Þriðjudagur, 5. desember 2006
Reynir Traustason og sannleikurinn
Reynir Traustason ritstjóri tímaritsins Ísafoldar skrifaði grein í Morgunblaðið í dag vegna gangnrýni sem beinst hefur að honum um óvandaða blaðamennsku.
Ekki er til eitt dæmi fyrir siðanefnd eða dómstólum um að ég hafi nokkurn tímann verið fundinn sekur um rangfærslur, hvað þá lygi," skrifar Reynir og gerir því skóna að enginn sé réttnefndur lygari nema að undangengnum dómsúrskurði. En það er til hversdagsleg skilgreining á lygara sem hefur dugað ágætlega í aldanna rás: Sá er lygari sem segir ósatt.
Það er gerður greinarmunur á ýkjum og vísvitandi lýgi. Í blaðamennsku er sömuleiðis munur á hvort heimildarmaður segi ósatt, og blaðamaðurinn birtir ósannindin í góðri trú, og hinu að blaðamaður meðvitað ljúgi að lesendum sínum.
Reynir Traustason hefur sannanlega orðið ber að því að ljúga kalt og ósvífið að lesendum sínum.
Þann 1. mars 2003 birtist fjögurra dálka forsíðufyrirsögn á Fréttablaðinu: Óttuðust afskipti forsætisráðherra. Höfundur fréttarinnar var Reynir Traustason. Fréttin var skrifuð til að gera þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, ábyrgan fyrir lögreglurannsókn á Baugi.
íÍ niðurlagi fréttarinnar segir orðrétt að Hreinn Loftsson vildi í samtali við Fréttablaðið í gær ekkert tjá sig um þessi mál."
Þrem dögum síðar kom í ljós, í hádegisfréttum RÚV þann 4. mars, að Hreinn Loftsson var aðalheimildarmaður blaðins.
Það þarf enga dómstóla til að úrskurða Reynir Traustason lygara.
Athugasemdir
Reynir hringdi til Kjartans Magnússonar læknis til að ávíta hann fyrir greinina í Morgunblaðinu, þar sem hann bar blaka af starfsólki og heimilisólki Grundar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.12.2006 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.