009 kl. 08:39
Eins og þú ert nú ágætur Páll þá trúi ég vart mínum eigin augum þegar þú berð á torg 90% klisjuna rétt einu sinni.
Allir sem vilja vita, vita að Íbúðalánasjóður hafði hækkað hámarkslán sín í litlar 9,7 milljónir og gerði kröfu um raunveruleg kaup (ekki bara veðhæfni) að ekki sé talað um viðmið við brunabótamat (sem skilaði 40-50% lánum á höfuðborgarsvæðinu!)þegar bankarnir ruddust inn á markaðinn sumarið 2004 og buðu meira en 100% lán upp á a.m.k. tugi milljóna. Þar voru viðmiðin við markaðsverð og eingöngu gerð krafa um veðhæfni. Tilgangurinn var að koma sjóðnum fyrir kattarnef. Þeir höfðu í hyggju að eignast hlutdeild í öllum heimilum í landinu nefnilega og auka völd sín og tekjur með þeim hætti. Ég held að það megi þakka fyrir að þeim tókst það ekki og það voru ekki síst Framsóknarmenn sem stóðu vörð um það. Þess utan var ekki ætlunin að hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs nema efnahagsaðstæður leyfðu.Þær fyrirætlanir náðu aldrei fram að ganga því "markaðurinn" tók heldur betur við sér og náði sér í lán hjá bönkunum sem dældu, að því er virðist takmarkalaust, fjármagni inn á fasteignamarkaðinn með hörmulegum afleiðingum sem við súpum seyðið af í dag. Að ekki sé minnst á að mörg bankalánanna eru með endurskoðunarákvæði á vexti sem tekur fljótlega gildi. Þá verður fróðlegt að sjá hvað ríkisbankarnir gera!
Vegna þessarra staðreynda er ég mjög undrandi að sjá þessi skrif þín hér og velti fyrir mér hvað býr að baki?Helga Sigrún Harðardóttir, 2.6.2009 kl. 13:53
Sæl Helga Sigrún, ég er ekki framsóknarmaður og þess vegna býr ekkert annað að baki þessari færslu en að vekja athygli á Krugman, kreppunni og yfirboði Framsóknarsóknarflokksins í húsnæðislánum.
Páll Vilhjálmsson, 2.6.2009 kl. 21:56
Þér er ekki viðbjargandi Páll, er það?
Helga Sigrún Harðardóttir, 2.6.2009 kl. 22:43
Tja, Helga Sigrún, frá hverju?
Páll Vilhjálmsson, 2.6.2009 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.