Hvað með starfsfólk 365?

Starfsfólk 365 miðla á ekki sjö dagana sæla á aðventunni. Fyrir nokkrum dögum hótaði Ari Edwald forstjóri að leggja niður fréttastofu Stöðvar 2 ef frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. yrði samþykkt á þingi.

Í dag eru bollaleggingar hvaða einingar 365 miðla verða lagðir inn í væntanlega útgáfu Sigurjóns M. Egilssonar fráfarandi ritstjóra Blaðsins. Flestir gera ráð fyrir að Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs og stjórnarformaður 365 sé bakhjarl Sigurjóns.

Starfsánægja eykst ekki á vinnustað þar sem undir hælinn er lagt hvort starfsemin verði bútuð niður, flutt eða aflögð.

Einu sinni, áður en nýríku nonnarnir tóku völdin í samfélaginu, töluðu atvinnurekendur um að starfsfólkið væri aðalauðlind fyrirtækja. Núna er farið með starfsmenn eins og afgangsstærð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband