Trúnaður fæst ekki keyptur

Umræðan um blaðaútgáfu þessa helgina gerir ráð fyrir að Viðskiptablaðið fjölgi útgáfudögum í fjóra til fimm, Sigríður Dögg Auðunsdóttir fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu ætlar að stofna vikublað og fráfarandi ritstjórin Blaðsins, Sigurjón M. Egilsson, er með lausasöludagblað í bígerð.

Andrés Magnússon gerir ágætlega grein fyrir möguleikum Viðskiptablaðsins og Guðmundur Magnússon mótbyr fríblaðanna sem kann að opna leið fyrir blöð sem almenningur kaupir.

Sigríður Dögg gat sér orð sem skeleggur Baugsblaðamaður þegar umræðan um fjölmiðlafrumvarpið gekk yfir, varð alræmd fyrir meðferðina á einkapósti Jónínu Benediktsdóttur og afhjúpuð fyrir stórfelldan ritstuld af Ólafi Teiti Guðnasyni á Viðskiptablaðinu. Sigríður Dögg hefur ráðið Örnu Schram af Morgunblaðinu, sem væntanlega dregur ekki úr líkum á að Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs fjárfesti í útgáfunni en hann og Arna eru systrabörn.

Sigurjón M. Egilsson var á Fréttablaðinu og svaraði fyrir Baugsþjónkunina eftir að ritstjórinn Gunnar Smári, bróðir Sigurjóns, gerðist forstjóri til að efla Baug til áhrifa í fjölmiðlum erlendis. Sigurjón hélt áfram að mylja undir Baugsmenn þegar hann var ritstjóri Blaðsins og sennilega aldrei hvikað langt frá túngarði Jóns Ásgeirs.

Veruleikinn sem blasir við Sigríði Dögg og Sigurjóni, og kannski enn frekar áhöfnunum sem leggja með þeim í leiðangrana, er að hvorugt býr að trúverðugleika sem nauðsynlegur er hverjum blaðamanni, að ekki sé talað um ritstjóra. Án trúverðugleika verður erfitt að vinna trúnað lesenda.

Baugsmilljónir kaupa ekki trúnað lesenda, alveg sama hversu milljónirnar eru margar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband