Peningarnir hans pabba

Dóttir Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra í Kópavogi er áskrifandi að verktakagreiðslum hjá Kópavogsbæ og var jafnframt á jötu Lánasjóðs íslenskra námsmanna á meðan Gunnar var þar stjórnarformaður.

Feðginin eru slegin blindu á þeim mun sem fólk gerir á eigin fé og almannafé. Gunnari og dóttur virðist sjálfsagt að ef faðirinn getur bitlingað dóttur sína komi engum öðrum það við. Fjölskylduvæðing opinberra fjármuna gæti verið heiti á þessari háttsemi.

Gunnar er áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum. Hvað ætli sá flokkur verði lengi að fatta að eftir hrun er obbalítið minni þolinmæði gagnvart spillingu en var fyrir hrun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar er eins og stórbrotinn miðaldafursti í sínum kastala. Hann hefur unnið ótrúlegt þrekvirki í Kópavogi, breytt þessum drullumel í malbikaðan, þróttmikinn borgarhluta. Aðfarir hans eru á stundum tröllslegar. Mér ofbauð gersamlega að sjá hvernig hann gereyðilagði handaverk kynslóðanna í Heiðmörk. Það var andstyggileg sjón. Þá langaði mig til að berja hann með einhverju þungu og egghvössu. Svona kappar hafa sína hentisemi með allt sem þeir gera. Þegar þeim tekst vel upp stendur enginn þeim á sporði. En mistök þeirra eru því miður að sama skapi stærri og afdrifaríkari en mistök smærri manna.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 18:42

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki spyrja að gneistandi stílsnilldinni hjá honum Baldri mínum.

Jón Valur Jensson, 23.5.2009 kl. 18:47

3 identicon

Því miður er fjöldi einstaklinga innan RÁNFUGLSINS sem ALDREI sér neytt athugavert við spillingu & kvótakerfið, þeim finnst þetta bara allt í góðu lagi, sjálftaka og úthlutun til vinna & ættingja...., svo þegar upp um þá kemst þá rífa þeir bara kjaft & segja TÆKNILEG mistök....  Ég hvet hinn almenna flokksmann til að hætta þessum undurlægjuhætti og MÓTMÆLA kröftuglega vinnubrögðum Gunnars, þó fyrr hefði verið...!  Ég hef starfað í þessu starfsumhverfi sem dóttir Gunnars vinnur í og ég get staðhæft að greiðslur til hennar eru út úr kortinu (allt of háar) og í raun f**king joke að hún skuli ítrekað fá verkefni frá föður sínum - ég held að Gunnar & hans lið munu aldrei skilja hvað felst í orðinu SIÐBLINDA - ég spái því að þessi endurskoðandi Kópavogsbæjar munni að sjálfsögðu veita Gunnari sakaruppgjöf..-..svona vinnubrögð eru bara vandræðalega fyndinn.....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 21:00

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.5.2009 kl. 21:27

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sjálfstæðisflokkurinn er í öfundsverðri stöðu. Flokkurinn hefur einstakt tækifæri til að hreinsa út sínar syndir og raða sér upp sem opinn og heiðarlegur flokkur með framsækna stefnu. Gunnar Birgisson er dæmi um mann sem betur sómir sér utan flokksins en innan, í það minnsta er hann ekki dæmi um mann sem á að gegna ábyrgðarstöðu fyrir flokkinn. Í stjórnarandstöðu er tækifærið til að taka til. Afstaða til ESB á ekki að vera stjórnmálaflokki tilefni til að dansa á gráa svæðinu. Flokkurinn þarf að taka afstöðu og það djarfa, á hvorn veginn sem hún kann að falla.
Spurningin er núna bara hvort flokkurinn áttar sig á þessari góðu stöðu sinni.
Bjarni Benediktsson þarf að taka djarfar ákvarðanir og taka minna tillit til dreifðra skoðana og meira til dyrfsku.

Haraldur Baldursson, 24.5.2009 kl. 11:50

6 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Endilega hafa þennan siðferðissnilling áfram í forsvari fyrir SjálfstæðisFLokkinn.

Það gerir okkur hinum mun auðveldara fyrir í næstu kosningum.

Baldvin Björgvinsson, 24.5.2009 kl. 12:51

7 identicon

Gunnar er vonlaus í nútímanum. Nú dugir ekki lengur að slá frá sér og heimta að menn "sanni" spillinguna.

Við viljum að hegðun og framganga kjörinna fulltrúa sé hafin yfir grun.

Þeir sem ekki skilja þetta þurfa að fara. Þetta vilja sjálfstæðismenn í Kópavogi örugglega líka en það er auðvitað erfitt að taka á manni eins og Gunnari, í mörgum skilningi. Ég óska þeim góðs gengis.

Hrönn (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 12:55

8 identicon

Gunnar verður að fara frá það er svo einfalt. Nú eru þeir tímar í þjóðfélaginu að það verður að hreinsa til allstaðar þar sem spilling hefur þrifist. Það verður fróðlegt að fylgjast með Sjálfstæðisflokknum á næstunni í þeim málum. Ef þeim tekst að hrinda af sér spillingarstimplinum þá á flokkurinn sér viðreisnar von annars ekki.

Ína (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 13:53

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Í hverju var þessi meinta spilling fólgin? Ég bý ekki í Kópavogi og þekki lítt til þar og spyr fyrir forvitni sakir. En má stelpan ekki vinna fyrir bæinn eins og aðrir? Má hún ekki vera dóttir pabba síns? Útskýrið.

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 14:03

10 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Einu sinni var  sungið:

Ef að nú hjá pabba einn fimmeyring ég fengi,
fjarskalega hrifin og glöð ég yrði þá.
Ég klappa skyldi pabba og kyssa vel og lengi
og kaupa síðan allt sem mig langar til að fá.

Fyrst kaupi ég mér brúðu, sem leggur aftur augun,
og armbandsúrið fína af fallegustu gerð.
Og af því hvað hún mamma er orðin þreytt á taugum,
þá ætla ég að kaupa bíl í hverja sendiferð.

Hjólhest og járnbraut ég ætla að gefa Geira,
gríðarstóra flugvél ég kaupi fyrir Finn.
Svo kaupi ég mér döðlur og súkkulaði og fleira,
og síðan skal ég gefa pabba allan afganginn.

Eiður Svanberg Guðnason, 24.5.2009 kl. 15:12

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Baldur, ég skal reyna að útskýra.

Samkvæmt fréttum hefur fyrirtæki dótturinnar um árabil fengið greiðslur frá Kópavogsbæ, samtals upp á einhverja tugi milljóna. Vinnan á móti greiðslunum er margvísleg texta og útgáfuþjónusta, sem mýmargir bjóða.

Sjónvarpið gerði úttekt á vinnunni og það sem gerir framferðið spillt umfram venslin við bæjarstjórann er að dóttirin rukkar stórt fyrir litla vinnu, t.d. eru fáránlegar greiðslur fyrir verðlaunaskjöl í IKEA-römmum.

Ef það væri ærlegur þráður í Gunnari myndi hann skammast sín, biðjast fyrirgefningar og lofa að gera svona nokkuð aldrei aftur. En líkt og margir spillingarbesefar forherðist bæjarstjórinn og bullar um sölu ríkisins á Þormóði ramma fyrir tuttugu árum. Þar kom við sögu þáverandi fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, og skilaboð Gunnars væntanlega þau að ef vinstrimenn hafi einhvern tímann verið sekir um spillingu sé allt í lagi að bæjarstjórinn í Kópavogi bitlingi dóttur sína.

Við eigum að sameinast um að nefna spillingu sínu rétta nafni og láta okkur í léttu rúmi liggja hvort vinstrimenn eða hægrimenn eiga í hlut. 

Páll Vilhjálmsson, 24.5.2009 kl. 15:21

12 identicon

Gunnar the Hut er EKKI vandamálið á Íslandi í dag !! Hann gerir bara það sem hann kemst upp með og verði honum að góðu.

VANDAMÁL ÍSLANDS Í DAG ER bALDUR HERMANNSSON  og hans samnefnarar !! Fólk eins og hann eru einmitt það fólk sem lætur sorann dafna !!

Runar (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 16:04

13 identicon

Gunnar Birgisson er prototyp valdakerfis spillingar og sannur þungavigtarmaður í þeim flokki. Ef við ættum að persónugera Sjálfstæðisflokkinn hlyti Gunnar að verða fyrir valinu, allavega góður kandídat. Og Framsókn sér ekkert athugavert við málið. Sama gamla góða madamman. Ég held að Jónína Ben ætti að reyna að detoxera bæði Gunnar Birgisson og Framsókn. But don´t keep your breath"

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 16:13

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já sennilega er skást að bjóða út svona verkefni, amk ef um umtalsverðar fjárhæðir er að tefla.

Og Runar: mikið vildi ég gefa til þess að ég væri stærsta vandamál þjóðar minnar!

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 16:49

15 identicon

Fyrirgefðu vinur. Það er ekki þroskamerki hjá mér að persónugera karpið þótt við deilum ekki sömu skoðun.

Ég er bara, líkt og ansi margir, orðinn langþreyttur á biðinni eftir réttlæti ( ég tel að allir geti verið sammála um það að verk útrásarvíkinganna og hirðar þeirra, séu níðingsverk, jafnvel þótt hinn dapri armur laganna hafi ekki gert ráð fyrir glæp af þessum toga).

Viðskiptalega séð eru mörg verka þessara hunda glæpsamleg, í það minnsta í þeim löndum sem við berum okkur saman við.(falsa upp verðmæti hlutabréfa).

En að öðru...peningar koma og fara, en orðspor er hlutur sem EKKI er hægt að kaupa og þessir útrásarhundar rústuðu okkar áður hreina orðspori.

Það get ég aldrei fyrirgefið !!!

Runar (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 19:57

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Runar, nú sýna kannanir að orðspor Íslands hefur þrátt fyrir allt ekki beðið neinn verulegan hnekki. Við höfum hinsvegar glatað okkar frábæra sjálfstrausti og þurfum tíma til að vinna það upp aftur. Það telur að minnsta kosti Baldur "vandamál" Hermannsson

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 20:03

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fyrir þá sem eru að velta þessu fyrir sér varðandi Kópavog. Þá hefur um árabil verið fundið að því að fyrirtæki Gunnars Klæðnig hafi fengið óeðlilega mikið af vekefnum hjá Kópavogi. Og þá hefur ákveðnum verktökum verið hyglað mikið í Kópavogi t.d. BYGG og RIS og bærinn jafnvel farið í herferðir gegn bæjarbúum til að koma vilja verktaka í gegn. T.d. í Lundi, Kársnesi, Arnarneshæð og við Lindir. Og það er einmitt það sem hefur einkennt bæinn síðustu 18 ár að hann hefur verið bær verktaka. Enda sér maður á myndum frá þorrablótum Sjálfstæðismanna að virkir félagar eru felstir úr þessum bransa og svo Gunnar í Krossinum.

Og svo koma þessi mál varðandi dóttur hans þá er ágæt skýring á þessu í á www.dv.is en hún er svona:

"Nýlega var Josko Risa kjörinn bæjarstjóri í bænum Prolozac í Dalmatíuhéraði í Króatíu. Hið undarlega er að hann var kjörinn út á það kosningaloforð að hann myndi markvisst hygla sjálfum sér og sínum nánustu. „Þessi bær verður eins og mitt eigið fjölskyldufyrirtæki,“ lofaði hann. Bæjarbúar elskuðu hann fyrir hreinskilnina.

Stjórnspeki Joskos er athyglisverð vegna þess að hún var til grundvallar á Íslandi í meira en áratug. Fyrst ber að nefna mann að nafni Gunnar Birgisson, bæjarstjóra í Kópavogi. Á valdatíma Gunnars hefur ríkt fádæma góðæri og hvert glæsihýsið risið á fætur öðru. En á bakvið öll húsin er saga. Þannig skrifaði Gunnar Ólafsson, verktakinn sem byggði knattspyrnuhúsið Fífuna, bréf til Gunnars þar sem hann lýsti vinnuferlinu. „Við vorum sennilegast auðveldustu mennirnir til að stilla upp við vegg og stuðla þannig að því að þú fengir sjálfur jarðvinnu verksins. En það átti eftir að draga dilk á eftir sér eins og í flestum tilfellum þegar Klæðning var að störfum fyrir okkur það var ávallt einhver auka skattur lagður á þau verk af þínum geðþótta.“

Klæðning var eitt sinn fyrirtæki Gunnars, en eftir að hann komst til áhrifa í bæjarkerfinu varð til leynihlutur í Lúxemborg í fyrirtækinu. Um leið sagði í fundargerð fyrirtækisins að Gunnar yrði „sem ráðgjafi og við sérverkefni“. Svo fór Klæðning í hvert verkefnið á fætur öðru í Kópavogi, eða eins og verktakinn sagði í bréfi sínu: „Við höfum til margra ára þurft að hlíta þessari fjárkúgun þinni sem þú hefur beitt okkur, og voru ferðir þínar til okkar á útborgunardegi fyrirtækis Klæðningar hvað eftir annað minnisstæðastar þar sem þú komst og stappaðir niður fótum, heimtaðir og hótaðir og lofaðir öllu fögru fyrir okkar hag á kostnað Kópavogsbæjar bara ef þú fengir svo og svo mikla peninga eða víxla hvort sem þú værir búinn að vinna fyrir þeim eða ekki.“

Fyrirtæki Gunnars fékk þannig að njóta ávaxtanna, en allir græddu. Það varð til knattspyrnuhús, glerturn og margt fleira til að gleðja augað. Fólkið baðaði sig í dýrðlegu endurkastinu frá glerturninum. Þetta var gott fyrir fólkið, og gott fyrir Gunnar og félaga.

Dóttir Gunnars hefur ekki farið varhluta af gríðarlegu góðæri í Kópavogi. Síðustu sex ár hefur hún fengið verkefni upp á fimm til átta milljónir króna á ári. Sumt þurfti ekki einu sinni að klára, eins og ársritið sem hún vann að árið 2005. Það situr enn óútgefið ofan í skúffu, en hún fékk þrjár og hálfa milljón fyrir viðvikið. Auk þess hefur hún unnið umhverfisviðurkenningar, sem eru A4-blöð í ramma, upp á allt að 750 þúsund á ári. Enda margt gott í umhverfinu í Kópavoginum.

„Það er gott að búa í Kópavogi,“ sagði Gunnar, eins og frægt var orðið. Og varla verður deilt um það að Kópavogur er fínn, sérstaklega ef maður er vinur eða ættingi bæjarstjórans. Þannig er þetta líka í Prolozac í Dalmatíu. „Að minnsta kosti er hann hreinskilinn. Hann sagði líka að ef honum myndi ganga vel þá myndi bæjarbúum einnig ganga vel,“ sagði einn stuðningsmaður bæjarstjórans þar.
Það var líka gott að búa á Íslandi. Sérstaklega ef maður var vinur útrásarvíkinga og bankamanna og fékk ábyrgðarlaust kúlulán fyrir hlutabréfum, sem hækkuðu við hvert kúlulánið sem við bættist, eins og píramídatrix.

Kópavogsmódelið er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að það var fært yfir á Ísland allt. Allir sættu sig við að bankafólkið og útrásarvíkingarnir tækju sér ofurlaun og sukkuðu, því allir nutu góðs af brauðmylsnu veislunnar. Tilgangurinn helgaði meðalið. Flestum var sama þótt Sjálfstæðisflokkurinn legði undir sig allar helstu stofnanir og þótt alþingismenn fengju konungleg kjör. Þessar forsendur góðærisins urðu að fá að vera í friði svo pöpullinn fengi að baða sig í endurkasti dýrðarljóssins.

Svo kemur jafnan að því að fólk áttar sig. Bakreikningur Kópavogsmódelsins er skollinn á almenningi. Því bankamennirnir sem svindluðu, víluðu og díluðu, voru að gera það á kostnað almennings. Alveg eins og Gunnar."

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.5.2009 kl. 20:21

18 Smámynd: Páll Blöndal

"Svona kappar hafa sína hentisemi með allt sem þeir gera. Þegar þeim tekst vel upp stendur enginn þeim á sporði"

Baldur: Er þetta ekki svolítið 2007 eitthvað?
Nákvæmlega stemmningin í kringum útrásarvíkingana góðu sem Hannes Hólmsteinn vinur þinn sagði að færu nú "með verði en ekki sverði".

En þetta með spillinguna, þá held ég að eftir hrunið verðum vér að endurskoða okkar gildi og viðmið. Grá spilling má ekki líðast lengur og
frasar á borð við
"Hún á ekki að líða fyrir það að vera dóttir mín"  ættu að vera úti.

Haraldur:
Já ég held að Flokkurinn þurfi eina eða tvær öflugar stólpípur hjá Jónínu Ben.
Gæti samt orðið Flokknum skeinuhætt.

Páll Blöndal, 25.5.2009 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband