Bernsk aðildarrök

Íslenskir aðildarsinnar að Evrópusambandinu tefla fram ýmsum rökum. Sum spretta af vantrú; við getum ekki séð um okkur sjálf, sjáið bara hrunið o.s.frv. Önnur eru mörkuð oftrú; við göngum í ESB og breytum sjávarútvegsstefnunni innan frá. Glýjurökin eru þriðja útgáfan; ESB er svo stórmerkilegt fyrirbæri í veraldarsögunni að við verðum að ganga inn. Árni Snævarr, smurður Brusselagent Samtaka iðnaðarins, færi glýjurökin í þennan búning:

Það tala mjög fáir um andstöðu við aðild að ESB í aðildarríkjunum. Það er dálítið eins að segjst vera á móti fjármálum, manni getur verið uppsigað við magt í fjármálakerfinu en það er þýðingarlaust að vera á móti fjármálakerfinu og sama gildir um ESB. ESB er staðreynd.
Við getum ekki einu sinni selt fisk til Rússlands án þess að ESB komið við sögu.

Samkvæmt Árna og skoðanabræðrum eru þeir ofstækismenn sem vilja standa fyrir utan dýrðarríki Evrópusambandsins. Fyrri dýrðarríki álfunnar, bæði í vestri og austri, beittu sömu rökum þegar sérviskuþjóðir vildu halda sjálfstæði og forræði eigin mála. Og alltaf eru til menn eins og Árni Snævarr að vísa okkur veginn að framtíðarríkinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þegar menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé fáránlegt að gagnrýna eitthvað og að þeir hafi höndlað einhvern einn endanlegan sannleika, hversu langt er þar til slík gagnrýni verður beinlínis bönnuð?

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.6.2009 kl. 14:10

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson


Euro-court outlaws criticism of EU
 
By Ambrose Evans-Pritchard in Brussels
Last Updated: 3:10PM BST 05 Jul 2001

THE European Court of Justice ruled yesterday that the European Union can lawfully suppress political criticism of its institutions and of leading figures, sweeping aside English Common Law and 50 years of European precedents on civil liberties.

The EU's top court found that the European Commission was entitled to sack Bernard Connolly, a British economist dismissed in 1995 for writing a critique of European monetary integration entitled The Rotten Heart of Europe.

The ruling stated that the commission could restrict dissent in order to "protect the rights of others" and punish individuals who "damaged the institution's image and reputation". The case has wider implications for free speech that could extend to EU citizens who do not work for the Brussels bureaucracy.

http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/1325398/Euro-court-outlaws-criticism-of-EU.html

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.6.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

ESB er stórkostlegt stöðugleika samband þar sem eru settar alsherjarreglur um hvaðeina sem er bara öryggisnet fyrir lifið og tilveruna,Bæði hvað snertir fjölskyldur og atvinnulíf.Þeir sem berjast gegni þ´vi að við munum eiga betra líf eru ekki að stíga í vitið.Þeir eru afturhaldsmenn sem enga sýn hafa á framtíð mannkynsins.

Árni Björn Guðjónsson, 1.6.2009 kl. 18:28

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Svokallaður stöðugleiki Evrópusambandsins heitir réttu nafni stöðnun. Ef þér þykir það glæsileg framtíðarsýn fyrir mannkynið og telur þá afturhaldsmenn sem ekki deila þeirri skoðun þinni þá verð ég víst að heita það

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.6.2009 kl. 18:53

5 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

það er miklu meiri stöðnum á íslandi en í evrópu. Atvinnuleysi er aðeins 2.8% í Hollandi.Eg sagði mig í Vg vegna dánalegs málflutnings um ESB. Mikil ósannindi á ferð þar.

Árni Björn Guðjónsson, 1.6.2009 kl. 19:57

6 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Verðbólga var mest í evropu á íslandi á síðasta ári 12.8% næst var Bulgaria með 12% Óstjórn afturhaldsmanna her hefur eyðilagt efnahag íslensku þjóðarinnar. ekki virðist vera hægt að draga þessa menn  til abyrgðar þó sumir haldi þvi fram að her hafi verið um landráð að ræða.Hversvegna er alltaf verið að verja þá her.

Árni Björn Guðjónsson, 1.6.2009 kl. 20:16

7 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Afsakið eg sagði mig úr VG vegna dónalegra ummæla um ESB.

Árni Björn Guðjónsson, 1.6.2009 kl. 23:20

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Já, það er eins gott að vera ekki dónalegur við Evrópusambandið

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.6.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband