Föstudagur, 1. maí 2009
Uppskera útrásarinnar
Íslensk viðskiptalíf er gjörspillt. Leiðin til að endurreisa tiltrú fólks á atvinnulífinu er að setja allt í gjaldþrot sem hefur minnstu tengsl við útrásina. Ríkisvaldið hefur bankana til að snúa upp á hendur þeirra útrásarfyrirtækja sem lafa enn og á vitanlega að leggja sig fram um að uppræta illgresið.
Eignarhaldsfélög, Exista og Teymi koma í hugann, eiga að vera sérstakt skotmark. Það tekur engu tali að slík fyrirtæki fái að halda áfram starfsemi sinni.
Ríkisvaldið á að beita sér fyrir dreifðu eignarhaldi á þeim rekstri sem talinn er eiga framtíð fyrir sér. Bjóða á starfsmönnum að kaupa lífvænlegan rekstur.
Margir telja spillingu ríkja í þjóðfélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú talar ekkert um gjaldþrota útgerðirnar Páll. Er ekki kvótinn illræmdi að mestu kominn í ríkiseigu? Kominn heim.
Björn Birgisson, 1.5.2009 kl. 23:28
Ég hef litlar áhyggjur af útgerðinni. Gjaldþrota útgerðir fara einfaldlega í þrot, búið selur eigurnar og aðrir fara að fiska.
Páll Vilhjálmsson, 1.5.2009 kl. 23:35
Björn Birgisson vekur upp athyglisverðan punkt. Hvernig væri að stjórnvöld myndu þá gera greinarmun á þeim útgerðum sem hafa siglt í þrot og látið þær hinar sem hafa keypt kvóta á rekstrarlegum forsendum sem standast í friði.
Mega þær síðarnefndu ekki fá frið frá ríkinu í hinu nýja lýðveldi?
Þórður (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 23:46
Er þetta ekki full rómantískt: "Ríkisvaldið á að beita sér fyrir dreifðu eignarhaldi á þeim rekstri sem talinn er eiga framtíð fyrir sér. Bjóða á starfsmönnum að kaupa lífvænlegan rekstur."
Við þurfum núna harðduglega kapítalista sem safna auð með augun rauð og rífa upp fyrirtækin. Því ver gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman.
Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 23:51
Meginatriðið er að þeir sem sigldu í strand verði teknir úr brúnni. Eftir það er að gæta þess að rugludallarnir fái ekki sama rekstur með nýrri kennitölu.
Hvort heldur í útgerð, verslun eða fjármálastarfsemi verður duglegt lið manna og kvenna til að rífa upp starfsemina og ef kapítalisti er heiðursnafnbót þá skulum við endilega nota það heiti.
Páll Vilhjálmsson, 2.5.2009 kl. 00:02
"..................... Gjaldþrota útgerðir fara einfaldlega í þrot ........... "
Mér skilst að upphaflegi gjafakvótinn hafi skipt um hendur sem nemur um 90%.
Nýjir eigendur kvótans skulda hann allan í ríkisbönkunum. Geta ekki greitt nokkurn skapaðan hlut. Eiga ekki fyrir borunni á sér, hvað þá ótöldum tonnum af fiski af Íslandsmiðum.
Gangi ríkisbankarnir að sínum veðum, af hóflegri hörku, eignast þjóðin mestallan kvótann að nýju.
Ballið er búið, lokalagið hljómar.
Gjafakvótinn er kominn heim, til Íslenskrar alþýðu.
Drullumalli íhaldsins og Framsóknar er lokið.
Nú eignast þjóðin auðlindirnar sínar að nýju.
Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 00:15
Þarna brestur BB sögukunnáttuna svo um munar. Það voru Framsóknarmenn og vinstri menn sem komu á kvótanum við dúndrandi undirtektir Vestmannaeyinga og Vestfirðinga. Íhaldið hafði efasemdir.
Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 00:20
Hafði íhaldið efasemdir? Baldur, er Sjálfstæðisflokkurinn stikkfrí að kvótasetningunni? Ertu ekki búinn að éta of mikið af Maarud snakkinu? Komdu með eitthvað haldbærara. Vestfirðingar fóru illa út kvótasetningunni á sínum tíma. Hverjir leiddu, eða studdu, þá ríkisstjórn sem innleiddi kvótann í upphafi? Andskotans aumingjaháttur að afneita eigin gjörðum. Þjóðin gerði þetta upp, ásamt ýmsu öðru 25. apríl 2009. Sendi íhaldið í gulagið í Síberíu.
Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 00:59
Því miður eru fáir sem geta keyp Páll á meðan bankakerfið er "dáið". Ekki nema við viljum auka enn á stéttarmismun og þeir fáu sem eiga handbært fé milli handanna kaupi allt á slikk.
Guðmundur St Ragnarsson, 2.5.2009 kl. 01:15
Read my lips: íhaldið stóð ekki að setningu kvótalaganna, það gerðu Framsóknarmenn og vinstri menn. Íhaldið var þá í stjórnarandstöðu. Og bæði Vestfirðingar og Vestmannaeyingar héldu sig hafa himininn höndum tekið. Gamanið fór ekki að kárna fyrr en kvótinn hvarf bæði úr Eyjum og Vestfirðingafjórðungi.
Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 02:09
Nú er ég orðinn óþægilega sammála kommalýðnum.
Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 11:09
Segið mér spekingar í kvótumræðu. Kvótinn sem upphaflega var gefinn er væntanlega að stórum hluta búinn að skipta um hendur. Útgerðamaður sem hefur keypt kvóta er hann ekki í nokkuð annarri stöðu en hinn sem fékk kvóta gefins á sínum tíma?
Páll Vilhjálmsson, 2.5.2009 kl. 16:20
Spurningunni er ekki beint til mín, því ég er enginn kvótaspekingur, en hér er minn tíkall í umræðuna: nei, það er enginn raunverulegur munur. Sá sem fékk kvóta úthlutað í byrjun fékk hann vegna þess að hann hafði fengist við fiskveiðar og haldið lífi í atvinnugrein sem oft hafði barist í bökkum. Þegar hann svo sest í helgan stein tekur annar maður við gegn hæfilegu gjaldi.
Er þetta ekki áþekkt leigubílstjórum og því fyrirkomulagi sem þeir viðhafa? Að breyttu breytanda koma bændur og vörubílstjórar einnig í hugann.
Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 16:27
Jú, Baldur, erum við ekki að segja sama hlutinn? Það er söguleg staðreynd að fyrir áratugum var útgerðum úthlutaður kvóti, sem var byggður á veiðireynslu þriggja ára á undan. Kvótinn er síðan seldur og endurseldur og orðinn einhvers konar leyfiseign, réttur til að sækja tiltekinn afla úr sjó.
Við getum haft ýmsar skoðanir á því hvernig upphaflega var staðið að úthlutun kvótans en þær skoðanir eiga tæplega að ráða afstöðu okkar til kvótans í dag.
Páll Vilhjálmsson, 2.5.2009 kl. 16:45
Já, mér finnst vafasamt í betra lagi að leita raka áratugi aftur í tímann. Ég hef lengi velt fyrir mér eftirfarandi scenario:
Ísland gengur í ESB. Innan skamms er allur kvóti kominn í eigu útlendinga. Útlendir togarar sigla á Íslandsmið, fylla sig og sigla rakleitt til Evrópu. Fiskurinn kemur aldrei á land hér. Við fáum ekki túskilding fyrir hann. Við fáum engan arð og engan gjaldeyri. Við hefðum alveg eins getað selt landið í eitt skipti fyrir öll og flust til Manitoba.
Ætli þetta sé raunhæf framtíðarsýn eða hefur mér yfirsést eitthvað sem kæmi í veg fyrir hana?
Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 16:53
Baldur, við göngum ekki inn í ESB.
Páll Vilhjálmsson, 2.5.2009 kl. 16:59
OK Páll, annað scenario:
Pétur og Jóhannes er að tala saman.
Jóhannes: Mér líst ekki á Júdas.
Pétur: Slappaðu af maður, Júdas fer ekki að svíkja okkur, ekki einu sinni þótt honum yrðu boðnir 30 silfurpeningar.
Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 17:16
Veit ekki, Baldur, hvort þú átt við að ótilgreindir íslenskir stjórnmálamenn láti kaupa sig beint eða óbeint eða að þjóðin selji sig. Fyrra tilfellið er mögulegt en síðara hæpið.
Páll Vilhjálmsson, 2.5.2009 kl. 17:35
Stór hluti þjóðarinnar er til sölu og er hreykinn af því.
Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 17:38
Þeir eru að gambla með peninga skattgreiðenda.
Loka þessum spilavítum tafarlaust.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.