Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Samfylkingin selur landhelgina
Samfylkingin undirbjó án samráðs við samstarfsflokk í ríkisstjórn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Breskir ráðamenn eiga að aðstoða við að koma Íslandi með hraði inn í Sambandið, en gera ráð fyrir að fá aðgang að fiskveiðilögsögunni í staðinn.
Þetta kemur fram í pistli Björns Bjarnasonar.
Hér má skrá sig á heimasíðu osammala.is ef maður vill andæfa inngönguhraðlest Samfylkingar.
Athugasemdir
Þetta er frábær pistill hjá Birni og dregur saman það sem við lestur greinarinnar er augljóst landráð Samfylkingarinnar.
Haraldur Baldursson, 23.4.2009 kl. 19:26
Þvílík þvæla í ykkur,trúið þið öllu,bara af því að Björn Bjarna,segir það á sinni heimasíðu,nei Páll þessu trúi ég ekki á þig,???En það er ekkert leyndarmál að samfylkingin vill fara í EBS,en það gerir hún ekki,nema þjóðinn kjósi um það,þið þurfið ekkert að óttast annað,en ég vona nú að við göngum ekki í ESB,það er hægt ap-ð taka einhvern annan gjaldeyrir upp,áns þess að ofurselja okkur,vonandi kemur í ljós í þessum könnurleiðrangi við EBS, að þetta hentar okkur ekki,við gætum fórnað of miklu,að mínu mati,en að sjálfsögðu eigum við að skoða þetta,Páll sú drauma drotting (því miður þorði hún ekki í formannin)Þorgerður Katrín,hún vill skoða þetta og skoða alla kosti,(því miður er það ekki á heimasíðu Björs) En Pál og HARALDUR EKKI FARA á taugum,talið þið við Steingrím,þessir flokkar vinna öðruvísi en sjálfstæðisflokkur,þeir vinna saman og gera þetta í sameiningu,allveg sama hvað stendur á heimasíðu Björs,og hana nú,njótið þess að kjósa á laugadaginn,(ég ætla að vona að það standi ekki á heimasíðu Björs,kjósið á sunnudag,??)
Jóhannes Guðnason, 23.4.2009 kl. 20:23
Málflutningur Björns Bjarnasonar fv. ráðherra er svona eftir hentisemi. Árum saman er hann búinn að klifa á "Baugsmiðlum " og Samfylkingunni. Í ljós er komið að hans nánustu samverkamenn voru þar meira en inni á gafli- þeir voru á kafi í gullkistunni hjá Baugi og FL group. Allt er þetta orðið lýðum ljóst. Þannig að Björn þarf að sætta sig við að vera lítt marktækur- þegar Samfylkingin og hann eru annarsvegar. En Björn skrifar hörkugóða pistla- það þarf bara að setja innihaldi í smá skilvindu...
Sævar Helgason, 23.4.2009 kl. 21:32
Trúi Birni Bjarna betur en ykkur Jóhannes og Sævar.Kemur mér ekkert að óvart úr herbúðum Samspillingarinnar lengur.
Ragnar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 21:40
Það þarf engum að koma lengur á óvart að Samspillingin skuli míga utan í helstu óvinaþjóð Íslands, breta (aldargömul staðreynd).
Endilega hleypum bretum í landhelgina og borgum Icesave að ráði Samspillingarinnar. Það tók bara 70 ár að reka breta þaðan út. Samspillingin gæti hleypt þeim inn aftur á 70 mínútum.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.