Aðildarviðræður og umsókn er sitthvað

Í nýrri skoðanakönnun sem RÚV pantaði fékkst m.a. sú niðurstaða að 6 af hverjum tíu aðspurðra sögðust vilja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aðildarviðræður geta verið af ýmsum toga, t.d. könnunarviðræður um aðild.

Þeir sem hlynntir eru aðildarviðræðum eru ekki endilega að lýsa því yfir að Ísland eigi að sækja um aðild.

Ástæða er til að hafa þetta í huga þegar elítan reynir að túlka niðurstöðuna sér í hag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu Páll, ég er að velta því fyrir mér hvaða heimildir þú hefur um ESB sem fullkomlega fóru framhjá mér í 18 ára dvöl á þröskuldi sambandsins. Mér er ljóst að sambandið er engan veginn gallalaust frekar en önnur mannanna verk og væntingar, en að það sé samsæri gegn okkur eða einhverjum öðrum er mér um megn að skilja. Bestu kveðjur, Kristófer Már.

Kristófer Már Kristinsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:25

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Kristófer Már, ef ég hef skrifað að ESB hafi verið stofnað til höfuðs Íslendingum láttu mig endilega vita hvað svo að ég get leiðrétt mig.

Ég er ekki þeirrar skoðunar að ESB stundi samsæri gegn okkur, fremur en t.d. Írum sem ESB vill að samþykki Lissabonsáttmálann.

Hér innanlands eru aftur aðilar sem bregðast algjörlega í hlutverki sínu við að halda umræðunni upplýstri og í einhvers konar jafnvægi. Þar á ég vitanlega við fjölmiðla.

Páll Vilhjálmsson, 7.5.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Valkostirnir að mati Kristófers eru s.s. annars vegar að Evrópusambandið sé gott og gilt fyrir hagsmuni okkar Íslendinga og hins vegar að sambandið sé með eitthvað samsæri gegn okkur? Athyglisvert. Hvað með þann möguleika að innganga í Evrópusambandið einfaldlega henti ekki hagsmunum okkar?

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.5.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband