Hamingjan í heildsölu

Þjóð með magasár af áhyggjum af myntkörfulánum og hundraðprósent Framsóknarflokksláni á húsnæði sem hríðfellur í verði leitar vitanlega á náðir spekinga um nýjar leiðir til að höndla hamingjuna.

Trúlega eru margar leiðar að velmegun og friði en múgsefjun verður aldrei ein þeirra. Eftirspurn slíkrar sefjunar er á hinn bóginn nógu mikil til að ástæða sé íhuga (innhverft, auðvitað) hvort innflutningur á hópsálarmeðulum ætti ekki að vera niðurgreitt bjargráð.

Sefjun af þeirri tegund sem í boði var í Háskólabíó er meinlausari en mörg önnur. Úti í heimi eru áreiðanlega margir velmeinandi sem til eru í að liðsinna geirfuglaþjóð í sálarangist.


mbl.is Kynna sér innhverfa íhugun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðasta hálmstráið. Hvað gerir ekki fólk til að forðast raunveruleikann og ekkert er framundan nema snaran.

Það væri kannski allt í lagi að sinna þjóðtrúnni og fara í kirkju á sunnudögum, hvort sem maður hefur trú eða ekki. Það dreifir huganum frá armæðunni eins og á miðöldum og gæti fækkað sjálsmorðum.

Guð blessi þessa  armæðu þjóð. En ekki ríkisstjórnina!

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 16:18

2 identicon

Hefur þú enga trú á okkur sem þjóð....og  samfélagi, er þessi evrópufóbia ekki bara pínulítil minnimáttark.

Garðar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Garðar, bara einn sjúss fyrir matinn.

Páll Vilhjálmsson, 2.5.2009 kl. 17:21

4 identicon

Næstur á mælendaskrá í Háskólabíói er enginn annar en stórleikarinn og bráðum Íslandsvinurinn Tom Cruise.

Hann ætlar að fræða okkur um leið Vísindakirkjunnar til betra lífs.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 17:25

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vonandi verður síðan ekki langt í Madonnu til að kynna okkur Kabbala-trúarbrögðin.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.5.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband