Helmingur Pólverjanna snýr heim - frá Noregi

Lech Walesa fyrrum leiðtogi Samstöðu í Póllandi fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir 23 árum. Í viðtali við Aftenposten.no er hann spurður hvort hann telji að Pólverjarnir sem starfa í Noregi muni snúa heimleiðis.

Svona helmingurinn, svarar Walesa.

Í viðtalinu segist Walesa skilja þá samlanda sína sem freisti gæfunnar erlendis. Hann segist ekki telja að hann sjálfur hefði hleypt heimdraganum þótt það hefði staðið honum til boða á sínum tíma. Ég er of mikill föðurlandssinni, segir Samstöðuleiðtoginn sem var kjörinn forseti Póllands 1990 og hélt því embætti í fimm ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband