Þú tékkar á þessu, Geir

Í Bretlandi mun hjónafólk fá skattafslátt fái Íhaldsflokkurinn þar í landi meirihluta í næstu kosningum. Samkvæmt frétt í Guardian í dag ætla íhaldsmenn að setja fjölskyldugildi á oddinn í kosningabaráttunni.

Systurflokkur Íhaldsflokksins hér á landi, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur gert fjármagnseigendum og fyrirtækjum góðan kost á stjórnartíð sinni.

Athugandi væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara að dæmi systurflokksins í Bretlandi og setja fjölskylduna í öndvegi.

Á morgun verður gefin út skýrsla sem kynnir áherslur Íhaldsflokksins. Þú tékkar á þessu Geir, er það ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmm sniðugt... taka peninga frá fólki sem ekki er gift og láta í hendur á giftu fólki... Þetta er frábær hugmynd, eða kannski bara óréttlát og heimskuleg.

IJ (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 00:18

2 identicon

Mikið sammála óskráðum! Það er engin sanngirni í þessari hugmynd. Það er þegar miklu dýrara að vera einn en par - væri, ef eitthvað er, meira sanngirni í því að  styrkja einhleypa! En best að sleppa svona bulli alveg. 

Jón Kjartan Ingólfsson (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband