Benni frændi

Benedikt Jóhannesson forstjóri Talnakönnunar er frændi Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Benedikt er einn af hugmyndasmiðum einkavæðingar andskotans sem var forsenda októberhrunsins. Eftir hrun vill Benedikt með Ísland inn í Evrópusambandið í von um betri bithaga.

Benedikt galt afhroð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkmenn sögðu nei, takk, ekki pólitíska útrás ofaní gjaldþrot hinnar fyrri. Forstjóri Talnakönnunar lét ekki svo gott heita. Síðustu daga hefur hann í félagi við aðra frjálshyggjukrata staðið að auglýsingaherferð í fjölmiðlum fyrir inngöngu.

Hávaðinn í Benedikt og félögum hefur verið slíkur að Bjarni Ben frændi sá sitt óvænna og keypti auglýsingar í blöðum um að hann vildi taka upp evru í samráði við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Það er álíka gáfulegt og að biðja Færeyinga að aðstoða okkur við að taka upp japanskt yen. Hlátrasköllin yfir heimskunni heyrast yfir Atlantsáli.

Í dag segist Benedikt á heimasíðu sinni ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn á laugardag. Líklega er það samúðaratkvæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ansi er ég hrædd um að hlátrasköllin hafi verið í þinum eigin kolli

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.4.2009 kl. 20:31

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Hólmfríður, það er ómögulegt, ég heyrði þau líka.

Sigurður Ingi Jónsson, 20.4.2009 kl. 21:55

3 identicon

Örfá orð um grein Benedikts í Mogga nýlega 

Ég sé nú ekki að mikil rök séu að baki greininni. Liðirnir sem hann tiltekur 1-7 eru aðallega ágiskanir og fullyrðingar. Hann virðist telja að hrunið stafi af krónunni. Ég hélt að það stafaði af mjög mörgu öðru. Getum þó með sanni sagt að við komumst í þá stöðu að verða ein ríkasta þjóð í heimi með þennan litla gjaldmiðil. Sveiflur í efnahagslífinu hljóta að stafa öðru fremur af einhæfu atvinnulífi og sveigjanlegur gjaldmiðill tekur höggin. Betra að mínu mati en að atvinnuleysi verði mælikvarði á sveiflur.

Hvort við eigum að greiða skuldir eða ekki snýst um hvort við getum það eða ekki. Lánstraust yfirveðsetts skuldara er lítið. Lán fá þeir sem geta greitt. Þetta er eins og gengur og gerist. Sá sem lendir í að þurfa að semja niður skuldir síinar getur gerst traustur lántakandi síðar. Sá sem er þrautpíndur til að greiða skuldir sem hann ræður ekki við fær aldrei lán aftur.

Það að nú séu dyr að lokast og muni ekki opnast aftur um langa hríð er dæmigerður hræðsluáróður. ESB mun að sjálfsögðu vilja hvenær sem er komast yfir okkar miklu auðlindir, fiskinn, jarðhitann, vatnið, staðsetningu við dyr norðurleiðar, olíumöguleika o.fl.

Ég ætla ekki að reikna mig inn eða út gagnvart þessu sambandi. Finnst ekki að málið snúist um skammtímahagsmuni í krónum og aurum. Hef einfaldlega ekki áhuga á þessu regluverki embættismanna og vil ekki vera búsettur á hjara Evrópuríkis. Þetta byggist á því að ég trúi því að við getum mjög vel náð toppárangri á eigin forsendum og þess lands sem við byggjum rétt eins og við höfum gert á skemmri tíma en flestar aðrar þjóðir.  

Elvar E (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:16

4 identicon

Já Benni frændi er bara maður sem hefur haft hátt og margir talið vera einhvern gúrú.

Hann er búinn að skíta í buxurnar og kúkur kominn upp á bak en í staðin fyrir að hreinsa sig æpir hann hærra að það þurfi meiri kúk það sé eina ráðið til að halda honum mjúkum, og honum haldi áfram að líða vel í skítnum.

Mér finnst að menn eins og Benedikt sem hefur svona góða menntun og stærðfræðikunnáttu, miklar skoðanir á hvernig menn eigi að framkvæma allt fyrir erlend lán ættu bara að fara til Danmerkur eða Grikklands og láta ljós sitt skína þar.

Mikið væri ég hamingjusamur með að losna við hann og ég tala nú ekki um ef hann gæti fengið hann Björgvin sem var bankamálaráðherra og skrifaði lærða grein um öfund Finna í garð íslenskra banka korteri fyrir bankahrun, til að fara með sér.

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband