Framsókn örvæntir

Framsóknarflokkurinn leiddi okkur í hrunið ásamt Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Kjósendur ætla að refsa Framsóknarflokknum og viðbrögð formanns flokksins er að stíga á stokk kortéri fyrir kosningar og boða annað hrun. Tvennt er við heimsendaboðskapinn að athuga.

Í fyrsta lagi segir fréttin aðeins það að þrotabú bankanna eigi mögulega eins og þúsund milljörðum minni eignir en áður var áætlað. Og hvað með það? Þetta eru þrotabú og stærstu kröfuhafarnir eru útlendir bankar - þeir fá minna og ekki sérstök ástæða til að fella íslensk tár yfir því.

Í öðru lagi er formaður Framsóknarflokksins verulega úr tengslum við samfélagið ef hann heldur að þjóðin halli sér að Framsókn þegar gefur á bátinn. Flokkur Sigmundar Davíðs er sérstakt efnahagsvandamál eins og sagan sýnir og gerir ávallt illt verra.


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Gunnar

Er við hæfi að blaðamenn séu svona pólitískir, mér hefur fundist fréttamenn aðeins of pólitískir til að maður treysti að málflutningur þeirra sé góður og gildur en ekki bara verið að reyna að koma sínum flokki til vala.

Áhugamaður um góða blaðamennsku

Stefán

Stefán Gunnar, 23.4.2009 kl. 21:19

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hlutlausir blaðamenn eru til, sumir vandaðir aðrir síður. Blaðamenn með sjónarmið eru líka til af ýmsum gerðum. Einnig eru til blaðamenn sem þykjast hlutlausir en mylja undir eigendur sína og ljúga að fólki - þeir starfa flestir á Baugsmiðlum og tengdum útgáfum.

Páll Vilhjálmsson, 23.4.2009 kl. 21:24

3 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Rétt Páll, Framsókn reynir orðið allt.  Flokkurinn var fremstur meðal jafningja að kveikja í þá elda sem nú loga og ætla nú að nota sömu meðöl til að laga ástandið.

Már Wolfgang Mixa, 23.4.2009 kl. 21:34

4 identicon

Sigmundur Davíð er með skýrar efnahagstillögur

markmið og leiðir .Páll ég gæti hugsað mér að setja

X við B

SVEINBJÖRN (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:53

5 identicon

Gæti aldrei sett x við B eða D.  Þó þeir gæfu mér persónulega milljarða.  Flokkar sem hafa verið gerspilltir koma ekki aftur nema undir öðru nafni og með öðru fóki.  Þeir myndu báðir lognast út af núna ef ekki væri fyrir atkvæði frá þeim sjálfum.  Burt með flokkavald og flokkaspillingu.

Almennur borgari (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:18

6 identicon

Því má ekki gleyma hverjir í framsókn eru átrúnaðargoð Sigmundar Davíðs,fyrsti stafurinn byrjar á Finnur Ingólfsson.Klækjarefirnir í Framsókn eru að forrita og setja fjarstýrða þráðlausa stýringu í Sigmund Davíð.

Númi (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:31

7 identicon

Sigmundur er lýðskrumari af verstu sort!

TH (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:45

8 identicon

Páll, þú  telst til óvandaðra fréttamanna.  Sigmundur Davíð er búinn að tala um þetta í marga daga hafi það farið framhjá þér.  Eini munurinn núna er sá að hann hefur þessi drög frá Deloitte sem staðfesta orð hans.

Krafa morgundagsins hlýtur að verða sú að ríkisstjórnarflokkarnir svari þessu og færi fram gild rög, ég segi gild rök fyrir því að þetta sé einhverjir örvæntingartilburðir hjá Sigmundi.  Orð þín um annað eru marklaus enda almenn eins hefur verið hjá öðrum framboðum en xB nú undanfarið.  Sigmundur er rökfastur maður og ég skil að það fari í taugarnar á þér.

X-B á laugardaginn fyrir þeim formanni sem veit og þorir. 

ÞJ (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:53

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigmundur gerir ráð fyrir því að nýju bankarnir hafi tekið útlánin á 3000 milljarða en virði þeirra sé að eins 2000 milljarða. Það hafa fleiri varað við kerfishruni.

Það  sem er vont við þessa kosningabaráttu er að Jón Ásgeir keypti hana og bauð okkur upp á styrkjamál, þegar við hefðum þurft að fjalla um endurreisnina.

Sigurður Þorsteinsson, 24.4.2009 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband