Vöggustofuíhald vill ESB-aðild

Atvinnurekendur eru með allt niðrum sig vegna hrunsins. Jafnvel þeir sem ekki voru beinlínis í fararbroddi útrásarinnar eru með böggum hildar. Þeir sjá enga framtíð fyrir fullvalda Ísland heldur eigum við að skríða á hnjánum til Brussel og biðjast griða. Benedikt Jóhannesson skrifar grein í Morgunblaðið í dag og fær birta á besta stað, enda ritstjórinn löngu genginn fyrir Evrópubjörg.

Grátklökkur krefst Benedikt þess að við leitum inngöngu. Annars gerist þetta, segir hann:

 

1. Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.

2. Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi.

3. Fáir vilja lána Íslendingum peninga.

4. Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum.

5. Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi.

6. Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu 10 ár.

7. Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti.

 

Stórfyrirtæki hafa ekki gert annað en að baka vandræði fyrir okkur Íslendinga, þannig að séu einhver eftir er best að þau fari úr land. Útlendingar hafa fjárfest hér á landi þegar þeir sjá hag í því, til dæmis í álverum og það breytist ekki. Við fáum lán eins og við viljum og samkvæmt alþjóðlegu áhættumati. Nýverið var það áhættumat hækkað hjá evrulöndum eins og Spáni, Írlandi og Grikklandi. Atvinnuleysi er viðvarandi í Evrópu en hefur ekki verið það hér vegna þess að við erum utan Evrópusambandsins. Evrópuhraðlestin veit ekki hvert hún er að fara, ekki einu sinni hvort einn viðkomustaður eigi að vera Istambúl - hvers vegna ættum við að hoppa upp í stefnulausa lest?

Fyrir útrás vorum við með ríkustu þjóðum í heimi og erum það enn. 

Vöggustofuíhaldið og mussulið Samfylkingarinnar ætti að fara á sjálfshjálparnámskeið áður en það útskrifast af leikskólanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er ekki nóg með að Benedikt fái birt á bezta stað í Morgunblaðinu heldur er greinin helmingi lengri en lengdartakmarkanir blaðsins leyfa.

Annars minna þessar heimsendaspár á hliðstæðar spár sem Svíar fengu að heyra þegar þeir voru að fara að kjósa um evruna í september 2003. Iðnastur var forsætisráðherrann þáverandi Göran Persson. Hann hótaði einmitt brottflutningi sænskra fyrirtækja og held ég vara öllu því sem Benedikt nefnir og fleiru til.

Nú Svíar höfnuðu evrunni með afgerandi hætti og árið síðar var Persson spurður á blaðamannafundi hvers vegna hörmungarspár hans hefðu ekki gengið eftir. Hann sagðist einfaldlega ekki vita það og þá var hlegið að honum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.4.2009 kl. 18:58

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Svo má kannski bæta því við að Benedikt hélt a.m.k. tvívegis ræður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á dögunum með þennan sama áróður. Tja, við vitum hvernig landsfundurinn afgreiddi Evrópumálin.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.4.2009 kl. 19:00

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Atvinnurekendur með allt niður um sig og stórfyrirtæki eiga að fara úr landi. Er þá ekki best að leggja stétt atvinnurekenda niður.  Hvað ætli 17,000 atvinnulausir segi um þessa hugmynd.   Nei miklu betra að fá útlendinga frá ESB löndunum til til að lána okkur fé?  Ef þetta er svona auðvelt af hverju standa útlendingar í röðum að komast út með sitt fjármagn?  Ólíkt Íslendingum þá hafa erlendir fjárfestar val um í hvaða landi þeir fjárfesta í.

Hvaða ESB land býr við 15.5% vexti, verðtryggingu og gjaldeyrishöft?

Það eru líka lönd sem spjara sig bara ágætlega í ESB t.d. Holland.

Ekkert mun ýta Íslandi inn í ESB eins og IMF samkomulagið.  IMF hnífurinn fer senn á loft og þá breytist ýmislegt.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.4.2009 kl. 21:30

4 identicon

Bjarni hin ungi Ben,segir í ESB sami Bjarni segir,ekki í ESB.Hvar er foringin þinn Hjörtur í þessum málum,vill hann í ESB eða ekki.Fyrir mína parta,ESB NEI TAKK.

Númi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 21:31

5 identicon

viðbót.Það er umtalað að við fengjum einn fulltrúa ef við göngum inní þetta ESB,sú rödd væri og yrði ansi máttlaus,inní þetta samband höfum við ekkert að gera.Við verðum gleypt með húð og hári,ef má orða það svo.Verndum landið fyrir komandi kynslóðir okkar.

Númi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 21:36

6 identicon

Það var mjög skrítin umræða í sjónvarpinnu í kvöld þar voru vinstri Grænir og Samfylking og aðrir sem eru að bjóða sig fram til allþingiskosninga nú 25 apríl.

Vinstri Grænir voru spurðir að því afhverju þær ætluðu að læka laun og hæka skatta. Það virðist að það sé eina leiðin hjá þeim að komast úttúr kreppunni að hækka skatta og lækka laun skrítið enn ef fyrir tæki lækka laun og hækka skatta þá lækka skattar að lækka laun er sama og lækka skatt ef launin standa í stað og skattar hækka þá koma meiri tekjur in í ríkissjóð.

En ef ég tjái mig um afhverju Vinstri Græntframboð vil lækka laun þá hef ég svarið það er vegna þess að Formaður Vinstri Græna á hlutabréf að nafnvirði upp á 25% Í EFNALAUG Suðurlands á Selfossi hann á líka hlutabréf í einhverju blaðafyrirtæki í Reykjavík og ekki nóg með þæð eiga Vinstri Grænt framboð líka 34% í þessu sama blaði sem ég því miður man ekki hvað heitir en þetta var á bylgjuni um dagin.Ég vil líka koma því á framfæri við Kristján Möller talaði þanig á fundinum í kvöl sem var á Norðurlandi eystra að efnahaghrunið væri bar Sj´lfstæðismönum að kenna enn það er rangt flokkarnir sem voru í ríkistjórn vissu báðir um þetta seðlabankastjórin sem var þá við völd var búinn aðvara við þesu um það bil rúmu ári áður efnahagshrunið kom að ef Ríkistjórnin mindi ekki bregðast við strags þá færi Ísland á hausinn Ríkistjórnin vildi ekki hlusta á Seðlabankastjóra þess vegna fór sem fór þess vegna segi é alveg hiklaust  Samfylking ber mestu og langstærstu ábirgð á þessu vegna þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var Uttanríkisráðherra hún á tti að vara þjóðina við ef að þjóðin hefði fengið að vita þetta með árs fyrir vara eins og Ríkistjórnin þá hefði fólk farið að taka til í sínum málum. Ég veit dæmi þess að maður fór og keifti sér bíl hann gat valið íslengst lán eða mint körfu hann spurði bíla salan hvort væri betra bvíla salin sagði mintkörfulán þetta var 2008 þegar hann sagði mér þetta sagði ég honum  hit hefði verið betra.onuni minni vantaði bíl hún borgaði 25% út restin var á fjórum árum þeir vildu endilega að hún tæki lán sem er mintkörfulán kallin blandaði sér í málið og sagði nei því hann var búinn að sjá í hvað stemdi því  að verð trigðu lánin voru farin að hækka og líka mintkörfu lánin þanig að það endaði þannig að karlremban réði nú er mér þakkað fyrior greiðan.Ég vill líka koma því á framfæri að ég rek fyrirtæki við hjónin erum með 4 maneskjur í vinnu við ættum að fagna þessu hjá Vinstri Grænum en það er síður en svo við lækum ekki launin hjá okkar fólki frekkar verða þau hækuð laun sem verkafólk er með í dag er núverandi Ríkistjórn til stórbornar skammar og hafið þið það amen.Ég ætla að vona að við íslendingar fáum ekki yfir okkur vinstri stjórn því það er ekki góð reinsla að minsta kosti ekki fyrir mig vonandi muna fleirri eftir því en ég. Það eru margir að tala um það að frjálshyggjan sé ekki góð þá spyr ég á móti hvernig getum við lifað í þessu landi eða útí hinum stóra heimi nema hafa frjálshyggjuna með. 'eg segji góða nót og megi guð geima ykkur og Áffram Ísland. 

Þorsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:41

7 identicon

Þorsteinn,hlusta betur.Steingrímur var að tala um hækkun og jöfnuð á sköttum,það voru ákveðin tekjumörk sem til umræðu var,hlusta aftur.

Númi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:33

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

VG er eini flokkurinn sem er tilbúinn að horfast í augu við staðreyndir.  Það er IMF sem mun heimta að laun verið lækkuð og skattar hækkaðir.   Þetta er ekki á valdi íslenskra stjórnmálamanna.  Eftir kosningar mun IMF taka upp hnífinn og skera niður.  Hvers vegna getur fólk ekki gert sér grein fyrir þessari staðreynd.  Við sögðum okkur á sveit hjá IMF í nóvember.  Þeir sem eru á sveit verða að hlýða húsbóndanum sem hér er IMF.  Svo einfalt er það.

Eins og sagt er á ensku: "wake up and smell the coffee"!!

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.4.2009 kl. 20:24

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

VG er eini flokkurinn sem er tilbúinn að horfast í augu við staðreyndir.

Var ekki VG líka eini flokkurinn sem ætlaði að skila IMF láninu þegar hann kæmist til valda?

Það er IMF sem mun heimta að laun verið lækkuð og skattar hækkaðir. Þetta er ekki á valdi íslenskra stjórnmálamanna.

Og þar sem þetta er vinstri stefna að hækka skatta og lækka laun þá hentar það þeim bara fínt ekki satt?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.4.2009 kl. 00:23

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Doddi,

Ekki ætla ég að taka hanskann upp fyrir VG.  Hins vegar verður að viðurkennast að Steingrímur J. talar skýrt og þorir að minnast á stórum málin. Allir íslenskir stjórnmálamenn eru tækifærissinnar svo það er ekkert skrýtið þó þeir skipti um skoðun af og til. Það þarf jú að haga seglum eftir vindi. Þetta sýnir bara þá hrikalegu stöðu sem þjóðin er í.

Við erum leiðtogalaus á ögurstund.  Það er málið. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.4.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband