Mánudagur, 18. maí 2009
Læðudögg
Foggy Dew er írskt þjóðlag um páskauppreisnina 1916. Írar hugðust nýta sér að Englendingar væru uppteknir af Þjóðverjum í fyrri heimsstyrjöld, ensk vandræði eru írsk tækifæri, er gamalt viðkvæði, og gerð áhlaup á hernaðarlega mikilvægar byggingar í Dublin vorið 1916.
Uppreisnin mistókst og flestir leiðtogar hennar skotnir af enskum. Nokkrum árum síðar náðust samningar við Englendinga um írskt fríríki en við það blossuðu upp deilur milli þjóðernissinna og eins árs borgarastyrjöld 1922 - 1923 varð mannskæðari en páskauppreisnin. Samningurinn við England hélt og Írlandi var skipt í það sem síðar varð lýðveldið Írland og Norður-Írland sem var hluti Stóra-Bretlands.
Foggy Dew er brýning til Íra að sameinast gegn kúgaranum; láta ekki til leiðast að vera með ófrið á fjarlægri slóð, í texta er vísaði í Gallipoli þar sem fjöldi Íra féll, þegar föðurlandið kallar. Ljóðið lofar frækna fallna og að dauði þeirra verði fordæmi óborinna kynslóða.
Hér er ljóðið.
Hér er Foggy Dew í flutningi Sinead O'Connor og Chifetains, miðerindi sleppt.
Hér í flutningi Luke Kelly, síðasta erindi sleppt.
Athugasemdir
Íslenzk vandræði eru víst álitin tækifæri fyrir Evrópusambandið í Brussel. Það á að nota sér að við eigum um sárt að binda og reyna að taka okkur yfir. En það mun ekki takast heldur.
Hjörtur J. Guðmundsson, 18.5.2009 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.