Fimmtudagur, 28. maí 2009
ESB-málið og flokkakerfið
Evrópusambandsumræðan afhjúpar veikleika íslenska flokkakerfisins. Kerfið sem við búum við rís ekki undir stórum prinsippmálum þar sem lítið svigrúm er til málamiðlana. Afstaðan til Evrópusambandsins getur ekki verið bæði og. Annað hvort er maður fylgjandi inngöngu eða andvígur. Steingrímur J. Sigfússon gerði málamiðlun við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar sem hann hefði betur látið ógert.
Flokkakerfið okkar virkar þannig að stjórnmálaflokkar fara í gegnum kosningar með menn og málefni sem kjósendur taka afstöðu til. Eftir kosningar er mynduð samsteypustjórn sem byggir á málamiðlun milli viðkomandi flokka.
Afstaðan til aðildar að Evrópusambandinu er stærsta mál seinni tíma stjórnmálasögu landsins. Það er algjörlega ótækt að eini flokkurinn sem hefur skilyrðislausa aðild á dagskrá sinni fái að ráða för í málinu, sé tekið til þess að sá flokkur fékk innan við 30 prósent atkvæða.
Steingrímur J. Hér mátt þú ekki gefa eftir.
Heimtuðu svör frá Steingrími | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Loforð er loforð og loforð má ekki brjóta....það er bannað.
Haraldur Baldursson, 28.5.2009 kl. 17:57
Steingrímur er skynsamur, rökvís og heiðarlegur. Hann mun styðja tillöguna.
Páll Blöndal, 28.5.2009 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.