Mánudagur, 20. apríl 2009
Morgunblaðinu ekki sjálfrátt
Í Evrópumálum breiðir Morgunblaðið fávísisfeldinn upp fyrir haus. Morgunblaðið skrifar frétt sem lætur að því liggja að Tyrkir séu á leiðinni inn í Evrópusambandið með sérstökum stuðningi Bandaríkjanna. Tyrkir sóttu fyrst um inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu, forvera ESB, árið 1959, já fyrir hálfri öld, og hafa nagað þröskuldinn síðan.
Bandaríkin hafa stutt aðildarumsókn Tyrkja en þeim að meinalausu að múslímaríki verði annað af tveim stærstu ríkjum Evrópusambandsins.
Morgunblaðinu er svo umhugað að draga upp þá mynd að allir séu á leiðinni til Brussel nema Íslendingar að það lætur fagmennsku lönd og leið. Fréttin gefur til kynna að fundurinn í Prag á morgun sé líklegur til að færa Tyrki nær inngöngu. Svo er ekki. Afstaða Tyrkja í umræðum um stól framkvæmdastjóra Nato var til að herða andstöðuna við inngöngu þeirra. Forseti Frakklands hefur opinberlega lýst yfir andstöðu.
Umræður um inngöngu Tyrkja munu standa í áravís áður en þeir fá inngöngu ef þeir fá hana nokkurn tíma.
Rætt við Tyrki vegna inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef jafn fjölmenn þjóð og Tyrkir fær inngöngu hefði það áhrif á væntanlegan atkvæðastyrk okkar á Evrópuþinginu. Hann tekur m.a. mið af fólksfjölda þar sem við að óbreyttu teldum 0,064%. Eftir inngöngu Króatíu og Tyrklands færi hlutfallið niður í 0,055%. Myndi sem sagt minnka úr engu í ekki neitt.
Þetta myndi líka þýða breytingar á reglum um atkvæðagreiðslur, þar sem nokkrar á stóru þjónunum geta hindrað að mál séu felld. Tyrkir myndu eiga heimtingu á að vera í þeim klúbbi í krafti fólksfjölda, með Þýskalandi, Bretlandi, Ítalíu og Frakklandi, auk þess eru Spánn og Pólland hálfgildingar í þeim klúbbi.
Er kannski hugsanlegt að Moggi sé að reyna að fæla Íslendinga frá ESB hugmynd með því að rugla um að Tyrkland sé á leiðinni inn?
Haraldur Hansson, 20.4.2009 kl. 17:02
Á meðan tyrkneskir stjórnmálamenn halda að kollegar þeirra í löndum Evrópusambandsins hafi eitthvað að gera með umfjöllun fjölmiðla í lýðfrjálsum löndum, eiga þeir ekkert erindi í þetta ágæta samband.
Gústaf Níelsson, 20.4.2009 kl. 18:08
Mbl gaf þarna upp boltann og því er nærtækt að spyrja:
Getur USA haft áhrif á það hvaða ríki eigi inngengt í ESB?
Ef svo; hverra hagsmuna er ESB apparatið?
Kolbrún Hilmars, 20.4.2009 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.