Að borga lán eða ekki

Kastljósumræða kvöldsins var um það hvort ætti að borga lán eða ekki. Sniðugt hugtak var kynnt til sögunnar, fjárhagsleg borgarastyrjöld, sem var hótað ef stjórnvöld leystu ekki skuldara undan byrðum sínum. Ef efnt yrði til fjárhagslegrar borgarastyrjaldar og skuldarar ynnu yrði óðara siðferðileg borgarastyrjöld þar sem þeir skilvísu vildu líka fá sitt.

Hvaða réttlæti er í því að skuldarar fái peninga á silfurfati á meðan skilvísir fá ekkert?

Hvar á vegferðinni gleymdust þessi einföldu skilaboð sem jafnt þeir fávísu sem upplýstu ættu að hafa yfir bæði kvölds og morgna: Ef ég borga ekki skuldir mínar er ég gjaldþrota...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þetta er bara fyrsta stig þjóðargjaldþrots.  Það er enn langt til jóla.

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.5.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Jóhannes Freyr Stefánsson

...en ef ég hef tekið þátt í áhættufjárfestingu í peningamarkaðssjóðum í von um skjótfenginn gróða, þá verður mér greitt tapið úr ríkissjóði. Ef ég á innistæður í banka, þá fæ ég greitt sama hvernig bankinn hagar sínum viðskiptum.

Bara að klára setninguna fyrir þig.

Jóhannes Freyr Stefánsson, 4.5.2009 kl. 20:33

3 identicon

Ok kastljósin kynda undir að skuldarar hætti að borga og skapi hér annað hrun.

Þá verður sko ekki gúrkutíð og einhver þarf að segja aftur: "Guð blessi Ísland".

Þá verður nú gaman fyrir kastljósin að lifa. 

Það koma margir í viðtöl og það verða mörg "skúbbin" og einhver nær að hæla sjálfum sér.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 20:39

4 identicon

... og hvaða réttlæti er það að ræningjar fái peninga á silfurfati meðan almenningur, sem verður fyrir barðinu á þeim, blæðir?

Við stöndum frammi fyrir stærsta ráni Íslandssögunnar, nánast í beinni útsendingu. Með stöðutöku íslenskra banka gagnvart íslensku krónunni settu þeir íslenskar fjölskyldur í vonlausa stöðu.

Með neyðarlögunum sl. haust gaf ríkisstjórnin skotleyfi á íslenskan almenning. Bankarnir skiptu um kennitölur og skilanefndir gömlu bankanna véluðu með framtíð þjóðarinnar.

Frá því í haust hefur slagurinn staðið um það að vernda hag fjármagnseigenda á kostnað þjóðarinnar.

Nú er svo komið að Íslendingar eru að vakna upp við þá staðreynd að stjórnarbankarnir eru að rukka þá, á ofurvöxtum og vaxtavöxtum, um skuldir sem erlendar lánastofnanir eru búnar að afskrifa.

Einu lausnirnar sem boðið er uppá eru teygjulán og lánalenging. Það á m.ö.o. að endurreisa íslenska bankakerfið á herðum almennings. Auður Aðals á að fá nýtt tækifæri til að græða á daginn og grilla á kvöldin - almenningur borgar brúsann.

Þetta gerist auðvitað í boði samspillingarinnar, hinni hliðinni á sjáLfstæðisFLokknum. Skítur eða drulla? = sami sóðaskapurinn.

Það er kominn tími til að velta um borðum okrarana.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 21:36

5 identicon

Hvað sem öðru líður þá er þetta ekki innhaldslaus hótun.´

Mér sýnist Gylfi eiga þrjá mögulega leiki:

1) Kaupa frið.

2) Vinna fólk á sitt band.

3) Snúa upp á sig og æsa fólk upp í slag sem engin getur unnið.

Mér sýnist hann vera að gera mest af númer þrjú enda er númer tvö ekki framkvæmanlegt með góðu móti nema að menn hafi einhverja trúverðuga hugmynd um hvert skuli stefna og númer eitt er of dýrt.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 00:54

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Við meigum ekki rugla saman greiðsluverkfalli og að geta ekki borgað. Á sama hat og verkfall er greiðsluverkfall samstillt átak hóps sem ætlar sér að krefjast betri kjara ellegar muni þeir ekki borga/vinna. Þessi hópur sendir samningarnefnd sem hefur mun betri aðstöðu til samninga en hver einstaklingur fyrir sig þar sem jafnað hefur verið um valdamisvægið milli skuldara og lánadrottins. Í þessarri stöðu geta báðir aðilar fellt hinn í stað þess eins og í dag þar sem skuldarinn stendur einn og yfirgefinn að semja um sína skuld.

Héðinn Björnsson, 6.5.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband