Þjóðaratkvæði um umsókn

Samfylkingin einn stjórnmálaflokka á alþingi hefur á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu án fyrirvara. Samfylkingin fékk innan við 30 prósent atkvæða í nýafstöðnum kosningum. Það er afar ólýðræðislegt að farið verið að vilja Samfylkingar og inngöngubeiðni send til Brussel á grunni hrossakaupa við Vinstri græna.

Efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Íslendingar ættu að sækja um inngöngu í ESB. Í aðdraganda væri rætt um meginspurninguna: Á Ísland erindi í Evrópusambandið?

Farvegur málsins, eins og hann er í dag, stefnir í voða sambandi þjóðar og þings þar sem verulegur lýðræðishalli er staðfestur. Það er ótækt að flokkur með innan við þriðjungsfylgi ráði ferðinni í jafn stóru álitamáli og innganga í Evrópusambandið óneitanlega er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorry - við megum ekki vera að því að svara þér - við erum að horfa á Eurovision!!

Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 20:42

2 identicon

Úbs! 

Eurovision búið og við nennum samt ekki að svara þér

 

 Þinng tími er kannski ekki kominn?

Aðalheiður (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:42

3 identicon

Já - það er satt - Ísland komið áfram í Eurovison!

http://mbl.is/mm/folk/frettir/2009/05/12/island_komid_afram/

Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:53

4 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Sem Íslendingur vill ég fá að kjósa um það hvort fara eigi í aðildarviðræður og alssekki vill ég að Össur og aðrir nasista sinnar fái að fara þarna óbundnir eða ekki með neitt á blaði um það með hverju eigi að fórna fyrir stóla í Brussel.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 12.5.2009 kl. 22:41

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sammála þér í þessu Páll og var að blogga um það áðan. Þetta er leiðin sem Sjálfstæðisflokkurinn markaði á landsfundinum og ég treysti því að þingmenn flokksins berjist fyrir henni á Alþingi með því að leggja fram þingsályktunartillögu strax á fyrsta degi sumarþingsins. Þeir eiga að taka frumkvæðið í málinu.

Jón Baldur Lorange, 12.5.2009 kl. 22:45

6 identicon

Hvað ertu búin að skrifa marga metra af þessu  sértrúarrausi ?

Hver bjó ykkur til það vald að meina venjulegi fólki til að oðlast betra líf ?

Eru það sægreifar og stór jarðar eigendur ?

Með hálaunaða talsmenn eins og  bændastéttin er með ???

JR (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þjóðin kýs um samninginn. Það eru þingmenn í öllum flokkum sem hlynntir eru aðildarumsókn og þeim ber að fylgja samvisku sinni.

Gaman að Eurovision frábært að Ísland sé komið áfram. Síðan er norska lagið flottast af þeim lögum sem verða á fimmtudag. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.5.2009 kl. 00:39

8 identicon

Það verður fróðlegt að sjá hvaða þingmenn munu hafa samvisku til þess að kjósa þvert á þá málefnaskrá sem þeir sýndu kjósendum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 01:22

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þrátt fyrir allt lýðræðishjal heilagrar Jóhönnu er þjóðin ekki verðug þess að fá að velja hvort hún vill að sótt sé um aðild að ESB eða ekki.  Lýðræðishjalið er ekkert annað en lýðskrum af verstu gerð.  Jóhanna veit greinilega ekki hvað lýðræði er og skeytir engu um vilja þjóðarinnar á meðan hún fær að ráða.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.5.2009 kl. 09:23

10 identicon

Mér finnst alveg ömurlegt að enginn stjórnmálamaður tali fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort íslenska þjóðin eigi að fá þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að fara í aðildarviðræður.

Róbert Arnar Úlfarsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband