Heimilin, fyrirtækin og þingsályktunin

Ríkisstjórnin veðjar á að þjóðin telji brýnast að send verði inn aðildarumsókn til Evrópusambandsins. Ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur er sannfært um að vandi heimila og fyrirtækja landsins sé svo léttvægur að ryðja megi þeim málefnum úr vegi til að þingsályktun um aðild Íslands að Evrópusambandinu komist á dagskrá.

Þjóðin veitti ekki meirihluta alþingis umboð til að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það er bláköld staðreynd sem hrossakaup á þingi geta ekki dregið fjöður yfir.

Þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra er gróf móðgun við þjóðarviljann enda gengur hún í berhögg við nýafstaðnar kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert bara að endurtaka þig aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur !

JR (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

JR

Það þarf að endurtaka sumt oft fyrir þá sem ekki skilja.

Sigurbjörn Svavarsson, 28.5.2009 kl. 23:06

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin.

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.5.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband