Svikalogn Jóhönnu Sig.

Meðbyr ríkisstjórnarinnar var mældur áður en tilkynnt var um skattahækkanir og umræða var ekki hafin þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þjóðin er þess meðvituð að hrunið leiðir til versnandi lífskjara og er án efa tilbúin að fallast á hækkandi skatta og auknar álögur.

Þjóðin verður aftur ekki ýkja ánægð ef ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kemur sér ekki að því síðsumars eða í haust að útskýra hvert hún stefnir og leggi fram trúverðuga áætlun um það hvernig við vinnum okkur úr vandanum.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. mun ekki geta lagt fram slíka áætlun á meðan annar ríkisstjórnarflokkurinn heldur fast í þá stefnu sína að afsala fullveldi og forræði þjóðarinnar til embættismanna í Brussel. Svo einfalt er það.


mbl.is Stuðningur við stjórnina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vilhjálmur hluti vandans er að fólk skilur ekki að það verður ekki allt skrifað á bankahrunið. Skuldarar hafa verið hlunnfarnir í áraraðir með útreikningum sem huldir eru almenningi.

Af einhverri furðulegri ástæðu hefur enginn séð sér fært að gera samanburðarútreikninga á annars vegar íslensku leiðinni og hins vegar "eðlilegu" leiðinni. Hægt væri að sýna t.d. fram á hverju hefur verið stolið af skuldara 10 milljóna á tíu árum.

Meðan ríkisstjórnin heldur uppteknum hætti við þessa eignarupptöku af almenningi gef ég ekki mikið fyrir hana.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.6.2009 kl. 21:21

2 identicon

Frábært´commnet´frá Jakobínu sem oftar.  Fólkið verður og þarf að vita hversu miklu hefur verið stolið af því í, falið í óeðlilegum og ruddalegum skuldahækkunum.  Nákvæmlega hvað þýfið er nú orðið stórt í milljónum.

EE elle (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 21:28

3 identicon

þetta er eina haldreipi Samfylkingarinnar, þ.e. að sækja inn í ESB. Þessi flokkur hefur ekki neina aðra stefnu en þá að sækja inn í evrópu. Með því á allt að lagast hérna heima.

Þessi flokkur er ekki með neinar aðrar lausni og vantar hugmyndaauðgi til að takast á við efnahagsvanda okkar.  Þeir þora ekki að segja þjóðinni frá þessu og því reyna þau að flýta sér sem mest með þessa aðildarumsókn sína, til þess að geta sagt fólki að bjargræðið sé á leiðinni þ.e. um leið og sendinefndin leggur á stað til Brussel. Þá þarf þjóðin einungis að bíða eftir björguninni. 

Mest er ég hissa á að hinn stjórnarflokkurinn láti glepjast með í þessu ferðalagi.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 21:55

4 identicon

Já, tek undir það.  Mest er ég hissa á Steingrími J.  Hvað getur lagast núna við að fara í Evrópu?  Við erum niðri í holu og þeir geta ekkert bjargað okkur neitt.

EE elle (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 22:03

5 identicon

Rétt er thad ad spillingarflokkurinn og framsókn eru glaepaflokkar sem eiga ekki ad koma nálaegt völdum.  En hvad er haegt ad segja um S og VG hvad vardar kvótakerfid?

Thad sem S og VG aetla ad gera vid glaepakerfid er 5% árleg fyrning!   Thetta ER HREINN GLAEPUR!   AD LOSA SIG EKKI VID THETTA GLAEPAKERFI STRAX SÝNIR AD S OG VG ERU NÁKVAEMLEGA JAFN SPILLTIR FLOKKAR OG SPILLINGARFLOKKURINN OG SPILLTA FRAMSÓKN HVAD VARDAR KVÓTAKERFID A.M.K.

Thessi ríkistjórn í ljósi ofannefnds á ekki skilid thann studning sem hún faer.  THAD SEM THARF AD GERA ER AD KASTA ÖLLU FÓLKI ÚT ÚR ALTHINGISHÚSINU SEM EKKI VILL AFNEMA KVÓTAKERFID STRAX OG SETJA INN FÓLK SEM BÚID AD FÁ NÓG AF SPILLINGUNNI. 

EINUNGIS KRÖFTUG GÖTUMÓTMAELI MED THÚSUNDUM THEGNA MUN KOMA THESSU Í GEGN.  NÝJAR KOSNINGAR STRAX!

Kakó (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband