Nyhedsavisen vantar 800 þúsund lesendur

Nyhedsavisen er með 197 þúsund lesendur samkvæmt könnun sem blaðið lét sjálft gera. Þegar blaðið hóf göngu sína var upplagið sagt 500 þúsund eintök.

Á ráðstefnu í Kaupmannahöfn 24. ágúst lofuðu stjórnendur Nyhedsavisen „auglýsendum einni milljón lesenda á dag út árið en gangi það ekki eftir fá þeir það bætt upp með aukabirtingum og 33% afslætti," segir í frétt Viðskiptablaðs Morgunblaðsins frá 25. ágúst síðastliðnum.

Nyhedsavisen vantar sem sagt 800 þúsund lesendur til að standa við loforð sem þeir gáfu auglýsendum.

Guðmundur Magnússon og Ómar R. Valdimarsson hafa á þessum vettvangi lofað og prísað árangur Nyhedsavisen.

Hvað gengur þeim til?


mbl.is Lestur á Nyhedsavisen eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband