Drög að nýrri ríkisstjórn

Nái Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur saman um skynsamlega niðurstöðu í stærsta máli lýðveldissögunnar, afstöðunni til Evrópusambandsins, er stutt í að flokkarnir geti boðið Vinstri grænum að leiða nýja þriggja flokka ríkisstjórn endurreisnar og fullveldis. Þar með vinnst tvennt. Í fyrsta lagi fær Steingrímur J. Sigfússon þann sess sem honum ber sem stefnuföstum seiglumanni íslenskra stjórnmála. Í öðru lagi verður hægt að einbeita kröftunum að endurreisn atvinnulífsins í stað þess að drepa málum á dreif með blautum draumum Samfylkingar um fullveldisafsal.

Ríkisstjórn vinstri flokkanna er söguleg tímaskekkja og það sést á málatilbúnaði þeirra. Tvö stærstu mál ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eru botnlaus rugl. Um inngöngu í Evrópusambandið þarf ekki að fara mörg orð um, þjóðin vill ekki fórna fullveldinu. Seinna málið er fyrningarleiðin í sjávarútvegi. Hvað ríkisstjórn, með lágmarksvit á landsmálum, lætur sér detta í hug að leggja til atlögu að þeirri einu atvinnugrein sem ekki er margfalt gjaldþrota vegna útrásarglæfra? Sjávarútvegurinn er hryggstykkið í efnahagslegri endurreisn atvinnulífsins. Og ríkisstjórnin ætlar að kippa fótunum undan útgerðinni.

Við urðum fyrir hruni fjármálastofnana í haust. Í kjölfarið varð annað hrun sem er dulið og það er dómgreindarbrestur samanlagðra stjórnmálaflokka landsins. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er afleiðing af þeim dómgreindarbresti. Við þurfum að leiðrétta þau mistök sem fyrst.


mbl.is Bjarni fær umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekkert ESB, ekki Baugur hvað er þá eftir fyrir þig Páll að fjlla um ?

Finnur Bárðarson, 27.5.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég finn mér eitthvað áhugavert, Finnur. Hvað með lúpínuna?

Páll Vilhjálmsson, 27.5.2009 kl. 21:38

3 identicon

,,...þurfum að leiðrétta þau mistök sem fyrst."

Sjálfstæðisflokkur og framsóknaflokkur !

Það hvarlar ekki að mér að þú sért með öllu mjalla !

JR (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:55

4 Smámynd: GH

Enn hvað það væri notalegt að fá íhald og framsókn í stjórn aftur. Þeir hurfu frá hálfkláruðu verki -- við mörum enn í hálfu kafi. Fullvalda sökkvum við ... En á meðan ég man, gengur ekki þessi tillaga framsóknar og íhalds út á að sækja eigi um aðild að ESB, en það eigi bara að vera á forræði utanríkismálanefndar Alþingis. Spyr sá sem ekki veit, enda ekk þingmaður D eða B.

GH, 27.5.2009 kl. 21:56

5 Smámynd: Páll Jónsson

Og þetta yrði Steingrími þakkað að þínu mati? Af hægrimönnunum sem væru sem fyrr ósammála nánast hverju orði sem hann lætur út úr sér eða af vinstrimönnunum sem myndu fá þrefalt taugaáfall við það að foringi þeirra stýrði flokki þeirra í faðm Sjálfstæðisflokksins?

Þetta held ég að sé sjálfsblekking á nokkuð háu stigi hjá þér nafni.

Páll Jónsson, 27.5.2009 kl. 22:25

6 identicon

Megi guð gefa að lúpínublogg Páls Vilhjálmssonar byrji sem fyrst.

Hitler Páll (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:49

7 Smámynd: Páll Blöndal

Nafni
Stjórnmálamönnum yfirleitt er alltaf treystandi til að fokka því
upp sem fokkandi er upp og út.
En að VG færi í trekant með Zombie-flokkunum.
Nei aldrei. Það yrði banabiti Vinstri grænna.
Vinstri grænir fíla ekki nálykt svona á miðju sumri.


Páll Blöndal, 27.5.2009 kl. 22:55

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigmundur Davíð var svo ,,grænn" að hann hélt að það væri hægt að treysta Steingrími og Jóhönnu. Hann vildi vinstri stjórn og heiðarleika. Hann fékk vinstri stjórn og stóð uppi með hnífasett í bakinu.

Kosningabaráttan snérist ekki um þau mál sem við nú þurfum að takast á við, heldur annars vegar um styrkjaumræðu í boði Baugs og hins vegar um orðfrasaæfingar eins og  nýfrjálshyggja og græðgisvæðing. Nú eru kosningarnar liðnar og stjórnin stendur ráðþrota við steðjandi vanda.

Ný búsáhaldabylting er talin verða með haustinu, en þá held ég að við þyrftum að fá þjóðstjórn. Við höfum ekki efni á vopnaskaki stjórnmálaflokkana við þessar aðstæður. Í flokkunum er til ágætis fólk, sem er fært á að takast á við þann vanda sem við er að etja.    

Sigurður Þorsteinsson, 27.5.2009 kl. 23:15

9 identicon

þeirri einu atvinnugrein sem ekki er margfalt gjaldþrota segir þú Páll

ekki ertu vel að þér í útgerðar málum, því það er fyrir löngu síðan að Íslenskar útgerðir voru gjaldþrota, útlendingar eiga meirihlutann í útgerðum ,þau eru búin að selja sig þannig að óveiddur fiskur er veðseldur(veðsettur í topp) erlendum fyrirtækjum í vinnslu á fiski, þess vegna er svona mikið flutt út að óunninm fiski (ferskur(kallað slor) í gámum og svo eru útgerðir nú að sigla með þetta sjálft því þau hafa ekki efni á flutningsgjöldum skipafélaganna......

xD flokkurinn gerir allt til að eyðileggja fyrir Ríkistjórninni, sjálfstæðismönnum er skítt saam um þjóðina(þjóðarhag), það er flokkurinn xD sem er Nr 1-2-3 hvað sem öðrum líður, svakalegt að horfa upp á þetta og ef framsókn ætlar aftur að láta draga sig á asnaeyrunum, þeir um það......

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 23:15

10 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það er fjör í mönnum í kvöld. Sjálfur er ég skjálfhentur eftir leikinn. Að slepptu lúpínufjasi og sporðaköstum í bræði sýnist mér umræðan undirstrika deigluna í samfélaginu eftir hrun. Víst bera Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ábyrgð á hruninu en það gerir jafnframt Samfylkingin. Eini flokkurinn með hreinar hendur er Vinstri grænir og því eðlilegt að þeir leiði endurreisnina. Samfylkingin málaði sig út í horn með ESB-stefnunni og við eigum að leyfa flokkunum að vera þar um stund eða þartil hann vitkast.

Páll Vilhjálmsson, 27.5.2009 kl. 23:25

11 Smámynd: Páll Blöndal

VG leika ekki svo illilega af sér að þau velji D&B.
Ef þeim, með skákdrottninguna innanborðs yfirsést
sá ljóti fingurbrjótur, þá geta þau eins gefið skákina strax.

Páll Blöndal, 27.5.2009 kl. 23:45

12 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þetta væri snjall leikur hjá VG ef þeir vilja tryggja það að fylgi flokksins fari ekki yfir 5% í næstu kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn bera lang-, langmesta ábyrgð á íslenska hruninu, langt umfram alla aðra flokka. Ef einhverjir þurfa á langri hvíld að halda, þá eru það þessir tveir flokkar. Það myndi Páll sjá jafn vel og aðrir, ef andúðin á Samfylkingunni og ESB byrgði honum ekki sýn.

Svala Jónsdóttir, 27.5.2009 kl. 23:57

13 Smámynd: Páll Blöndal

Mikið rétt Svala

Páll Blöndal, 28.5.2009 kl. 00:18

14 identicon

Það er mikið talað um ábyrgð hér í kvöld, en hvað á að gefa núverandi ríkisstjórn með nánast aðeins eitt mál á dagskrá langan tíma til að vera ábyrgðarlaus?

Helgi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 00:32

15 identicon

Láttu þig dreyma Páll ! En ef það verður ekki farið í aðildarviðræður þá vil ég að Samfylkingin fari úr ríkisstjórn. Þá geta kjánarnir D B og VG stjórnað hérna í þjóðernisrembingi og einangrun eins lengi og stætt er sem verður ekki lengi því flestir munu flýja eins og fætur toga...... sá síðasti slekkur ljósið.....

Ína (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 01:09

16 identicon

Góður pungtur hjá þér Páll, að slepptu hver ber ábyrgð á hverju þá skiptir það ekki máli nú heldur hvernig við komumst út úr vandanum. Það geta vinstri menn ekki séð um þeir fatta ekki að drepa niður almenning með höftum og sköttum ganga endanlega frá okkur en að fá stóriðju og rífandi gang í atvinnumál er það sem við þurfum núna á það er ekki minnst hjá þessum vinstri flokkum.

Það eru aðrir komnir í brúnna hjá D og B og stefnan stendur fyrir sínu þrátt fyrir að valdaþreyta hjá gamla liðinu hafi komið okkur í koll þá fórnum við ekki fullveldinu og því að það séu aðrir sem eru betur búnir til að leiða okkur út úr vandanum heldur en núverandi stjórn.

Óskar (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 08:26

17 identicon

Þriðja hrunið gæti orðið hrun mikilvægasta iðnaðar þjóðarinnar; sjávarútvegs.

Þetta fólk sem vill fyrningarleiðina, hefur aldrei migið í saltan sjó, veit ekki hvað sjávarútvegur er, og hefur varla séð fisk nema þá helst í fiskbúð.

Hreggviður E. Eiríksson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 10:06

18 identicon

Hér þarf að fara fram allsherjar pólitísk hreinsun. Best væri að byrja á styrkþegum Baugs, FL Group, Landsbanka og fleiri fyrirtækja glæpamanna sem sitja á Alþingi og meira að segja í ríkisstjórninni. Þetta fólk þarf að ræsa út sem fyrst.

Páll hefur rétt fyrir sér að því leyti að þessi þriggja flokka stjórn væri líklegri til að ná einhverjum árangri en hryllingsstjórnin sem nú er við völd. Aðgerðir þola enga bið og spuni og þvættingur Samfylkingarfólksins er beinlínis þjóðhættulegur.

Síðar þegar bráðustu björgunarðagerðum er lokið mætti hefjast handa við að endurskipuleggja flokkakerfið, ekki síst á hægri vængnum. Jafnframt væri þá tímabært að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

karl (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 15:57

19 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held þú stórkostlega vanmetir hatræmar tilfinningar stórs hluta landsmanna til Sjálfstæðisflokksins. Ef Steingrímur gerði slíkan samning myndi landið verða stjórnlaust innan viku.

Héðinn Björnsson, 28.5.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband