Sósíalismi neyðarinnar

Laun voru skrúfuð niður á Íslandi eftir bankahrunið. Almenn samstaða myndaðist í þjóðfélaginu um að laun skyldu lækkuð, þau hæstu mest. Afleiðingin verður launajöfnun.

Skattar verða hækkaðir, burtséð frá því hverjir sitja næstu ríkisstjórn. Reynt verður að skerða sem minnst í mennta- og heilbrigðiskerfi en líklega verður kroppað þar í en þó meira í málaflokka eins og samgöngumál.

Gengisskráning krónunnar fækkar utanlandsferðum landsmanna. Vannýttir sumarbústaðir verkalýðsfélaga eru yfirbókaðir.  Bílaflotinn eldist næstu misserin en það leiðir aftur til meiri vinnu á bifreiðaverkstæðum.

Heimilisiðnaður nær sér á strik með prjónaskap og matjurtaræktun. 

Þjóðin vinnur skemmri vinnudag. Hverskyns félagsstarf blómstrar sem aldrei fyrr.

Við kjósum Vinstri græna 25. apríl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Magnússon

Þetta er dálagleg lýsing hjá þér Palli!

Munum svo tala um árið núll?

Andrés Magnússon, 15.4.2009 kl. 23:52

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég fer bara að sofa róleg í kvöld. Því er ekki maður manns gaman.

María Kristjánsdóttir, 16.4.2009 kl. 00:34

3 identicon

Damn right!!

IMV (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:07

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það mætti bæta  í lýsinguna. 18 þúsund manns eigra um atvinnlausir, eð þeirri einni vissu að þeim mun bara fjölga og stjórnvöld vita ekkert hvað til bragðs á að taka.

Sigurður Þorsteinsson, 16.4.2009 kl. 08:26

5 identicon

Nei það dettur mér ekki í hug Páll Vilhjálmsson að kjósa Vinstri græna. Við kjósum því ekki Vinstri græna.  Það er líka óraunhæft að tala um að ekki verði hagrætt og sparað í heilbrigðis- og menntakerfinu. Páll,  á næstu þremur árum þarf að hagræða um 150 milljarða, 50 á hverju ári og auðvitað verða þessir málaflokkar fyrir barðinu. Við skilum auðu.

blaðamaður (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:13

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ótrúlegt er að fólk skuli ekki vera búið að fatta hvað ríkisstjórnin ætlar að gera.  Það á að hækka skatta og til þess að skatttekjurnar skili sér í enn meira mæli en ella þá ætlar ríkið að ráða þúsundir manna í vinnu, á launaskrá hjá ríkinu, til þess að fá skatttekjur af þeim.  Þetta eru snillingar

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.4.2009 kl. 12:12

7 identicon

Hækka skatta á hærri tekjur, lækka hærri tekjur ... til hvers er þá unga fólkið að mennta sig?

omj (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:39

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það mætti halda að þeir sem tjá sig hér búi heima hjá mömmu sinni. Borga ekki til heimilisins þó mamma gamla eigi ekki fyrir leigunni.

Gísli Ingvarsson, 16.4.2009 kl. 17:04

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Tækjakostur og lyfjakistur Landspítalans munu eldast og aðrar þjóðir komast fram úr okkur í lífslíkum. 

Já kjósum VG!

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.4.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband