Þrjú efstu utan ESB

Íslendingar, Norðmenn og Aserar náðu þrem efstu sætunum og eru öll utan Evrópusambandsins.
mbl.is Ísland í 2. sæti í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nú ekki allt í lagi að hugsa um eitthvað annað Evrópusambandið svon öðru hverju???? Annars verður maður veikur eða fárveikur.    

erling (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 22:45

2 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Þetta hlýtur að verða til þess að við hættum við að ganga í ESB, er það ekki? Ha?

Haukur Már Haraldsson, 16.5.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Björn Jónsson

Ætla að fagna almennilega þegar önnur Jóhanna syngur sitt síðasta ESB vers, hef grun um að það verði ekki svo löng bið.

Björn Jónsson, 16.5.2009 kl. 22:59

4 Smámynd: Páll Blöndal

þetta jaðrar við einhverfu og/eða þráhyggjueinkenni
hjá þér nafni minn.
Hjakkar bara fram og aftur í sama drullupollinum.

Páll Blöndal, 16.5.2009 kl. 23:24

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Páll Blöndal, ef ég er þjakaður af einhverfu og/eða þráhyggju, eins og þú segir, er það ekki bara mitt mál? Ertu kannski að segja að þeir sem skrifa hér á bloggið eigi að framvísa geðheilbrigðisvottorði? Er einhver læknir sem skrifar upp á að þú sért heill á geði? Lát heyra.

Páll Vilhjálmsson, 16.5.2009 kl. 23:33

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ekki eru Tyrkir í Evrópubandalaginu, tókst þó að ná í 4. sæti!

Hjörtur orðar þetta svo, að EFTA hafi sigrað ESB!

En sumir gestir þínir hér virðast alveg að fara úr límingunum!

PS. Ég bloggaði um málið HÉR! (öðruvísi myndband þar).

Jón Valur Jensson, 16.5.2009 kl. 23:33

7 identicon

Þegar þú vaknar í fyrramálið áttu eftir að sjá að þetta er pínu kjánaleg færsla. Stoltur maður sem þú ert, þá muntu samt ekki fjarlægja hana.

Davíð Logi Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 23:40

8 Smámynd: Páll Blöndal

Páll Vilhjálmsson,
Satt best að segja hélt ég eiginlega að þetta blogg þitt væri djók hjá þér
og ég fékk smá bakþanka fyrir að hafa ekki fattað brandarann.

Þú varst að djóka? var það ekki?

Páll Blöndal, 16.5.2009 kl. 23:53

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Páll Blöndal sé ekki betur en að Páll Vilhjálmsson fari með staðreynd. ESB var greinilega úti!!! Grafalvarlegt mál.....djókum ekki um slíkt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.5.2009 kl. 00:00

10 Smámynd: Páll Blöndal

Já ég sé það núna
Nú er ég að skilja af hverju þið eruð að hatast svona út í ESB.
það var þá bara blessað Júróið... shit
Af hverju sögðu þið þetta ekki fyrr?
Líklega verður alveg vonlaust að vinna júróið ef við göngum í þetta ESB
eða hvað sem þetta innlimunarbandalag heitir.

Páll Blöndal, 17.5.2009 kl. 00:07

11 identicon

Hver er tilgangurinn með skrifum þessa manns sem heitir Páll Blöndal? 

Ragnheiður

Ragnheiður (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 00:08

12 Smámynd: Páll Blöndal

Í fullri alvöru
Hvern fj.... kemur það ESB við,  hver vinnur júróið?

Getur einhver sagt mér það?



 

Páll Blöndal, 17.5.2009 kl. 00:19

13 Smámynd: Páll Blöndal

Nei... mér datt það í hug
allir kjaftstopp.

Páll Blöndal, 17.5.2009 kl. 00:40

14 identicon

Nú verð ég aðeins að vera Páli Blöndal sammála, hvað kemur ESB þessu við?

Ef það er eitthvað sem við þurfum núna þá er það að slíta hugan aðeins frá pólitík og daglegum pirringi

og hvað er betur til þess valið en sú skemmtun sem við fengum í kvöld?

Af hverju að blanda leiðindum og erfiðleikum við eitthvað sem er einmitt tilfallið til að draga hugan frá því sem ergir okkur á degi hverjum

Nú er einmitt ástæða til að samgleðjast næsta manni og fá smá breik frá hversdagsleikanum

kveðja

Matthías

Matthías I (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 00:47

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það má nú stríða ykkur léttilega líka, EBé-dindlunum.

Jón Valur Jensson, 17.5.2009 kl. 00:50

16 identicon

Það er dulinn harmur í bloggskrifinu hér að ofan. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Sverrir (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 06:56

17 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Viðkvæmnin í ESB-liðinu er óborganleg

Ef ESB-ríki hefðu raðað sér í efstu sæti Eurovision þá hefði vafalaust heyrst hljóð úr ESB-horninu. Og embættismennirnir í Brussel hefðu strax gert málið pólitískt. OG ESB-liðið hefði ekkert sagt við því. En þetta má ekki, þá eru menn með þráhyggju eða eitthvað þaðan af verra.

Es. Ætli Páll Blöndal hafi gagnrýnt ESB-þráhyggju Jóhönnu og Samfylkingarinnar? Kannski það sé jákvæð þráhyggja

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 07:29

18 identicon

 Ja, hérna ! Nú harðnar á  dalnum hjá okkur sem  styðjum aðildarumsókn  að ESB, - okkur sem Páll  Vilhjálmsson  tengir við   kvislinga   og júdasa, - svo falleg sem  sú tenging  nú er.

Eiður (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 09:02

19 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég veit ekki hvort ég á að gráta eða hlæja yfir þjóð minni núna!

Ég hef þá ákveðið að afrita nokkrar athugasemdir ESB andstæðinga, því þetta er einstakt tækifæri til að sjá inn í hugarheim þess fólks sem er andstætt aðildarviðræðum og þeirra röksemdarfærslu.

Sá vinkill að ESB aðild hefði áhrif á möguleika okkar til að vinna til "verðlauna" í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafði ekki skotið upp í huga minn! Ég verð að viðurkenna að þetta vegur þungt!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.5.2009 kl. 09:34

20 identicon

Íslendingar og Normenn fengu góðan stuðnig fá ESB löndunum og þetta er fyrirboði þess sem koma skal þegar íslenska þjóðing gengur brosandi og ánægði inn í Evrópusambandið. Guð blessi Evrópusambandið.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 10:22

21 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Guðbjörn, þetta er nú allt til gamans gert en þú getur hins vegar ímyndað þér hvernig látið hefði verið með það í Brussel ef Evrópusambandsríki hefðu raðað sér í efstu sætin í Eurovision. Svipað og látið var eftir Ólympíuleikana á síðasta ári þegar endalaus metingur fór fram við Bandaríkjamenn. Reyndar hefur Evrópusambandið jafnvel gengið svo langt að reyna að eigna sér Eurovision.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 10:53

22 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Haraldur, ertu s.s. að meina að þarna hafi verið um einhvers konar greiða að ræða af hálfu þeirra Evrópusambandsríkja sem greiddu íslenzka framlaginu atkvæði en ekki verðskuldaðan árangur? Athyglisvert.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 10:55

23 identicon

Greinilegt að óþjóðhollusta innlimunarsinna er svo langt gengin að þeir geta ekki glaðst yfir yfirburðum okkar yfir hinum stöðnuðu og úrkynjuðu meginlandsveldum, sem telja sig þurfa fatafellur til hljóta athygli í söngvakeppni.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 10:58

24 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Líflegasta keppnin hingað til og topparnir verðskulduðu að vinna. það er á hreinu af minni hálfu.

En get ekki lokað augunum fyrir að  stundum þarf að lesa milli línanna í ýmsum málum ef manni finnst eitthvað ekki stemma. Vona að í þessu tillfelli hafi ekki græðgiskló eða smjaður haft áhrif á stigin.

Stigagjöfin hefur stundum verið umdeild.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.5.2009 kl. 11:24

25 identicon

Jesús Kr. þetta var frekar augljóst grín...

Fannar (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 14:44

26 Smámynd: ThoR-E

Fari ESB fjandans til.

Þeir eru búnir að ofveiða 80% af fiskistofnum sínum ... og núna vilja þeir í okkar.

Nei takk!¨sama og þegið. Talað er um að við gætum ekki tekið upp evru fyren eftir 30 ár ... þannig að hvernig væri að hætta þessu ESB blaðri og fara að vinna í vanda heimilanna?

ThoR-E, 17.5.2009 kl. 17:07

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Menn eru greinilega ekki að átta sig á vandamálinu hérna.

Hvaðan komu flest stigin sem ísland fékk ? Jú jú frá Esb !

Augljóslega er ESB skrýmslið at it again.

Enn eitt trikkið hjá þeim, kaupa gúddvill o.s.frv. til að tæla okkur "þarna inn"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.5.2009 kl. 18:40

28 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Enn ryðst Hjörtur fram á ritvöllinn og talar hér um "viðkvæmni" ESB-sinna. Er síðan sjálfur svo viðkvæmur að hann hefur ekki kjark til að hafa opið fyrir athugasemdir á áróðursbloggi sínu.

Páll Geir Bjarnason, 17.5.2009 kl. 22:27

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það kemur ekki til af viðkvæmni. Hjörtur er of upptekinn.

Jón Valur Jensson, 18.5.2009 kl. 01:28

30 identicon

Ómar Bjarki:

Ísland fékk stigin frá almenningi á meginlandi Evrópu og annars staðar, sem er margur án efa dauðþreyttur á þeirri úrkynjun sem ríkisstjórnir þeirra eða æðstu yfirvöld í Brussel spúa út. ESB hafði hinsvegar engan sjálfstæðan kosningarétt í þessari keppni.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 08:37

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er "sameiginlega atkvæðisstefna ESB"

Leynileg heimild í stofnsáttmálanum sem fáir vita af - enda leynileg.

Það er hnykkt á stefnunni í Lissabonsáttmálanum.  Kemur þar strax á eftir klausunni um að þvinga skuli alla íslendinga í ESB herinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2009 kl. 10:36

32 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...já, of upptekinn við að kommenta á aðra bloggara.

Páll Geir Bjarnason, 18.5.2009 kl. 19:25

33 Smámynd: Einnar línu speki

Hvaða ríki hafa oftast unnið?

Einnar línu speki, 19.5.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband