Samfylking er málssvari gjaldþrota

Samfylkingin kaupir auglýsingu í viðskiptakálfi Morgunblaðsins í dag. Í auglýsingunni segir að hefðu fyrirtæki atkvæðisrétt myndu þau kjósa Samfylkinguna. Boðskapur í viðtengingarhætti þar sem dauðum hlutum eru gefnir mannlegir eiginleikar er í stíl Samfylkingar.

Í fjölmiðlum hefur komið fram að velflest íslensk fyrirtæki eru gjaldþrota. Samtök eigenda fyrirtækja er stærsta félag draumóramanna Íslandssögunnar og flestir með skellótt siðferðisvottorð, svo vægt sé farið í sakirnar.

Auðvitað hljóta fyrirtæki og eigendur þeirra að styðja Samfylkinguna. Sumir hafa meira að segja keypt hlutabréf í þingmönnum og ráðherrum Samfylkingarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður fær aðeins á tilfinninguna við lestur pistla á þessari síðu að þú hafir jafnvel eitthvað á móti Samfylkingunni.

Örn Úlfar (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 12:39

2 identicon

Örn, er ástæða til þess ?.  Árni Hó

Árni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 14:24

3 identicon

Akkúrat.  Og sum eru gjaldþrota viljandi, eftir að hafa fengið milljarða lán og komið undan.  Og nú skulum við hin borga þangað til að förum í gröfina.  Eða bara flýja þetta óþolandi spillta land.  Og Samfylkingin gerir ekkert í alvöru til að hjálpa venjulegu fólki, bara þeim sem eru gjaldþrota eða nánast það.

Guðmundur J. (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband