Þriðjudagur, 5. maí 2009
Auðmannafylkingin
Allt frá illræmdri Borgarnesræðu fráfarandi formanns Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 2003 hefur flokkurinn reynt að koma sér í mjúkinn hjá auðmönnum og því betur sem þeir eru spilltari. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og varaþingmaður Samfylkingarinnar telur það sérstakt afrek flokksins að ná á sitt band auðmönnum sem má þakka að íslensk börn fá ekki að borða.
Í grein í Fréttablaðinu hrósar Baldur þessum fyrrum vinstriflokki að ná þeim árangri að mynda bandalag við fallna auðmenn um að flytja fullveldi Íslands til Brussel.
Frá stofnun fyrir áratug er Samfylkingin í tilvistarkreppu sem stafar af því að sögulegt hlutverk sósíaldemókrataískra flokka á Vesturlöndum er uppbygging velferðarkerfis. Sjálfstæðisflokkurinn tók að sér þetta hlutverk á Íslandi. Alþýðuflokkurinn lék þriðju fiðlu, á eftir Alþýðubandalaginu og forverum. Við stofnun hafði Samfylkingin ekki annað hlutverk en að sækjast eftir völdum.
Auðmannaþjónkunin sem stjórnmálafræðingurinn er stoltur af sýnir að Samfylkingin er flokkur sem leitar uppi lélegan málstað samkvæmt meginreglunni um að betra sé að veifa röngu tré en öngvu.
Athugasemdir
Baldur Þórhallsson er dæmi um mann sem alltaf er á hröðum flótta frá sjálfum sér.
Baldur Hermannsson, 5.5.2009 kl. 09:05
Nú þekki ég ekki reynslu þína úr atvinnulífinu utan við mjúkan ríkisfaðminn en þessi skemmtilega heiftúðugi pistill opinberar grundvallarmisskilning á þeirri stöðu sem Baldur var að lýsa. Þessir meintu "auðmenn" sem þú ert að tala til með þessum hætti eru iðnrekendur og rekstraraðilar íslenskra fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem berjast nú við að tryggja að atvinnuleysið verði ekki enn alvarlegra með tilheyrandi fjölgun svangra barna.
Arnar (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 09:18
Þjóðin þarf að fá það upplýst fjárhæðirnar og hvaða stjórnmálamönnum "auðmennirnir" hafa mútað. Það er engin tilviljun í mínum huga að það hefur ekki einn aðili verið handtekinn. Í mínum huga er Samfylkingin gísl þessara manna. Við verðum að fá að sjá bókhald FL group og hverjir hafa fengið styrk þaðan áður en stjórnmálamennirnir og "auðmennirnir" henda öllu í tætarann og koma okkur síðan í ESB til að endanlega fela slóð sína.
Váli (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 09:18
Bíddu. Er ég að misskilja málið eitthvað eða var það ekki SjáLfstæðisFLokkurinn sem tók við mútum frá nú föllnum útrásarvíkingum?
Skil ekki hvernig hægt sé að snúa því yfir á Samfylkinguna.
Kv. Úlfar
Úlfar (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 10:40
"One RING to RULE them ALL - one RING to BIND them..."
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 11:54
Finnst þetta nú vera óþarfa harðu pistill hjá þér. Skrítið hvað þú ert bólusettur gegn Samfylkingunni. Hef aldrei lesið svona pistil hjá þér gegn Sjálfstæðisflokknum, sem þáði mútur og kom þjóðinni á hausinn eftir 18 ára valdasetur. Hver daðraði við hvern??? 18 ár í valdastólum og 18 mánuðir það er töluverður munur. Stærstu mistök Samfylkingarinnar voru kannski að fara í stjórn með íhaldinu. Sem skrifast á reikning Ingibjargar.
En það er sagt að það séu börn sem eiga foreldra sem ekki eiga fyrir mat. Það er sorglegt. Var það vegna þess að afborgunin af jeppanum eða sumarbústaðinum er orðin svo dýr. Eða er þetta atvinnulaust fólk sem er að missa blokkaríbúðina sína?
Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum ríkisstjórnar alþýðunnar undir forsæti Jóhönnu, en það ættu allir að gera sér grein fyrir því að það er ekki öfundsvert hlutverka að taka við þessum brunarústum sem íhaldið og framsókn skildu eftir sig. Sama hver tæki við því.
Sigurdur (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 11:57
Ísköld krumla kommúnismans er handan við hornið.
pjakkurinn (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:15
Úlfar: Samfylkingin tók líka við óeðlilegum fjárframlögum.
Mella verður ekki minni mella fyrir það að vera ódýr.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:40
Hans, samfylkingarmellan afgreiddi fleiri - en fyrir lægri fjárhæð!
Baldur Hermannsson, 5.5.2009 kl. 15:20
Einhverja hluta vegna er Samfylkingarmönnum fyrirmunað að skilja eins einfalda staðreynd að hóran er hóra þótt að útlit og eftirspurn er þess eðlis að ekki er hægt að fara fram á gangverðið sem gildir fyrir viðvikið í greininni.
Óhugnalegast er að þetta er eitthvað sem þetta Samfylkingarlið ætlar að taka með sér inn í framtíðina kinnroðalaust og reyna að ná hærra verði fyrir greiðann en áður hefur þekkst.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 15:47
Úlfar: Fór framhjá þér að Steinunn Valdís og Helgi Hjörvar þáðu´allháar mútustyrki frá Fl group?
Hverjir aðrir? Mafían sendir þeim sem eiga að hlýða viðvörunarskot, það var augljóslega Guðlaugur Þór. Hinum til aðvörunar. EKKI EINN HANDTEKINN.
Váli (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.