Fimmtudagur, 14. maí 2009
ESB-sinnar í fimm setningum
Algengasti stuðningsmaður inngöngu Íslands í Evrópusambandið er sölumaðurinn sem gegn þóknun tekur að sér að selja hvað sem er. Orðaflaumur aðildarsinna er margstefja en með þennan rauða þráð; við græðum á inngöngu. Fólk sem hugsar lífið í krónum og aurum, völdum og vegtyllum er fyrirmunað að skilja verðmæti eins og forræði eigin mála, fullveldi og sjálfstæði.
Í gamla Alþýðuflokknum var þetta fólk fyrirferðarmikið. Vilmundur Gylfason kallaði það skítapakk.
Athugasemdir
"Fólk sem hugsar lífið í krónum og aurum, völdum og vegtyllum er fyrirmunað að skilja verðmæti eins og forræði eigin mála, fullveldi og sjálfstæði."
...hvað þá verðmæti eins og þjóðmenningu og þjóðarstolt. Aldrei hefur gamla, lúna, kiljanska klisjan um stolta þrælinn og barða þjóninn verið eins tímabær og einmitt nú.
Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 00:17
Kannski útúrsnúningur, en varstu nokkuð með þessu að gera Vilmund að ESB-andstæðingi?
Hvað hefði hann viljað?
ábs (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:39
Nei Páll. Skítapakkið var annarskonar. Líttu þér nær.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 06:12
Ég tek undir þessi orð:
"Fólk sem hugsar lífið í krónum og aurum, völdum og vegtyllum er fyrirmunað að skilja verðmæti eins og forræði eigin mála, fullveldi og sjálfstæði."
Ég vil frekar vera auralítill en lúta valdi annarra ríkja ef um það er að velja. Hins vegar er það síður en svo gefið mál að það verði almennur peningalegur gróði við ESB aðild. Eitt af því sem mig undrar er hve ESB-sinnar eru tilbúnir að ganga langt í að TREYSTA yfirvöldum ESB þótt þeir viti hvork haus né sporð á okkur né við á þeim, enda myndi slíkt traust væntanlega snúast um fátt annað en EIGINhagsmuni og peninga en ekki virðingu fyrir ákvörðunarrétti okkar, þjóðarverðmætum, mannauði, menningu og sérstöðu.
Það er undarlegt að Íslendingar skyldu berjast við að komast undan erlendri áþján og hafa ekki einu sinni notið frelsisins í eina öld þegar þeir vilja komast undir erlent forræði aftur. Sagan endurtekur sig en það er dapurlegt ef menn læra ekkert af henni.
Magnús Jón Hilmarsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 09:18
Öfgamenn eru til vandræða í allri umræðu. Það eru öfgamenn í báðum hópum, jafnt hjá fylgjendum ESB aðildar og andstæðinga aðildar. Páll er tvímælalaust í þessum hópi. Hann gerir sjálfan sig að ómerking með sleggjudómum, öfgum og heift. Hvað ertu að segja í þessarri færslu: að allir sem vilja viðræður við ESB séu skítapakk? Er þetta framlag þitt til umræðunnar? Ætlast þú til að vera tekinn alvarlega?
Ólafur Ingólfsson, 14.5.2009 kl. 16:23
Ólafur, hvað vilt þú sjálfur kalla " Fólk sem hugsar lífið í krónum og aurum, völdum og vegtyllum...." ? Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt Vilmund, þótt ég hafi reyndar talað við hann, en ég yrði ekki hissa þótt hann hafi haft einhvern veginn svona fólk í huga.
Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 16:30
Það er bara fullyrðing Páls (og þín) að fylgjendur viðræðna við ESB séu fólk sem lætur sig ekkert skifta annað en peninga og völd. Þegar Páll setur fram fimm skilgreiningar sínar á ESB sinnum er það einhver veruleiki í höfðinu á honum, ekki raunveruleikinn. Þið búið ykkur til skrípamynd af pólitískum andstæðingi og ráðist svo á egin skrípamynd og hakkið hana í ykkur. Þetta er barnalegt og hrein rökleysa. Fylgjendur ESB viðræðna eru eins og fólk er flest, ekkert öðruvísi en andstæðingar ESB aðildar. Hvernig væri að ræða málefnin, en sleppa því að uppnefna fólk og vera með skítkast!
Ólafur Ingólfsson, 14.5.2009 kl. 17:24
Ef stuðningsmenn ESB væru aðeins einhverjir meintir sölumenn þá þyrftu andstæðingarnir tæplega að óttast. En því miður fyrir þá er algengasti stuðningsmaður Íslands í Evrópusambandið venjulegur launamaður sem er orðinn langþreyttur á að greiða himinháa vexti og búa við landlægan óstöðugleika í efnahagslífinu. Hann (eða hún) telur sig sjálfsagt hagnast á inngöngunni, og ef það breytir honum/henni í skítapakk, þá er ég hræddur um að ansi stór hluti þjóðarinnar muni fylla þann flokk.
GH, 15.5.2009 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.