Endurreisn byrjar ekki á svikum

Samfylkingin knúði Vinstri græna til að svíkja kjósendur sína gegn því að fá sæti í ríkisstjórn.  Umsókn um inngöngu í ESB er bein svik við kjósendur Vinstri græna og á þeim grunni verður engin endurreisn.

Ríkisstjórnin er trójuhestur í íslensk stjórnmál þar sem svik eru verðlaunuð með ráðherradómi. Forsætisráðherra er eldri en tvævetla í stjórnmálum og veit á sig skömmina en klæðir hana í áróðursbúning um að þingmenn standi saman og samfylki lyginni um betra Ísland í náðarfaðmi Evrópusambandsins. Þjóðin mun ekki fyrirgefa hvernig staðið var að myndum stjórnarinnar og minn-tími-mun-koma verður fyrr en varir; hvurn fjandann var ég plötuð útí á gamals aldri.


mbl.is Hljótum að vinna saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef hana langar að lækka vexti og afnema verðtrygginu þá getur hún bara gert það, skortir hana vald til þess sem forsætisráðherra?

Palli (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 20:31

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

VG hefur sagt allan tímann að þeir séu andvígir inngöngu í ESB en fylgjandi því að þjóðin fái að greiða atkvæði um það hvort hún vilji fara inn.  Ég get ekki séð að þeir séu að svíkja neitt þar sem sérstaklega er tekið fram í stjórnarsáttmálanum að VG geti og muni tala gegn aðild.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 19.5.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband