Laugardagur, 9. desember 2006
Deila hagnaði með starfsmönnum? Hvílík ósvífni
Starfsmenn verslunarkeðjunnar Iceland í Bretlandi, sem er í eigu íslenskra aðila, krefjast þess að fá hlutdeild í hagnaði fyrirtækisins og hafa farið í verkfall.
Maður á bara ekki til orð til að lýsa hneykslan sinni á tilætlunarseminni.
Alþýðusambandið og stjórnmálaflokkur eins og Samfylkingin, sem er jú með einhver söguleg tengsl við verkalýðshreyfinguna, ætti að senda nefnd þarna út og útskýra fyrir breska verkalýðnum að maður á ekki að ybba sig við nýríka aðalinn frá Íslandi heldur bugta sig og beygja.
Baugur hlýtur að geta fjármagnað þessa útrás.
Leggja niður vinnu í Iceland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.