Mánudagur, 20. apríl 2009
Jón Baldvin '95 - Jóhanna Sig. '09
Í kosningunum árið 1995 gerði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins ESB-aðild að kosningamáli með litlum árangri. Tilgangurinn var að veiða atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum en það gekk ekki eftir. Alþýðuflokkurinn gafst upp og rann inn í Samfylkinguna. Jóhanna Sigurðardóttir, sem stofnaði Þjóðvaka fyrir kosningarnar 1995, fetar í fótspor Jóns Baldvins fyrir kosningarnar næstkomandi laugardag og býður inngöngu í Evrópusambandið sem allsherjarlausn fyrir Ísland.
Flest bendir til að Jóhanna nái betri árangir en fjandvinur hennar Jón Baldvin fyrir fjórtán árum. Spurningin er hvort árangur Jóhönnu skrifast á veikleika Sjálfstæðisflokksins eða hvort Evrópusambandið er betri málstaður í dag en vorið 1995.
Athugasemdir
Manni er farið að gruna að sambó hafi lofað ESB ráðherrunum eitthvað og þegið mútur styrki frá ESB í staðin og sama má sega um formenn ASÍ og marga aðra sem lofa ESB í hástert allavega er þetta fólk ekki að hugsa um hag þjóðarinnar það er einhverjar skrýtnar kendir þar að baki!!!!Afhverju vill þetta fólk ekki ræða um Dollar sem gengi fljótar fyrir sig og ekki þarf að láta fullveldi landsins á móti einsog sambó og ASÍ vilja gera.Það þarf ekki að fara í aðildarviðræður við vitum um 98% reglunum og hvað við fáum en það eru þessi 2% sem eru aðalmálið og allt snýst um .Það er nóg að senda 2 fúlltrúa þarna út til Brussel með eitt bréf sem í stendur þetta er það sem við viljum halda að fullu hér semsagt fiskimiðin-landbúnaðurinn-og okkar dýrmæta orka og náttúra og hvað viljið þið gera?ekki einfaldara.Og svarið verður stutt og laggott frá ESB farið bara heim aftur við höfum ekkert við ykkur að tala.Muna bara að kjósa ekki þennan spyllinga flokk sem vil afsala okkar sjálfstæði.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.4.2009 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.