Fimmtudagur, 23. apríl 2009
ESB-málið er steindautt
Sjá menn fyrir sér að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við ættum að sækja um aðild að Evrópusambandinu? Ríkisstjórnin væri þverklofin í málinu og svo gott sem óstarfhæf í aðdraganda slíkra kosninga. Þar fyrir utan á eftir að semja reglur um þjóðaratkvæði og svo á eftir að breyta stjórnarskránni. Við sáum það á nýafstöðnu þingi að breytingar á stjórnarskrá eru góðu heilli torsóttar.
Nei, þeir kjósendur sem vilja trúa blekkingu Samfylkingarinnar um að ESB-aðild sé á næsta leyti hljóta líka að trúa á tannálfinn. Það eru engar líkur á aðild að Evrópusambandinu í fyrirsjáanlegri framtíð. Samfylkingin og Alþýðuflokkur þar áður hafa notað þetta mál frá árinu 1995 til að slá ryki í augu fólks.
Tilburðir til að búa til fjöldahreyfingu um aðildarumsókn runnu út í sandinn með fundi Benedikts Jóhannessonar og frjálsyggjukratanna sem tókst með fjáraustri upp á milljónir króna að safna um 150 manns á fund til stuðnings aðildarumsókn.
Öllu var tjaldað til. Benedikt skrifaði flaustursgrein sem ESB-blöðin, Morgunblaðið og Fréttablaðið, átu hráa og endurbirtu um að annað hrun stæði fyrir dyrum. Kjánaprikið Eiríkur Bergmann Eiríksson, Evrópufræðingur með fræðimannsheiður samkvæmt Baugsskríbentnum Illuga Jökulssyni, sagði að EES-samningnum yrði bráðlega sagt upp. Téður Eiríkur sagði í Útvarpsfréttum fyrir ári að ef við færum inn í ESB yrði auðveldara að versla á netinu. Annar furðutalsmaður af ætt frjálshyggjukrata taldi fram þau störf sem yrðu til í Brussel handa Íslendingum og komst í hálft þriðja hundrað. Samfylkingin kokkaði frétt og seldi fjölmiðlum um að Bretar væru svo leiðir yfir Icesave-málinu að þeir myndu tryggja okkur flýtimeðferð. Í sjónvarpsumræðum talaði Össur um að gluggi inn í Evrópusambandið væri opinn núna en lokaðist í sumar, eins og Brussel hugsaði í dögum eða vikum þegar aðildarpælingar væru annars vegar; þeir hafa verið í samningaviðræðum við Tyrki í áratugi.
Tilraun til að búa til móðursýkisáhlaup á aðildarumsókn rann út í sandinn því þjóðin nennti ekki að hlusta á margtuggnar aularöksemdir Evróputrúðanna.
Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér Páll. Ég held að þú hafir nokkuð til þíns máls en fréttin um flýtimeðferð í boði Breta kom mér samt ekkert á óvart. Ég hugsaði með mér að í vaxandi atvinnuleysi Breta yrðu þeir fegnir því að koma tómum og aðgerðarlausum fiskiskipum sínum á Íslandsmið - ríkisstyrktir og flottir og tilbúnir til kvótakaupa.
Ég held að Samfylking muni standa fastir á Evrópusambandsaðildinni (þeir þrá að fara inn og það er ekki út af gjaldmiðlinum, það er yfirvarp) eins og ég útlista á bloggi mínu - og VG munu gefa eftir.
Örvar Már Marteinsson, 23.4.2009 kl. 00:26
Er nema von að illa fari hjá sumum. Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið forustuhollari en aðrir menn á Íslandi. Fylgt sínum leiðtoga, sama hvað á bjátar. Nánast tilbeðið hann sem hjáguð. Nú er Davíð digri horfinn á braut. Geir Haarde, hinn ákvarðanafælni, er horfinn á braut. Björn Bjarnason, hinn dómharði og lýðholli, er horfinn á braut. Sturla Vesturlandsgoði líka og ótal margir aðrir. Hvað situr eiginlega eftir? Þungaviktarmennirnir horfnir á braut og eftir sitja fáeinir sporgöngumenn í léttfjaðurvigt!
Í maurasamfélögum elta allir forustumaurinn. Ef hann villist af leið, villist öll hjörðin og steypir sér hiklaust í glötun. Einn fyrir alla og allir fyrir einn, eins og hjá Skyttunum forðum. Nú er bara einhver krakkaskari tekinn við Sjálfstæðisflokknum. Einhver Bjarni, sem er með 5-6 útgáfur af afstöðu til Evrópumála. Julie Christie Íslands, falleg með þokka, með hálf leiðinlega tengingu inn í Kaupþing út af einhverjum smáaurum. Guðlaugur óumdeildur styrkjastjóri Íslands og Illugi með glit í Glitnisauga. Hvert þessara ungmenna á maurahjörðin að elta? Hvað segir leigupenninn um það?
Björn Birgisson, 23.4.2009 kl. 00:32
Já, ég sé ríkisstjórn samfylkingar og vinstri grænna setja ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu !
Þetta eru lýðræðisflokkar !
Vil svo minna á þennan vef : http://www.sammala.is/Vefur/
,,Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru."
JR (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 00:35
Tapað & fundið
Eilífðarverkefni Samfylkingarinnar
Göngum í eilífðarverkefnið og verum alltaf í verkfalli
Kynnum nýtt og endurbætt áætlunarbúskapar-kerfi Evrópu
Verstion 3.2.1 USSRNZDPEU Second Edition
System requriements: native evrópskur sósíal demó krati
Fæst á öllum útsölustöðvum Samfylkingarinnar sem selja auðlindir okkar
Gunnar Rögnvaldsson, 23.4.2009 kl. 00:38
Konan mín segir að það sé andstyggilegt að menn reyna að búa til veruleiknann eins og Páll gerir undir þessari fyrirsögn. Ég er sammála því og tel auk þess slíka menn sem reyna þannig að bú til falskan veruleika vera andstyggilega.
Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 01:55
Munum að Gunnar Rögnvalddson hefur áratugum saman ekki nennt að búa á íslandi heldur varlið ESB-landið Danmörku til að búa í.
Á sama tíma hefur hann árum saman bæði spáð ESB og evru hruni „næstu daga“ og eyðingu. - Hann hefur alltaf haft rangt fyrir sér - hvern einasta dag í mörg ár.
Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 02:12
Þú ýkir hér og skrumskælir sem fyrri daginn, Helgi Jóhann, og á hvaða spena ert þú?
En Páll, þú sagðir ekki alveg nóg í þessum stórgóða, tímabæra pistli þínum.
Heldur meira kom fram hjá Hjörleifi Guttormssyni í nýjum pistli hans: Málflutningur á ótrúlega lágu plani, þar sem hann segir (og hér feitletra ég það, sem ég var sérstaklega að vísa til):
"Álíka gáfulegur er forsíðuuppsláttur Fréttablaðsins um að Bretar muni hjálpa Íslandi inn í ESB á mettíma og bæta með því fyrir að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga. Flest er þannig tínt til af merkingarlausu þvaðri til stuðnings við áróður ESB-liðsins. Þegar fréttin er útfærð aftar í blaðinu kemur í ljós að viðkomandi ráðherra breskur nefnir sérstaklega að "aðgangur að fiskimiðum" yrði væntanlega stórt atriði! Það er von að Bretar myndu "fagna og styðja sterklega" ESB-aðildarumsókn Íslands, svo enn sé vitnað í þennan fréttamiðil Þorsteins Pálssonar."
Þannig að Örvar Már Marteinsson (í 1. innleggi hér) átti 100% kollgátuna, þegar honum datt í hug "að í vaxandi atvinnuleysi Breta yrðu þeir fegnir því að koma tómum og aðgerðarlausum fiskiskipum sínum á Íslandsmið - ríkisstyrktir og flottir og tilbúnir til kvótakaupa."
Jón Valur Jensson, 23.4.2009 kl. 02:34
„Broslegur“ hefur fengið nýja og skýrari merkingu í mínum huga.
Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 03:21
Nei, þetta er ódrepandi andskoti.
En kannski rotaður í bili.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 08:02
Páll gott innlegg hjá þér að vanda. Með mikinn meirihluta á þingi er finnst mér liggja beint við að farið verður í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja eigi um aðild að ESB. Þá liggja samningsmarkmið eða lágmarkskröfur okkar væntanlega fyrir, en hingað til hefur slíkt ekki legið á hreinu. Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að við munum ekki ná ásættanlegum niðurstöðum.
Þegar leitast er við að fjalla um þetta mál á einhvern vitrænan hátt kemur athugasemd eins og frá Helga Jóhanni
,,Konan mín segir að það sé andstyggilegt að menn reyna að búa til veruleikann eins og Páll gerir undir þessari fyrirsögn".
Röksemdarfrærsla í ESB klassa.
Sigurður Þorsteinsson, 23.4.2009 kl. 09:52
Illa upplýstir frambjóðendur.
Svandís veit þó hvað hún er að tala um varðandi ESB aðildarumsókn. V-G, Frjálslyndir og Sjálfstæðisflokkur gera sér grein fyrir því hvað ESB stendur fyrir.
Hinir flokkarnir nálgast ESB af fullkomnu þekkingarleysi og ætla bara að prófa að ræða við risann og sjá til hvað hann býður. Hvar hafa þessir frambjóðendur haldið sig undanfarin ár? Hafa þeir ekkert fylgst með fréttum af spillingu og valdníðslu ESB? Hafa þeir ekki hlustað á gagnrýnisraddir almennings í aðildarlöndunum? Að halda það að ESB sé að bjóða íslendingum einstök kjör sem önnur ríki ESB geta ekki látið sig dreyma um, er álíka heimskulegt og að prófa að tala við Kínverja og bandaríkin og sjá til hvort að þessi ríki bjóði íslendingum einhverskonar aðildarsamninga sem eru gjörsamlega frábrugðin allri stefnu þeirra.
Það verður þokkalegt þegar að íslendingar verða kallaðir í ESB herinn sem rætt er um að stofna, og ekki veitir af Evrópuher eftir að Tyrkland er komið inn í ESB, því þá liggja landamæri hinnar sameinuðu Evrópu að Íran og Írak!
En hvað með það þó svo að íslendingar verði í framtíðinni að gegna herskyldu vegna fáfræði Framsóknaflokks Borgarahreyfingarinnar, Samfylkingarinnar og Lýðræðishreyfingarinnar? Við fáum þó Evru! En mun evran lifa kreppuna af? Af hverju ekki að bíða með gjaldmiðlaskipti þar til að við erum búin að ná okkur upp úr botninum og heimskreppan gengin yfir? Þá væri upplagt að taka upp þann gjaldmiðil sem er hægt að treysta til framtíðar.
Guðrún Sæmundsdóttir, 23.4.2009 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.