Handstýrð hækkun á bréfum 365

Fjölmiðlafyrirtækið 365 hf. hefur hækkað í Kauphöllinni síðustu daga. Það sem viðskiptablaðamenn fjölmiðlanna láta hjá líða að segja frá er að stærsti hluti viðskiptanna sem hafa verið með bréf 365 hf. eru ýmist innherjaviðskipti eða vegna kaupréttarsamninga starfsmanna.

Félagið hefur í tvígang á  síðustu tveimur dögum keypt í sjálfu sér til að selja aftur lykilstarfsmönnum.

Í eina viku hefur staðið yfir hönnuð atburðarás sem leitt hefur til hækkunnar á bréfum félagsins. Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs reið á vaðið 1. desember og seldi Baugi bréf sem hann átti persónulega.

Næstu daga voru lífleg innherjaviðskipti þar sem hlutur Straums Burðaráss var seldur til Fons þar sem viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs, Pálmi Haraldsson, ræður ríkjum.

Slóð viðskiptanna má rekja hér.

 


mbl.is 365 kaupir eigin bréf á genginu 4,09 vegna kaupréttarsamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Magnússon

Af hverju þurfti að skrúfa gengið upp núna? Ein skýringin gæti verið sú að verið sé að gera upp kaupin á Kögun við Gunnlaug M. Sigmundsson með bréfum í leifunum af Dagsbrún og þá munar aldeilis um verðmætið.

En svo má ekki heldur líta hjá hinu að Pálmi Haraldsson er jafnframt í öðru ferðalagi innan 365, sem gæti skýrt hans kaup.

Andrés Magnússon, 9.12.2006 kl. 12:13

2 identicon

Ein ástæða þess að verið er að skrúfa gengið upp er sú að verið sé að takmarka hvað þarf að borga securitasmönnum fyrir þeirra hlut, þegar Dagsbrún keypti Securitas. Sjá Frétt á icex.is frá 24.1.2006 "...Greitt verður fyrir hlutafé Securitas með hlutabréfum í Dagsbrún, samtals að nafnverði 421,2 milljónir króna. Ef gengi Dagsbrúnar er hærra en 7,5 í lok árs 2006 verður ekki um frekari greiðslur að ræða.  Ef gengi Dagsbrúnar verður lægra en 7,5 kemur til viðbótargreiðslu sem getur þó aldrei orðið hærri en 632,3 m.kr. og lækkar hlutfallslega frá genginu 6."

Gunnar G. (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband