Baugsgjafir

Jóhannes Jónsson í Bónus gaf Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar 21 milljón króna með þeim orðum að aukafjárveitingu ríkisstjóðs vegna opinberrar rannsóknar á Baugsmálinu væri betur varið til góðgerðarmála en gjöfin samsvarar aukafjárveitingunni.

Hér er djarfmannlega mælt eins og Jóhannesi í Bónus er von og vísa. Heil tuttugu og ein milljón er stórfé sem gerbreyta mun lífi skjólstæðinga líknarfélaganna tveggja.

Jóhannes er líklega búinn að skrapa botninn í kistli sínum til að öngla saman þessari höfðinglegu gjöf. En það koma jól eftir þessi og eitthvað ætti Jói í Bónus að gefa lagt til hliðar í millitíðinni til manngæskuverka. Hér er komin tillaga að jólagjöfinni næsta ár.

Jóhannes gefur sem svarar framlagi ríkissjóðs til löggæslu- og dómsmála með fororði um að Alþingi samþykki lög um að leggja niður þá óþarfa starfsemi sem löggæsla og dómsmál óneitanlega eru.

En hver ætti að vera þiggjandi höfðingsskapar Jóhannesar næstu jól? Jú, það vill svo til að Baugsfjölskyldan, en Jóhannes er höfuð hennar, stjórnar öryggisvörslufyrirtæki sem heitir Securitas. Dótturfyrirtæki þar á bæ gæti heitið Glæpur og refsing efh.

Þar með gæti þjóðin sótt bónbjargir hjá Mæðrastyrksnefnd og réttlæti hjá Glæp og refsingu efh. Hvorttveggja í boði Baugs.



mbl.is Bónus gefur Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarfi kirkjunnar 21 milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband