Laugardagur, 18. apríl 2009
Óstöðugleiki í boð Samfylkingar
Fráfarandi varaformaður Samfylkingar, Ágúst Ólafur Ágústsson, boðar að nýjar kosningar verði haldnar eftir tvö ár til að knýja á um Evrópusambandsaðild. Aðrir forystumenn Samfylkingar taka í sama streng. Stefna Samfylkingarinnar er að viðhalda pólitískum óstöðugleika í landinu. Tvær ástæður eru fyrir þessu. Annars vegar er það eðli Samfylkingarinnar, flöktkennd tækifærisstefna, og hins vegar er þegar farið að undirbúa brottför Jóhönnu Sigurðardóttur sem hættir sem formaður eftir tvö ár.
Við þær aðstæður sem nú eru uppi, að fólk veit ekki sitt rjúkandi ráð, er eðlilegt að Samfylkingin fái það fylgi sem sést í könnunum. Samfylkingin veðjar á að við munum búa við varanlegt andlegt umsátursástand.
Hmm, jú líklega ef við kjósum Samfylkinguna yfir okkur á laugardag.
Athugasemdir
Sennilega rétt hjá Ágústi nema tilefnið verður ekki aðildarviðræður við esb heldur tilraunir samfylkingarinnar til að láta þjóðina taka á sig allskyns skuldabyrðar að kröfu esb.
Toni (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 20:04
Páll.
Segðu einu sinni satt frá !
Ágúst Ólafur sagði sjálfstæðisflokksinn vera þess valdandi að það þyrfti að kjósa fljótt aftur, vegna þess að sjálfstæðisflokkurinn hefði haldið stjórnarskrábreytingum með málþofi !
Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf að þvælast fyrir !
JR (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 20:38
Ég mæli með að fólk skoði youtube síðu Sjálfstæðisflokksins: http://www.youtube.com/sjalfstaedisflokkur
Fólk að tala við fólk - það er málið
Kristinn Svanur Jónsson, 18.4.2009 kl. 20:40
Sjálfstæðisflokkurinn hindraði breytingar á stjórnasrkánni sem hefðu sparað okkur 200+ milljónir!
Flokkurinn veit það að sauðheimsk þjóðin mun kjósa hann í næstu kosningum og hann geti hindrað öll áform um stjórnlagaþing.
Björn Halldór Björnsson, 19.4.2009 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.