Ónýt ríkisstjórn í smíðum

Ríkisstjórn með starfsstöð í Reykjavík en hugann við Brussel er ónýt vegna þess að hún getur ekki hvorttveggja í senn unnið af heilindum að endurreisn landsins og undirbúið flutning fullveldis og valdheimilda til Evrópusambandsins.

Samfylkingin bauð afgerandi Evrópulausn á vanda þjóðarinnar og vel innan við þriðjungur þjóðarinnar svaraði kallinu. Ríkisstjórn sem stefnir á Brussel svíkur 70 prósent þjóðarinnar. Ríkisstjórn með Samfylkinguna innanborðs sem ætlar ekki að sækja um inngöngu svíkur kjósendur Samfylkingarinnar.

Í viku hafa Vinstri grænir og Samfylking reynt að búa til hringlaga þríhyrning, þar sem stefna hvors flokks um sig nýtur sannmælis. Það gengur ekki og mun ekki ganga.

Handvömmin er fyrst og fremst Samfylkingarinnar. Engin knýjandi nauðsyn var að stilla málum upp sem annað hvort eða. Flokksforysta Samfylkingar kaus hins vegar að gera Evrópusambandsaðild að sáluhjálparatriði og fargaði um leið möguleikum á vinstri stjórn.

Líkið af starfsstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna verður ekki endurlífgað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Samkvæmt fréttum er ný stjórn nánast í burðarliðnum. Vera má að henni gangi erfiðlega að starfa af heilindum - en þá er bara að starfa af óheilindum, það hafa sumir þessara manna gert áður.

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 11:18

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Því fyrr sem slitnar uppúr þessu, því betra.

Sigurður Sveinsson, 3.5.2009 kl. 11:56

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ekkert annað í stöðunni. Allt tal um B, D og VG er óraunhæft. B, O og S er draumórar.

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 12:18

4 identicon

Þessi ríkistjórn sem er verið að reyna koma saman verður hvorki fugl né fiskur ef henni tekst að ná saman verður hún ekki langlíf Jóhanna sagði í fréttum að þetta væri allt saman að koma það lægi ekki svo mikið á því að það væri starfækt ríkistjórn í landinu ég heyrði ekki hvort hún sagði að þetta væri meirihlutastjórn eða ekki en mér var sagt að hún hafi talað um meirihlutastjórn ef það er rétt þá þykir mér það skrítið því að þetta er minnihlutastjórn þangað til það er búið að mynda meirihlutastjórn gamla stjórnin hlítur að sitja þangað til að búið er að mynda nýja stjórn það er að segja meirihlutastjórn eða þannig var þetta alltaf nema Forseti Íslands sé búin að breyta þessu á sína vísu.Vonast eftir góðum svörum guð blessi þig og þína

 Kveðja Þorsteinn Ingvarsson

Þorsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband