Hernaðarátök boðuð á norðurslóðum

Rússum er farið að þykja nóg um aðgangshörku ríkja að norðurslóðum sem þeir líta á sem sinn bakgarð og gefa helst Kanada Noregi vilyrði fyrir aðkomu. Í rússneskri skýrslu sem Times segir frá er framtíðarpæling sem gerir ráð fyrir hernaðarátökum á norðurslóðum vegna auðlinda sem þar er að finna og verða aðgengilegar innan tíðar.

Evrópusambandið hefur sýnt norðurslóðum vaxandi áhuga og vill gjarnan komast að þeim kjötkatli. Þess vegna er það hárrétt greining hjá Frosta Sigurjónssyni á vefritinu AMX að Evrópusambandið væri víst með að gefa okkur stóran afslátt í aðildarsamningum til að bæta stöðu sína á norðurslóðum.

Herfræði Brussel er að innlima Ísland í Sambandið og fá Noreg í kjölfarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alveg sammála þér, Páll, um þessi varnar- og öryggismál norðurhafa, en einnig eru olían og stærsta matvælageymsla Norður-Atlantshafs inni í myndinni, sem og, að þessi tvö þjóðfélög, Noregur og Ísland, koma ekki til með að íþyngja bandalaginu eins og Austur-Þýzkaland og hin fyrrverandi austantjaldsríkin hafa gert.

Jón Valur Jensson, 16.5.2009 kl. 15:59

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér fellur þungt að sjá hvernig Vesturlönd haga sér gagnvart vinum mínum Rússum. Sérstaklega var ógeðfellt að sjá hvernig þeir studdu fantinn þarna í Georgíu - og Íslendingar sungu glaðir með í kórnum.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er margt að óttast í henni veröld. Þessi gaur í Georgíu hélt að hann væri einhver Napóleon.

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 16:56

4 identicon

Heill og sæll; Páll - líka, sem þið önnur, hver geyma hans síðu og brúka !

Þakka þér; þessa stuttu, en gagnlegu samantekt Páll, líka sem fróðlega tilvísunina, til Frosta.

Einnig; ber að þakka þeim Jóni Val - Baldri og Finni, þeirra snörpu innlegg, sem af skarpskyggni skýrri eru fram sett, sem jafnan.

Höfuð fjandi Evrópu; sem gamalla gilda álfunnar allrar er jú;; Evrópu sambandið sjálft, sem þær meinsemdir ýmsar, á hverjum Brussel ingar ala, öllum ríkjunum til tjóns og vansa, þá upp er staðið.

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 17:15

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, hvernig líst þér á að kalla höfuðborg ESB-sinna Brúsel? Mér finnst hin útlendu heiti óþjál á hinni göfugu tungu þjóðar vorrar - Brössel, Brússel. En Brúsel, eða enn betra Brúarsel - það ætti að geta gengið.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 19:24

6 identicon

Heilir og sælir; á ný !

Baldur !

Brúar sel; ætti að geta verið krötunum, í Samfylkingu Jóhönnu kerlingar nokkuð þóknanlegt heiti, en,.................. yrði það þá ekki, of ÍSLENZKT, fyrir þá snobbarana, hverjir blindast hafa, af útlendri glýju almennt, Baldur minn ?

 Með beztu kveðjum - sem; þeim hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 19:35

7 identicon

"Brækjusel" heyrði ég einhverstaðar.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband