Laugardagur, 2. maí 2009
Forstjórarnir fatta ekki ástandið
Velflest íslensk fyrirtæki eru á framfæri hins opinbera. Þau eru ýmis tæknilega gjaldþrota eða með líflínu frá ríkisbanka. Af því leiðir að forstjórar þessara fyrirtækja eru á framfæri almennings. Til að fyrirtækin eigi sér viðreisnar von þarf eflaust að gera ýmsar ráðstafanir, þar með talið að segja upp fólki.
Það sem forstjórar þessara fyrirtækja þurfa að skilja er að á meðan núverandi ástand ríkir eiga þeir að þakka fyrir að halda vinnunni, ekkert meira. Þegar einn þeirra, forstjóri steypustöðvar, segir allt í sóma að hann fái stóran jeppa undir sig og ber við að aðrir forstjórar fái það sama er hann á villigötum.
Almenningur veit ósköp vel að það voru forstjórar sem settu landið á hausinn. Þeir forstjórar sem ímynda sér að enn sé 2007 eiga vitanlega að taka pokann sinn.
Athugasemdir
Ég segi nú bara: hvar er nú Stalín þegar við þörfnumst hans?
Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 22:27
VG hefur sett nýjan staðal um bifreiðar fyrir forstjórna þeirra fyrirtækja sem ríkinu tekst að sölsa undir sig á þessu ári. Þessi bíll er alveg innan eðlilegra marka. Með hæstu raunstýrivöxtum í heimi, á tíma þegar mesti hér er mesti samdráttur á Vesturlöndum, er ljóst að þessum bílum mun fjölga umtalsvert á næstu mánuðum. Þetta ástand geta allir sannir VG kjósendur þakkað sér. Til hamingju Páll.
Sigurður Þorsteinsson, 2.5.2009 kl. 23:34
Jamm, Sigurður. Ástandið er allt VG að kenna.
Standardinn hefur þó verið lækkaður úr 25milljóna króna forstjórabílum í notaða 5 milljóna bíla.
Þetta er rétt að byrja.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 00:04
Maðurinn á að fjúka úr starfi kl:9 á mánudagsmorgun.Svona siðspilling þurfum við ekki.
Númi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.