Laugardagur, 2. maí 2009
Morgunblaðið að hætta prentútgáfu
Morgunblaðið íhugar að hætta eða í það minnsta snarminnka prentútgáfuna. Önnur skilaboð verða ekki lesin úr raðfréttum Morgunblaðsins um bágt ástand dagblaðaútgáfu austan hafs og vestan. Með þessum fréttum er verið að undirbúa áskrifendur að fá blaðið kannski tvisvar eða þrisvar í viku.
Sem áskrifandi væri ég alveg til í þannig útgáfu. Ég er á hinn bóginn orðinn býsna þreyttur á því að Morgunblaðið eyðileggur marga morgna fyrir mér með lygafréttum um gósenlandið Evrópusambandið.
Tap Washington Post 19,5 milljónir dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nokkuð til í þessu, Páll. Ef MBL hefur ekki meiri metnað en að endurspegla áróður Fréttablaðsins, þá er nærtækast að spara sér 35 þúsund króna árlegu áskriftargjöldin. Hitt áróðursblaðið er þó ókeypis!
Kolbrún Hilmars, 2.5.2009 kl. 17:44
Verður Mbl bara ekki sameinað fréttabréfi LÍÚ - margföld samlegðaráhrif af því.
TH (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 18:00
Sá athyglisverða frétt í gær um "Book on Demand". Prentvél sem kostar ca $170.000, prentar út bækur eftir pöntun viðskiptavinar á 5 mínútum. Eigendur telja að vélin muni borga sig upp á 6 mánuðum.
Auðvitað er enn fólk sem kýs að maka sig í prentsvertu á hverjum morgni, en þeim fer líklega fjölgandi sem kjósa að lesa blaðið á tölvuskjá og jafnvel prenta út eina og eina grein, til nánari skoðunar. Bara fjandi fúlt fyrir Moggann, því prentvélin að tarna, hefur líklega afkastagetu á við Manhattan!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.5.2009 kl. 18:11
Sammála þér Páll Mogginn er oft ekki pappírsins virði nú í seinnitíð.Stundum ekki nema Sudokan sem eitthvað er gaman er að.
Ragnar Gunnlaugsson, 2.5.2009 kl. 19:48
Ég er búinn að vera áskrifandi að Morgunblaðinu í 36,ár.'eg ætla að gefa því séns út Maí-mánuð,líst ekki á þessa nýju eigendur með Óskar Magnússon fremstan þar í flokki,hann er allt of líkur Finni Ingólfssyni,einhverjir líkir taktar með þeim,einræðistaktar.Evrópusambandshjalið á Mogganum er ÓÞOLANDI.
Númi (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 20:53
Professor Niels Harrit hjá Kaupmannahafnarháskóla segir í viðtali að fjölmiðlar verði að endurheimta stöðu sína sem sjálfstæðar stofnanir í lýðræðinu.
Lúsiferísk "payola" stefna í fjölmiðlum og víðar hefur gersamlega ormétið samfélag okkar, spurning hvort aftur verði snúið eða hvort við verðum bara að byrja upp á nýtt.
sjá Hver eru sterkustu rökin?
Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.