Sakaruppgjöf milljón króna manna

Oddvitar vinnumarkaðarins bera sína ábyrgð á hruninu. Í röðum atvinnurekenda eru menn sem sölsuðu til sín opinberar eigur til að braska með, drógu fjöður yfir markaðsbresti og fölsuðu bókhald. Forstjórnar verkalýðshreyfingarinnar sátu í stjórnum lífeyrissjóða sem keyptu falsbréf í skýjaborgarrekstri auðmanna.

Milljón króna mennirnir véla um framtíðina og sjá það helst til bjargar að þjóðin afsali sér fullveldinu og gangi í Evrópusambandið. Tillögur þeirra eru ekki bornar fram með velferð þjóðarinnar í huga heldur til að bjarga eigin skinni. Þeir sameinast um að telja þjóðinni trú um að hún geti ekki staðið á eigin fótum og að hrunið stafi af þessum misskilningi að Ísland geti verið fullvalda. Uppskrift þeirra er þessi: Óreiða fárra skal greidd með því að þjóðin afsali sér forræði eigin mála til Brussel.

Innganga í Evrópusambandið yrði milljón króna mönnunum sakaruppgjöf.


mbl.is Allt undir í Karphúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Mikið til í því!

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.5.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband